Anaheim 3 -- flott keppni

Jason Lawerence átti góðan dag á Anaheim, þrátt fyrir að það væri ekki drullumallskeppniLoksins rigndi ekki á keppendur á Anaheim 3, en ég var að horfa á þessa keppni í nótt.  Ætla ekkert að tíunda úrslitin hér fyrir þá sem vilja eiga það inni, en skora á fólk að horfa vel á undanrásirnar í aðalflokknum.  Að mínu mati var heat 1 skemmtilegra heldur en sjálf keppnin og voru aðalleikendur þar Andrew Short #29, Davi Milsaps #118 og Mike Alessi #800.  Travis Preston, sem gengin er til liðs við Monster Energy Kawasaki, stóð sig ágætlega miðað við að hjólið var sett upp fyrir James Stewart og hefur hann ekki haft mikin tíma til að láta aðlaga hjólið að sér.  Hann virkaði samt klunnalegur á hjólið að mínu mati þar sem hann er svo stór drengurinn.  Aðalkeppnin var samt nokkuð spennandi framan af, segi ekki meir.

Í lites flokknum að þá lendi Ryan Dungey í tómu tjóni og þurft að vinna sig hressilega upp.  Jason Lawerence #338 er allur að færast í aukana og svo framarleg sem hann einbeitir sér að því að keyra og hættir þessu rugli að þá gæti hann alveg átt möguleika á að landa West Lites titlinum.  Broc Hepler er brotin á vinstri þumal og var því ekki með í þetta skipti og er það skarð fyrir skildi þar sem hann var búin að vera að keyra vel fram af tímabilinu.  En hann meiddist á æfingu fyrir mótið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband