Fyrsta snjócrosskeppnin í Bolöldu

Baldvin og ? að stökkva á pallinnBrugðum okkur upp í Bolöldu til að horfa á æsispennandi og skemmtilega snjócrosskeppni, þeirri fyrstu sem haldin hefur verið í Bolöldu frá því að brautin var tekin í notkun.  Brunagaddur var í Bolöldu og var eins gott að vera vel klæddur.  En fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína upp eftir og urðu vitni að þessari frábæru keppni.  Við Kalli í KTM skutum á að hátt í 1.000 manns hefðu verið á svæðinu.  Miðað fjöldann og það sem var gert í gærkvöldi til að kynna keppendur fyrir utan Össur, að þá er ég verulega pirraður að vera að horfa á yfirlit íþróttafrétta í sjónvarpi og ekki kemur eitt stakt orð um þessa keppni frekar en fyrri daginn.  Maður er eiginlega orðin rasandi yfir þessu vélhjóla og sleðaíþróttina á lítið upp á pallborðið í ljósvakamiðlum.  Ekki sé ég 1.000 manns saman komna til að horfa á rallý eða blak, en það virðist samt alltaf rata á fjörur fréttamanna og vera birt.  Ekki það að ég ætli að bera blikur í þær íþróttir, en verð samt að segja það að ég er gjörsamlega hættur að botna í þessu.

Bjarki káti og BjörkHvað sem því líður að þá skaut ég, þrátt fyrir að vera ekki að stunda þessa íþrótt, vel á annað þúsund myndir og byrja ég að henda þeim á netið seint í kvöld.  Vill ég þakka kepppendum, aðstandendum og áhorfendum fyrir skemmtilegan dag.  Frábært að sjá svona mikið af fólki og frábært að sjá hvað menn voru tilbúnir að leggja í sölurnar fyrir stig í þessari keppni.  Á meðan verðið þið að sætta ykkur við að horfa á myndina af Bjarka #670 og Björk þar til hinar myndirnar skila sér á netið.  Náði nokkrum góðum byltu myndum ef svo má að orði komast.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband