Kaupið flugelda af björgunarsveitum...

Skora á alla landsmenn að sniðganga aðra flugeldasala en björgunarsveitirnar.  Með fullri virðingu fyrir þeim sem hafa haslað sér völl á þessu sviði hér landi síðustu ár, að þá er tilgangur þeirra allt annar en björgunarsveitanna.  En björgunarsveitirnar nota flugeldasölu til að afla sér rekstrarfé fyrir starfsemi sína, en björgunarsveitirnar eru ekki á fjárframlögum frá ríkinu. 

Það þarf vart að taka fram að þú getur ekki hringt í hina aðilana þegar þakið er að fjúka af vegna óveðurs, eða þakplata hefur fokið inn um gluggann hjá þér.  Einnig munu þessir aðilar ekki rísa úr rekkju um miðja nótt og æða út í vonskuveður til að bjarga vélarvana skipi, hvað þá að leita að fólki sem er týnt á fjöllum.  Það vill oft gleymast að allir meðlimir björgunarsveita starfa í sjálboðavinnu og taka sér frí á sinn kostnað til að geta sinnt björgunarstarfi þegar þú þarft á því að halda.  Þú ættir kannski að hafa það í huga næst þegar þú hyggur á flugeldakaupum. 

Sýnum nú velvilja okkar í verki og styðjum þá sem þurf á því að halda en ekki sem er eingöngu að reyna að "meika bökk".  Áfram björgunarsveitirnar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband