Flott sleðasýning fyrir utan Össur í kvöld og ekki má gleyma Aron og Strákúst

Ég og Gunni.  Flottir gallar maður...:o)Fjölskyldan brá sér fyrir utan Össur í kvöld til að sjá kynninguna fyrir snjócrossið sem fer fram í Bolöldu á morgun.  Það varð ekki laust við að nettur fílingur færi um mann að sjá alla þessa sleða þarna saman komna og lyktin var geðveik...:o)  En Jesús hvað það var kalt.  Mælirinn sýndi - 16°C og var eins gott að vera vel klæddur. 

Sýninginn var flott og ótrúlega gaman að sjá sleðana stökkva yfir pallinn sem búið var að búa til fyrir stökkin.  Atriði dagsins átti Gunni Hákonar að öllum öðrum ólöstuðum.  Við erum orðin spennt að sjá snjócrossið á morgun en það verður ljóst að maður verður að hafa með í för mikið af kaffi og heitu kakói.

Strákústurinn klikkaði ekkiSeinna komu Aron og Strákúst á hjólunum og stukku þeir hátt í loft upp.  Flott hjá þeim þrátt fyrir að þröngt væri á þingi fyrir þá félaga þar sem fólk var búið að leggja bílunum út um allt.  Tók nokkrar myndir og tókust þær betur heldur en ég bjóst við, miðað við linsu og flass.  Sendi þær út á netið í nótt en á meðan verðið þið að dást af mér og Gunna Hákonar + flotta mynd af Strákúst.

Myndirnar komnar inn og bein slóð á þær er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Snjocrosskynning/


Nýr stoltur Yamaha eigandi...:o)

Einn voða stoltur á nýja hjólinu sínuSkruppum í heimsókn í kvöld að kíkja á nýja hjólið hjá syni vinnufélaga míns, Bjarna Geirs.  En sonur hans, Nathan, var svo heppinn að fá eitt stykki Yamaha PW80 í afmælisgjöf frá foreldrum sínum í afmælisgjöf síðasta sunnudag.  Að sjálfsögðu varð vinurinn að fara í alla gallann og sýna okkur hversu vel hann leit út á hjólinu, sem hann og gerði.  Var hann glæsilegur í nýja fox gallanum sínum og á nýja PW80 hjólinu sínu.  Hér er mynd af kappanum að rifna úr stolti af nýja hjólinu.  Nú getur vinurinn ekki beðið eftir að snjóinn taki upp svo hann geti prófað græjuna.  Fjölskyldan óskar drengnum til hamingju með nýja hjólið og sjáumst vonandi fljótlega á brautinni.  Nú er bara að koma pabbanum, honum Bjarna, og móðurinni, Kollu, á eitt stykki hjól líka og þá er þetta orðið fullkomið hjá þeim....:o)

www.ridingiceland.is

Riding IcelandAlltaf ánægjulegt þegar að menn sem hafa bullandi trú á hjólamennsku koma fram með nýjungar.  En konan mín, Björk, hitti þennan einstakling sem heldur þessu úti fyrir rælni í vinnunni hjá sér og eftir að þau höfðu tekið tal kom í ljós að viðkomandi er með hjólaleigu fyrir þá sem hafa áhuga á slíkri ferðamennsku um Ísland.  Frábært og kjörið fyrir þá sem vilja prófa slíka ferðamennsku án þess að endilega að kaupa sér hjól.  Endilega kíkið á síðuna hjá honum, www.ridingiceland.is, en allt á ensku.

Supercrosskeppnin í San Francisco -- drullumall drullumallana

Broc Hepler átti ekki sjö dagana sæla í þessu móti og var mjög óheppinn í störtunum.  Mynda tekin af TransworldMotocross.comÞað er óhætt að segja að veðurguðirnar hafi verið í aðalhlutverki í síðustu supercrosskeppninni sem haldin var í San Francisco.  En brautin var eitt drullusvað og hafði verulega áhrif á keppendur.  Ekki nóg með það, heldur ringdi stanslaust á aðalkeppnina í Lites flokknum.  Keppnin var stytt og var til dæmis aðalkeppnin hjá stóru strákunum stytt í 15 hringi.  Verður gaman að sjá þetta á Sýn þegar þetta kemur til landsins og vonandi nær það til landsins án þess að veðurguðirnir spili þar meira inn í.  En veðurguðurnir voru eitthvað stríða okkur með síðasta mót sem náði ekki í tíma á Sýn.

Úrslitin í Lites voru:

1. Jason Lawrence
2. Tommy Hahn
3. Brett Metcalfe

Jason fílar drullumallið í tætlur og úrslitin í samræmi við það.  Californiu piltarnir áttu í töluverðum erfiðleikum í þessari keppni, enda brautirnar þeirra nánast malbikaðar

Í stóra flokknum urðu úrslitinn eftirfarandi:

1. Chad Reed
2. Kevin Windham
3. Davi Millsaps 

Gaman að sjá hvað "gamli" Kevin Windham er seigur og er virkilega gaman að fylgjast með honum.  Aftur á móti er það ljóst að það eru fáir sem virðast eiga snúning í Chad Reed eftir að James Stewart meiddist.  Í fyrsta sinn síðan í opnunarmótinu á Anaheim 1 að þá kláraði Grant Langston keppnina og endaði í 5 sæti.


Nú andar köldu um helgina, aðeins -17°C á laugardaginn...

Ég, gamli maður í smá ísakstriVar að kanna hvernig veðurspáin liti út fyrir helgina þar sem jú, sleðamenn ætla að reyna að vera með snjócrosskeppni í Bolöldu.  Ja, hvað skal segja.  Veit ekki með snjóalög en kalt mun það verða.  En spáin hljóðar upp á -17°C fyrir laugardaginn á suðvesturhorninu takk fyrir.   Mun fara hægt kólnndi eftir því sem nær dregur helgina og er ljóst að miðað við þessa kuldaspá, að öll vötn muni koma til með að frjósa á næstu dögum og skilyrði til ísakstur muni því verða með ágætasta móti.  Þannig að þá hefur maður það í bakhöndinni ef sleðakeppnin klikkar. 

Sem sagt, fjölskyldan setur stefnuna á ís um helgina.  En að sjálfsögðu ætlum við að gera tilraun til að horfa á snjócrossið, ef af því verður. 


Troðið í Bolöldu í dag af sleðamönnum

Komum okkur seint og illa upp í Bolöldu í dag til að kíkja á snjócross í brautinni.  Vá!  Þvílíkur fjöldi af fólki.  Var engin leið að komast almennilega að húsinu og bílastæði því mjög takmörkuð.  Ekki hjálpaði snjórinn til, en hann þrengdi ennþá frekar þá kosti hvar hægt var að leggja bílnum.  Endaði með því að við fórum af svæðinu og komum aftur seinna í þeirri von okkar að eitthvað hafði minnkað af fólki.  Komumst við að í seinna skiptið sem við reyndum. 

En þrátt fyrir þrengingar á bílastæðum og mjóir vegir sökum snjóruðnings að þá var mjög ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda sem hafði lagt leið sína upp eftir.  Hryllilega eru þessi sleðar orðnir flottir og hef ég varla horft á slíka í að verða ein rúm 20 ár, en maður sjá það á þessum sleðum sem voru að stökkva á stóra pallinum að fjöðrunin er gjörbreytt og allt annað að sjá þessi faratæki lenda en í den.

Mér skilst að reyna eigi að halda snjócrosskeppni þarna næstu helgi og verður mjög gamana að sjá það.  Skora ég á alla að kíkja á það ef af verður, en skv. veðurspánni að þá virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir það.  Já, ótrúlegt en satt.  Snjórinn virðist ætla að tóra í meira en nokkra daga hér á suðvesturhorninu.  Meira segja jaxlar eins og Gunni Hákonar var komin á flatlendið til þess sleðast og ástæðan fyrir því var að það er engin snjór fyrir norðan...  Hver hefði trúað því.  En virkilega gaman að sjá þetta í dag.  Margrét vill nú ólm kaupa sleða þar sem henni fannst þetta geðveikt.  Halli!  Ekki hringja í mig með tilboð...Smile 

 


Leirtjörn í dag, snjóakstur ekki ísakstur...:o)

Já, það hafði enn bætt í snjóinn frá því í gær og má með sanni segja að þetta hafi verið snjóakstur en ekki ísakstur.  Ekki nóg með það heldur var hluti af ísnum farin að gefa sig eftir hamaganginn, þannig að óhætt er að segja að það hafi ekki verið kjöraðstæður til ísaksturs.  Enda myndi ég varla kalla þetta ísakstur sem fór þarna fram í dag.

Gaman, gamanHvað sem því líður að þá var frábært veður og fólk skemmti sér ágætlega þrátt fyrir fyrrgreindar aðstæður á "ísnum".  Margrét er nú ekkert yfir sig hrifinn af ísnum og er meira að skrölta til þess eins missa ekki tilfinninguna fyrir hjólinu.  Óliver, sem hefur alltaf verið hrifin af ísakstri, fannst færið þungt í dag.  Kvartar líka aðeins yfir hæðinni á hjólinu og spurning hvort við hefðum ekki átt að láta hann hanga aðeins lengur á 65cc hjólinu.  Það þarf ekki að spyrja hvernig Björk fannst, en svo framarlega sem hún getur snúið upp á rörið að þá er gaman.  Mér finnst ísinn skemmtilegur og hentar hann mér að mörgu leyti ágætlega.

Jæja, best að hætta þessu röfli.  Henti nokkrum myndum á netið og er bein slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Leirtjorn20januar2008/.


Leirtjörn í lagi

Við fórum framhjá Leirtjörn í dag og var þar fullt af hjólum á ísnum.  Að vísu var svolítið mikil snjór ofan á hluta vatnsins, en að öðru leyti var það í lagi.  Ökumenn í dag kvörtuðu yfir því að krapi lægi yfir, en eftir að menn voru búnir að keyra aðeins og þeyta krapanum til að þá var þetta orðið nokkuð gott.  Þannig að við ætlum að reyna fyrir okkur á Leirtjörninni á morgun.  Þannig að ef þú ert búin að setja undir dekk fyrir ísinn, að þá er bara að mæta á tjörnina á morgun.

Hvaleyrarvatn um helgina --- FRESTAÐ, ÍSINN EKKI Í LAGI!

Óliver á MývatniEins og fram hefur komið á motocross.is að þá stóð til að reyna að fjölmenna á Hvaleyravatni um helgina og ætlaði fjölskyldan að mæta.  Því miður er ísinn ekki nógu traustur til þess að hægt sé að stefna fólki þangað og því hefur þessu verið slegið á frest.  Ég var við Hvaleyravatn um sexleytið í dag og var ísinn langt frá því að vera nógu traustur og krappi undir snjónum.  Þannig að ég vara fólk við að fara út á ísinn þarna og bíða frekari fregna af www.motocross.is.  SEM SAGT, EKKI FARA ÚT Á ÍSINN! 

Þannig að nú þarf maður að finna sér annan vetfang til þess að hjóla um helgina.  Nema maður hreinlega setji hjólin á hilluna þessa helgi og nýti sér gott ástand í Bláfjöllum og bregði sér á skíði... 


Smá myndband frá Mývatni

Skaut pínulítið með videovélinni og var skemmtilega skjálfhentur sökum kulda.  En hér er afraksturinn og þið fyrirgefið tökuna...:o)  Gæðin eru svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir þegar þetta er sett á síðuna, þarf að finna betri leið til að sýna þessi myndbönd.  Þ.e. ef áhugi er fyrir þeim.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband