Snjócrosskeppnina á Akureyri, gaman væri að sjá það

Þó maður hafi ekki hundsvit á snjócrossi að þá er ekki að neita að síðasta helgi var stórskemmtileg og mjög myndvæn, þ.e. til myndatöku ef svo má að orði komast.  Fyrir myndasjúkling eins og mig að þá var þetta hreint og beint sælgæti.  Nú er svo komið að fjölskyldufólkið er alvarlega að spá í að bregða sér norður til að horfa á keppnina sem fer fram á Akureyri næstu helgi og eftir því sem nær dregur helgi og spáin breytist til batnaðar fyrir norðurlandið, að þá aukast líkurnar til muna.  En það tosast líka að fara á einhverja sanda og hjóla, en dóttirin vill endilega komast á sand þar sem hún er ekki mikið fyrir ísaksturinn.  Ef maður fer norður, að þá þarf maður helst að taka alla helgina í þetta, því ekki fer maður að staulast heim að keppni lokinni seint á laugardagskvöldið.  Þá verður komin krafa hjá fólkinu á bænum að bregða sér á skíði, en þar er fjölskyldufaðirinn engin snillingur og verður seint kenndur við fallega skíðamennsku.  Kann eiginlega bara eina leið og það er eins hratt og beint niður og hægt er og svo bara bremsa....Grin  Hvernig er þetta Lexí, ertu ekki með gistingu handa 4 manna fjölskyldu?  Smile

En öllu gamni sleppt, að þá fer afstaða okkar til norðurferðar allt eftir því hvernig viðrar á suðurlandið.  En við ætluðum að bauka eitthvað með Óla H. Guðgeirssyni og fjölskyldu þessa helgi.  Ef Óli verður ekki í stuði, að þá Halló Akureyri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband