Rigning!

Gaman!Ég held að það sé ekki verið að gera lítið úr því þegar maður segi að það hafi nánast verið eins og hellt hafi verið úr fötu síðustu daga hér á suðvesturhorninu.  En við ákváðum, eftir stuttan fyrirvara, að bregða okkur á Sólheimasand.  Þarna áttu bæði að vera hópur frá Team Kawasaki og Team Yamaha.  Ég þurfti að vísu að brasa við að skipta út nagladekkjunum þennan laugardagsmorgun og vorum við því seinna á ferðinni en ella.  Það var ljóst strax í upphafi að þetta yrði blaut.  Enda var þoka stóran hluta af leiðinni og rigningin buldi á bílnum.  Við komum á svæðið ásamt Bjarna Geir vinnufélaga mínum og fjölskyldu hans upp úr þrjú.  Þá var eitthvað af liðinu sem hafði komið fyrr búið að fá nóg af rigningunni og var óðum að tygja sig heima til brottfarar.  Skyggnið fór hratt versnandi með minni dagsbirtu svo þetta var nú ekki langur hjólatúr hjá okkur þennan daginn og hættum við rétt fyrir sex gegnvot af bleytu.  Kolla, konan hans Bjarna, prófaði hjólið hennar Bjarkar og tók þetta með stæl...:o)

Og svo í hina áttinaDaginn eftir, þ.e. sunnudaginn, brunuðum við aftur austur en liðið sem ætlaði að vera á staðnum var búið að fá nóg og hélt í Þykkvabæinn.  Við héldum okkar striki, enda finnst okkur þetta svæði mun skemmtilegra í alla staði en Þykkvibær.  Sem betur fer vorum við fyrr á ferðinni en á laugardaginn og vorum við komin upp úr tólf.  Veðrið var ef eitthvað var betra en í gær og var nánast engin rigning á köflum.  En það var mjög dimmt yfir og lágskýjað.  Þetta var hin ágætasti dagur, en Logi og dóttir hans Karen komu og fengu að prófa hjólin hjá okkur.  En Karen hefur sýnt þessu áhuga og því varð úr að þau kæmu austur til að láta hana prófa.  Ég held að það sé ekki of sögum sagt að segja að hún sé fallinn, ef þannig má að orði komast, og hún sé búin að meðtaka motocrossbakteríuna...:o)

Við skutum eitthvað af myndum, en vegna skyggnis og að linsan sem ég var með var ekkert sérstaklega ljósnæm, að þá verða þetta ekkert rosalega margar myndir og gæðin hafa oft verið meiri.  En fyrir þá sem vilja skoða að þá geta þeir skoðað beint með að smella á þessa slóð:   http://sveppagreifinn.blog.is/album/Solheimasandur16-17februar/


Helgin framundan

Margrét #686Jæja, nú er heldur betur búin að vera rysjótt tíðin síðustu daga.  Ekki nóg með að að nánast allur snjór er horfin hér á höfuðborgarsvæðinu, að þá er spáin fyrir helgina 8-7 stiga hita og rigning.  Fyrir þá sem búnir voru að setja undir trella að þá er þetta ekki neitt svakalega spennandi.  En fyrir þá sem ekki voru búnir að gera neitt, að þá hafa opnast möguleikar á að hjóla í brautum.  Sá galli fylgir gjöf Njarðar, að maður hefur ekki hugmynd um ástand brauta hér á höfuðborgarsvæðinu.  Þorlákshöfn, sem oftast hefur verið "vin í eyðimörkin" ef þannig má að orði komast yfir vetratímann, hefur verið lokuð í töluverðan tíma vegna snjóalaga.  Nú er bara spurningin hvort að allur snjór sé horfin úr brautinni og hvort hún sé á floti?  Bolalda, stórt spurningarmerki.  Hef ekki farið þangað síðan snjócrossið var haldið.  Sólbrekka eins og hún er í dag, gæti verið í lagi en ekkert viðhald hefur átt sér stað í brautinni í töluverðan tíma og klappir standa orðið upp úr hér og þar.

Mývatnssveit?  Nú er veit maður ekki stöðuna fyrir íscrossmótið sem á að vera þar á morgun, en hitinn hefur líka skroppið þar yfir frostmark en miðað við þykkt ísins um daginn að þá geri ég fastlega ráð fyrir að sú keppni standist.

Hvað framhaldið snertir að þá á að byrja að frysta aftur eftir helgi eins og sönnu íslensku veðri sæmir, þannig að þá er það spurningin hvort maður eigi að henda undan nagladekkjunum fyrir 2 daga eða hreinlega bíða þetta af sér og vonast eftir frosti alla næstu viku. 


Supercrossið í San Diego

Ætla ekkert að fjalla um stóra flokkinn, en get þó aulað einu út úr mér og það er að Davi er sífellt að verða betri og betri.  Virkilega gaman að horfa á hann keyra.  Tim Ferry er allur að komast í sitt form, eins og það var undir það síðasta í supercrossinu í fyrra.  Verður sífellt hraðari og hraðari.  Háði mjög harða baráttu um toppsætin.

Lites flokkurinn, en þá er Ryan Dungey verulega farin að gefa eftir og Jason Lawerence er allur að færast í aukana.  En Jason Lawerence, sem keppir fyrir Boost Mobile Yamaha of Troy’s, vann sína þriðju keppni í röð eftir að Ryan Dungey datt í einum af "vúpsaköflunum".  Með þessum sigri komst Jason Lawerence upp í efsta sæti á stigatöflunni, á undan Ryan Dungey.  Greinilegt að hann er að öðlast mikið meira sjálfstraust og nú skortir orðið stöðugleika í Ryan sem endaði þó í 6 sæti þrátt fyrir fallið.

021008reed_pastrana400Til gamans má geta að Travis Pastrana var á svæðinu og að sjálfsögðu tók hann þátt í smá fíflaskap.  Ekki nóg með það, heldur fór hann einn hring í brautinni með Chad Reed og þar var þessi skemmtilega mynd tekin.


Frábært færi á Hvaleyravatni í dag

Brjálaða Bína á útopnuVið hjónin brugðum okkur upp á Hvaleyravatn og þar sáum við fyrir nokkra spræka hjólamenn. En við héldum að ekki væri færi á ísnum og um leið og við stoppuðum og spurðum hvernig færið var, að þá vorum við spurð á móti af hverju við værum ekki að hjóla. Þannig að það var brunað heima í snatri, hjólin sótt og síðan var farið út á ísinn.

Færið var hreint út sagt æðislegt og fílaði brjálaða Bína sig í ræmur. Ég fékk alveg að heyra það hvað ég væri lélegur og hræddur...:o) Enda hálfaumur eftir fall á ísnum um síðustu helgi og smeykur um löppina, en kerla sýndi karli enga miskun og lét hann heyra það. Þarf að fara að endurskoða þetta samband, hmmmmm...:o)

Við tókum nokkrar myndir, en einnig var Dalli ljósmyndari á svæðinu. Ég setti inn í myndaalbúm þær myndir sem við tókum og fékk ég að láni frá honum Dalla 5 myndir sem hann tók af okkur hjónunum. En bein slóð á myndirnar er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Hvaleyravatn11-01-08/.  Ef þú vilt skoða myndirnar hans Dalla, sem hann tók í dag, að þá er slóðin á síðuna hans: http://www.flickr.com/photos/dalli/sets/72157603409030183/?page=2.


Styttir kannski upp í dag?

Jæja, maður er í hálfgerðu þunglyndi eftir gærdaginn.  Ekki nóg með það að það var kolvitlaust veður heldur var það í annað sinn sem þátturinn frá supercrossinu komst ekki til landsins.  En sem betur fer fyrir mig og mína að þá var maður búin að sjá hann á netinu, þannig að skaðinn var ekki mikill...:o) 

Jonni í actionAnnars hefur þetta veður þau áhrif að eitthvað hefur dregið úr þeim sem ætluðu norður að horfa á snjócrossið og taka þátt í því.  En veit til að Jói Kef og Aron voru hættir við seint í gær, en Aron ætlaði að taka þátt í snjócrossi í fyrsta sinn.  Þannig að nú verður maður að treysta á myndir frá öðrum frá keppninni og reyna að lesa í sig stemminguna.  Þannig að Gunni Hákonar verður að fyrirgefa að formaður viftuklúbbsins kom ekki norður til að hvetja hann í þetta skiptið, þ.e. Björk...:o)  Við óskum keppendum og áhorfendum góðrar skemmtunar í dag og við verðum með ykkur í huganum.  Neita því ekki að maður er pínu fúll við sjálfan sig að hafa ekki farið norður.

Hvað helgina varðar að þá verður eitthvað lítið um hjólamennsku sökum veðurs, væri nú óskandi að vera með innibraut.  En það sem kom mér skemmtilegast á óvart að þá er búin að vera umfjöllun um snjócrossið á helstu fjölmiðlum síðustu daga og er það frábært.  Hæstánægður með það.  En félagi Binni Morgan hefur ýmist verið kallaður hetja eða skúrkur fyrir bréf sitt sem hann sendi til fjölmiðla.  Hvort sem menn sé sáttir við bréfið sem slíkt og umræðuna sem varð á eftir, að þá virðist að þetta framtak hans hafi aðeins hrist upp í hlutunum.


Anaheim 3 -- flott keppni

Jason Lawerence átti góðan dag á Anaheim, þrátt fyrir að það væri ekki drullumallskeppniLoksins rigndi ekki á keppendur á Anaheim 3, en ég var að horfa á þessa keppni í nótt.  Ætla ekkert að tíunda úrslitin hér fyrir þá sem vilja eiga það inni, en skora á fólk að horfa vel á undanrásirnar í aðalflokknum.  Að mínu mati var heat 1 skemmtilegra heldur en sjálf keppnin og voru aðalleikendur þar Andrew Short #29, Davi Milsaps #118 og Mike Alessi #800.  Travis Preston, sem gengin er til liðs við Monster Energy Kawasaki, stóð sig ágætlega miðað við að hjólið var sett upp fyrir James Stewart og hefur hann ekki haft mikin tíma til að láta aðlaga hjólið að sér.  Hann virkaði samt klunnalegur á hjólið að mínu mati þar sem hann er svo stór drengurinn.  Aðalkeppnin var samt nokkuð spennandi framan af, segi ekki meir.

Í lites flokknum að þá lendi Ryan Dungey í tómu tjóni og þurft að vinna sig hressilega upp.  Jason Lawerence #338 er allur að færast í aukana og svo framarleg sem hann einbeitir sér að því að keyra og hættir þessu rugli að þá gæti hann alveg átt möguleika á að landa West Lites titlinum.  Broc Hepler er brotin á vinstri þumal og var því ekki með í þetta skipti og er það skarð fyrir skildi þar sem hann var búin að vera að keyra vel fram af tímabilinu.  En hann meiddist á æfingu fyrir mótið. 


Snjócrosskeppnina á Akureyri, gaman væri að sjá það

Þó maður hafi ekki hundsvit á snjócrossi að þá er ekki að neita að síðasta helgi var stórskemmtileg og mjög myndvæn, þ.e. til myndatöku ef svo má að orði komast.  Fyrir myndasjúkling eins og mig að þá var þetta hreint og beint sælgæti.  Nú er svo komið að fjölskyldufólkið er alvarlega að spá í að bregða sér norður til að horfa á keppnina sem fer fram á Akureyri næstu helgi og eftir því sem nær dregur helgi og spáin breytist til batnaðar fyrir norðurlandið, að þá aukast líkurnar til muna.  En það tosast líka að fara á einhverja sanda og hjóla, en dóttirin vill endilega komast á sand þar sem hún er ekki mikið fyrir ísaksturinn.  Ef maður fer norður, að þá þarf maður helst að taka alla helgina í þetta, því ekki fer maður að staulast heim að keppni lokinni seint á laugardagskvöldið.  Þá verður komin krafa hjá fólkinu á bænum að bregða sér á skíði, en þar er fjölskyldufaðirinn engin snillingur og verður seint kenndur við fallega skíðamennsku.  Kann eiginlega bara eina leið og það er eins hratt og beint niður og hægt er og svo bara bremsa....Grin  Hvernig er þetta Lexí, ertu ekki með gistingu handa 4 manna fjölskyldu?  Smile

En öllu gamni sleppt, að þá fer afstaða okkar til norðurferðar allt eftir því hvernig viðrar á suðurlandið.  En við ætluðum að bauka eitthvað með Óla H. Guðgeirssyni og fjölskyldu þessa helgi.  Ef Óli verður ekki í stuði, að þá Halló Akureyri. 


Kjöraðstæður á Hvaleyravatni í dag

Skruppum upp á Hvaleyravatn í dag, enda stutt að fara fyrir okkur.  Kjöraðstæður voru á vatninu til hjólaiðkunnar.  Bjóst ég við að sjá fleiri hjólamenn á svæðinu, en þeir hafa kannski ennþá verið að taka út gleðina síðan á Players kvöldið áður.  En þar var samkoma vegna snjócrosskeppninnar í gær.  Sandra var að hjóla á ísnum í fyrsta skiptið og var það ekki að sjá á henni.  Björk var á hjólinu hennar Margrétar og Óliver er alltaf að koma betur til á YZ85 hjólinu.  Atli #669 sýndi nokkur létt dansspor fyrir okkur.   

Tók nokkrar myndir og henti á netið.  Bein slóð á myndirnar er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Hvaleyravatn1/    


Myndirnar komnar inn frá snjócrossinu í dag

Þá er maður búin að hlaða upp hluta af þeim myndum sem teknar voru í dag.  Bein slóð á myndirnar er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/SnjocrosskeppniniBololdu/Gunni Hákonar að fagna sigriVonandi finnið þið eitthvað þarna við ykkar hæfi.  Þarna er meðal annars myndaröð þegar Jonni og nr. 29 lenda saman og þessi nr. 29 dettur.  Einni er mynd af risastökki Hafþórs Grant #430 yfir stóra pallinn en hann dettur eftir lendinguna.  Hér til hliðar er mynd af Gunna Hákonar á sleðanum sínum.  Ég get bara ekki gert af því, en mér finnst þessi sleði ógeðslega flottur og þó það væri ekki nema bara fyrir hljóðið úr dýrinu.

Fyrsta snjócrosskeppnin í Bolöldu

Baldvin og ? að stökkva á pallinnBrugðum okkur upp í Bolöldu til að horfa á æsispennandi og skemmtilega snjócrosskeppni, þeirri fyrstu sem haldin hefur verið í Bolöldu frá því að brautin var tekin í notkun.  Brunagaddur var í Bolöldu og var eins gott að vera vel klæddur.  En fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína upp eftir og urðu vitni að þessari frábæru keppni.  Við Kalli í KTM skutum á að hátt í 1.000 manns hefðu verið á svæðinu.  Miðað fjöldann og það sem var gert í gærkvöldi til að kynna keppendur fyrir utan Össur, að þá er ég verulega pirraður að vera að horfa á yfirlit íþróttafrétta í sjónvarpi og ekki kemur eitt stakt orð um þessa keppni frekar en fyrri daginn.  Maður er eiginlega orðin rasandi yfir þessu vélhjóla og sleðaíþróttina á lítið upp á pallborðið í ljósvakamiðlum.  Ekki sé ég 1.000 manns saman komna til að horfa á rallý eða blak, en það virðist samt alltaf rata á fjörur fréttamanna og vera birt.  Ekki það að ég ætli að bera blikur í þær íþróttir, en verð samt að segja það að ég er gjörsamlega hættur að botna í þessu.

Bjarki káti og BjörkHvað sem því líður að þá skaut ég, þrátt fyrir að vera ekki að stunda þessa íþrótt, vel á annað þúsund myndir og byrja ég að henda þeim á netið seint í kvöld.  Vill ég þakka kepppendum, aðstandendum og áhorfendum fyrir skemmtilegan dag.  Frábært að sjá svona mikið af fólki og frábært að sjá hvað menn voru tilbúnir að leggja í sölurnar fyrir stig í þessari keppni.  Á meðan verðið þið að sætta ykkur við að horfa á myndina af Bjarka #670 og Björk þar til hinar myndirnar skila sér á netið.  Náði nokkrum góðum byltu myndum ef svo má að orði komast.     


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband