Styttir kannski upp í dag?

Jæja, maður er í hálfgerðu þunglyndi eftir gærdaginn.  Ekki nóg með það að það var kolvitlaust veður heldur var það í annað sinn sem þátturinn frá supercrossinu komst ekki til landsins.  En sem betur fer fyrir mig og mína að þá var maður búin að sjá hann á netinu, þannig að skaðinn var ekki mikill...:o) 

Jonni í actionAnnars hefur þetta veður þau áhrif að eitthvað hefur dregið úr þeim sem ætluðu norður að horfa á snjócrossið og taka þátt í því.  En veit til að Jói Kef og Aron voru hættir við seint í gær, en Aron ætlaði að taka þátt í snjócrossi í fyrsta sinn.  Þannig að nú verður maður að treysta á myndir frá öðrum frá keppninni og reyna að lesa í sig stemminguna.  Þannig að Gunni Hákonar verður að fyrirgefa að formaður viftuklúbbsins kom ekki norður til að hvetja hann í þetta skiptið, þ.e. Björk...:o)  Við óskum keppendum og áhorfendum góðrar skemmtunar í dag og við verðum með ykkur í huganum.  Neita því ekki að maður er pínu fúll við sjálfan sig að hafa ekki farið norður.

Hvað helgina varðar að þá verður eitthvað lítið um hjólamennsku sökum veðurs, væri nú óskandi að vera með innibraut.  En það sem kom mér skemmtilegast á óvart að þá er búin að vera umfjöllun um snjócrossið á helstu fjölmiðlum síðustu daga og er það frábært.  Hæstánægður með það.  En félagi Binni Morgan hefur ýmist verið kallaður hetja eða skúrkur fyrir bréf sitt sem hann sendi til fjölmiðla.  Hvort sem menn sé sáttir við bréfið sem slíkt og umræðuna sem varð á eftir, að þá virðist að þetta framtak hans hafi aðeins hrist upp í hlutunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband