Tiltekt á myndum og hreinsun hér á síðunni

Hef ekki komið hér inn í ansi langann tíma og er ekki duglegur að blogga hér þar sem flest skrif mín snúast um motocross og því tengdu og er því sett fram á síðunni www.motosport.is.  Ég mun á næstum dögum taka aðeins til hér á þessari síðu og henda meðal annars út myndum og einhverju af þeim skrifum sem ég hef krotað í gegnum tíðina.  Bendi fólki ennþá og aftur á www.motosport.is ef það er að spá í eitthvað sem tengist motocrossi.  Kannski að ég fari að krota á þessari síðu á persónulegri nótum..:0)

Kaupið flugelda af björgunarsveitum...

Skora á alla landsmenn að sniðganga aðra flugeldasala en björgunarsveitirnar.  Með fullri virðingu fyrir þeim sem hafa haslað sér völl á þessu sviði hér landi síðustu ár, að þá er tilgangur þeirra allt annar en björgunarsveitanna.  En björgunarsveitirnar nota flugeldasölu til að afla sér rekstrarfé fyrir starfsemi sína, en björgunarsveitirnar eru ekki á fjárframlögum frá ríkinu. 

Það þarf vart að taka fram að þú getur ekki hringt í hina aðilana þegar þakið er að fjúka af vegna óveðurs, eða þakplata hefur fokið inn um gluggann hjá þér.  Einnig munu þessir aðilar ekki rísa úr rekkju um miðja nótt og æða út í vonskuveður til að bjarga vélarvana skipi, hvað þá að leita að fólki sem er týnt á fjöllum.  Það vill oft gleymast að allir meðlimir björgunarsveita starfa í sjálboðavinnu og taka sér frí á sinn kostnað til að geta sinnt björgunarstarfi þegar þú þarft á því að halda.  Þú ættir kannski að hafa það í huga næst þegar þú hyggur á flugeldakaupum. 

Sýnum nú velvilja okkar í verki og styðjum þá sem þurf á því að halda en ekki sem er eingöngu að reyna að "meika bökk".  Áfram björgunarsveitirnar... 


Gleðilegt nýtt ár

Vildi bara óska öllum gleðilegs nýss árs og takk fyrir árið 2008, sem verður kvatt með með töluverðum kvíða fyrir því sem koma skal á því herrans ári 2009.

Fjölmiðlar í torfæruleik - hvar eru fordæmingarnar núna um utanvegaakstur?

Jæja, kæra fjölmiðlafólk.  Mér sýnist á myndbandinu að þið hafið skemmt ykkur ágætlega.  Var ekki gaman að prófa utanvegaaksturinn, keyra í fjörum og í sandhólum?  En hva, svei mér þá, hvar eru fordæmingarnar, þyrlan og allur þá fjölmiðlasirkus sem jafnan upphefst þegar mótorhjól eða fjórhjól eiga í hlut?  Já, það er nefnilega ekki sama hver er eða hvað?  Þið hafið nefnilega verið mjög dugleg að stökkva upp til handa og fóta og fordæma ökumenn hjóla fyrir að vera á nákvæmlega sömu fjöru og þið voruð að aka í.  Get ekki betur séð ef vel er skoðað að þarna séu engin ummerki um fyrri umferðir útivistarhópa, hvorki hjóla né hesta.

Hér er ég ekki að fordæma það sem þið voruð að gera, síður en svo.  Bara einfaldlega að benda ykkur á tvískinnung í umfjöllun ykkur þegar kemur að utanvegaakstri mótorhjólamanna og þá hræsni sem sú umfjöllun byggist oftast á.  Þó svo sannarlega að mótorhjólamenn eiga ekki að vera undanskildir í umfjöllun um utanvegaakstur, ekki frekar en aðrir útvistarhópar.  Það hefur nefnilega alltaf verið í tísku að kasta grjóti í hjólafólk.  Sú umfjöllun hefur oft ekki byggst á sanngirni eða mikillar gagnaöflunnar.  Hvernig var þetta aftur orðað í biblíunni, "sá sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum".

Annars er ég hæstánægður með framtak skipuleggjandans að þessum gjörningi og tel að þessi ferðamennska sé kjörin fyrir margan Íslendinginn sem því miður eyðir allt of mörgum stundum í sófanum fyrir framan sjónvarpið eða á netinu.  Jafnframt vona ég að þetta opni augu ykkar gagnvart þeim möguleikum sem ferðamennska af þessu tagi gefur, hvort sem um er að ræða á farartæki á fjórum hjólum eða tveimur.  Lifið heil og góða helgi...:o)


mbl.is Fjölmiðlar í torfæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar fréttir og uppfærsla

Vill bara ítreka fyrir fólki, að ekkert nýtt verður sett inn á þessa síðu er tengist motorsporti.  Ný síða www.motosport.is verður sú síða sem notuð er og verður í framtíðinni.  Þessi bloggsíða mun hugsanlega taka við persónulegum skoðunum mínum á mönnum á málefnum.  Allar myndir verða eyddar út eftir fyrstu keppni í MX í júní.  

www.motosport.is komið í loftið

Jæja, þá er langþráð stund mín runnin upp.  En við erum byrjaðir að uppfæra www.motosport.is og verður sá vefur notaður eftirleiðis hvað sport fjölskyldunnar varðar.  Þannig að ef þið hafið áfram áhuga að fylgjast með fjölskyldunni í sportinu að þá endilega farið inn á eftifarandi link:

www.motosport.is

Hún er ekki fullbúin og verður sjálfsagt í endalausri viðhaldsvinnu, en þetta verður þó sú síða sem við munum nota eftirleiðis.  Myndirnar sem við erum með á þessari síðu munu lifa eitthvað áfram á þessari síðu.  En nýjar myndir verða settar á nýju síðuna. 

 


Dauði og djöfull...

Maður er í hálfgerðu þunglyndi þessa dagana yfir veðrinu.  Ekki það að það skemmi fyrir þeim sem stunda sérstaklega vetraríþróttir og fyrir þá sem eru svo heppnir eða óheppnir að geta leikið sér á snjósleða.  Nú er maður búin að taka nagladekkin undan hjólunum og á mörkunum að maður nenni að henda þeim undir aftur.  En að sjálfsögðu er maður bara að drepast úr leti.  Sökum þessa hefur maður ekki verið neitt sérstaklega duglegur að blogga.

Við hjúin erum að bíða eftir að sjá langtíma spá fyrir veðrið og hvort við eigum að skella okkur norður að sjá íscrossið og snjócrossið á Mývatni.  Að vísu hafa annir í vinnunni verið að setja smá strik í reikninginn og ótrúlegt hvað vinnan slítur í sundur fyrir manni daginn...:o)  En ég efast ekki um að þetta á eftir að verða glæsileg helgi á Mývatni.  Ég er að deyja í puttunum yfir að fá að prófa nýju linsuna sem ég keypti á myndavélina.  En ég hef varla náð að taka neinar myndir frá því að hún komst á vélina, mér til mikillar armæðu.  Á meðan verð ég bara dást að myndum frá síðasta snjórcrossmóti sem ég var staddur á hér í Bolöldu. 


Ryan Villopoto í tómu tjóni í Atlanta

Það er óhætt að segja að endurkoma Ryan Villopoto var ekki eins glæsileg og hann og Kawasaki menn höfðu vonað.  En karlgreyið lenti í tómu tjóni í þessu móti í Lites flokknum, en nú var keyrður í fyrsta sinn á tímabilinu East Lites og voru þetta því nýjir keppendur sem tóku þátt.  Ryan Villopoto, sem er afburðaökumaður og keppir öllu jafna í West Lites deildinni, meiddist illa rétt fyrir tímabilið og átti þátttaka hans í East Lites vera upphafið að endurkomu hans. 

Chad Reed í harðri baráttu við Davi MillsapsÍ undanrásunum datt hann eftir samstuð við afturdekk Canard's á fyrsta hring og þegar hann loksins komst aftur á bak var hann orðin síðastur.  Villopoto náði þó að keyra sig upp í 7 sæti og komst þar með úrslitakeppnina, en hann var langhraðastur af þeim ökumönnum sem keyrðu í þessari undanráskeppni.  Í aðalkeppninni keyrði Villopto á vegg rétt við endalínuna í hring 7 og fékk hrúga af ökumönnum yfir sig.  Ekki leit þetta glæsilega út en hann náði þó að yfirgefa svæðið á sínum eigin tveim fótum og vonandi hefur hann ekki meiðst mjög alvarlega þar sem það er sannarlega sjónarsviptir af jafn góðum ökumanni eins og hann er.  Skemmst er frá því að segja að Trey Canard sigraði í fyrstu East Lites keppni ársins. 

Í aðaleppninni gerði Chad Reed sig sekan um sjaldséð mistök af hans hálfu í hring 5, á mjög svipuðum stað og Ryan Villopoto fékk sína útreið, sem gerði það að verkum að aðrir ökumenn stóðu allt í einu með pálmann í höndunum.  Ég ætla ekki að tilkynna úrslitin hér, en skora á menn að horfa á þetta á Sýn næst komandi föstudag.  Úrslitin í West Lites ráðast um næstu helgi og eins og staðan er núna, stendur Jason Lawerence #338 með pálmann í höndunum eftir ítrekuð mistök Ryan Dungey #28 í síðustu 4 mótum.  Ef Jason heldur haus gæti hann endað með að vinna West Lites flokkinn, sem væri heldur betur uppreisn æru fyrir þennan villing.


Ísinn varasamur

Endilega farið varlega á ísnum sem er yfir vötnunum í nágrenni Reykjavíkur.  Nú í dag fóru tveir feðgar niður ísinn á Hvaleyravatni og þurfti að kalla til björgunarsveit til að ná þeim upp.  Þeir virðast hafa lifað volkið af, en eru sjálfsagt hálfskelkaðir eftir þetta allt saman.  Það er engin leið að ísinn á Hvaleyravatni sé orðin það mannheldur að hann haldi manni og hvað þá tækjum.  En það þarf meira frost til hvað það vatn varðar en t.d. Leirtjörn til að það leggi almennilega ís.  Þannig að ég endurtek, FARIÐ VARLEGA ÞEGAR KEMUR AРÍSNUM OG KANNIÐ ÁSTAND HANS ÁÐUR EN FARIÐ ER ÚT Á HANN EF SLÍKT STENDUR TIL. 


Snjór og meiri snjór - Hafnarfjörður lokar á aðgang að Hvaleyravatni

Maður var í góðri trú búin að taka nagladekkin undan í þeirri von að nú myndi snjórinn fara að gefa eftir, en svo er aldeilis ekki.  Maður rétt bregður sér til Svíþjóðar og kemur aftur í að það er farið að snjóa og lítur út fyrir samfelld frost út alla næstu viku, ef eitthvað er að marka veðurfræðinga.  Þannig að nú lítur allt út fyrir að maður verði að fara að setja naglana aftur undir, ekki ýkja spenntur fyrir þeirri vinnu.

Brjálaða Bína á útopnuAnnars fékk maður þau gleðitíðindi að sinn heimabær, Hafnarfjörður, væri búin að banna frekari umferð mótorhjóla á Hvaleyravatni þegar það er ísi lagt.  Þar með hefur sú hefð sem ríkt hefur síðan 2001 verið brotin.  Er maður vægast sagt mjög undrandi á þessar ráðstöfun bæjarins og sérstaklega þar sem þeir vísa þessu sér til stuðnings í væntanlega uppbyggingu á væntanlegu aksturssvæði í Kapelluhrauni.  Ja, ég veit nú ekki og leiðrétti þeir mig ef ég fer með rangt mál, en þessi umræða um svæðið er búin að vera í umræðunni í Hafnarfirði í 8-10 ár og ég er einfaldlega ekki að sjá þetta gerast í bráð.  Í ljósi þess að engar framkvæmdir eru hafnar, né búið að gefa út framkvæmdarleyfi á nýja svæðið, að þá hefði maður fundist það í góðu lagi að bærinn hefði nú leyft þetta áfram í það minnsta þar til framkvæmdarleyfið á hinu "meintu" svæði hefði verið komið höfn.  Það eru ekki nema nokkrir dagar eftir yfir veturinn sem verður hugsanlega ísilagður. 

Enn einu sinni upplifum við það, sem útivistarhópur, að vera hent til hliðar þótt fjölmennur sé.  Tel það ekki vænleg leið til að ná árangri í að halda þessum hjólum á leyfðum svæðum, ef það eina sem yfirvöldum dettur í hug er að takmarka enn frekar aðgang að svæðum.  Það er ekkert launungarmál að það er hávaði af þessum tækjum, en svo á líka um alla almenna umferð sem á sér stað í nútímasamfélagi.  Það vill oft gleymast að þessi hópur er fjölmennur og borgar drjúgan skilding í vasa samfélagsins í formi skatta sem lagt er á búnað og eldsneytið.  Árið 2006 voru flutt inn hátt í 5.700 hjól af einhverju tagi.  Það má áætla að góðar skatttekjur hafi komið í ríkiskassann fyrir þann fjölda.  Allur öryggisbúnaður okkar sætir líkar sérstöku vörugjaldi og síðast en ekki síst að þá greiðum við mjög drjúgan pening í tryggingar fyrir þessi hjól.  Erum við eina landið í Evrópu þar sem krafist er sömu tryggingar á torfæruhjól sem sérstaklega er hannað til keppni í torfærum og venjulegu bifhjóli eða bifreið.  Við greiðum jafnframt í eldsneytinu sértakt vegagjald sem okkur er jú bannað að keyra á líka.  Nú segir maður bara eins og Pólverjinn í Spaugstofunni,"sniðugt á Íslandi". 


Næsta síða »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband