Snjór og meiri snjór - Hafnarfjörður lokar á aðgang að Hvaleyravatni

Maður var í góðri trú búin að taka nagladekkin undan í þeirri von að nú myndi snjórinn fara að gefa eftir, en svo er aldeilis ekki.  Maður rétt bregður sér til Svíþjóðar og kemur aftur í að það er farið að snjóa og lítur út fyrir samfelld frost út alla næstu viku, ef eitthvað er að marka veðurfræðinga.  Þannig að nú lítur allt út fyrir að maður verði að fara að setja naglana aftur undir, ekki ýkja spenntur fyrir þeirri vinnu.

Brjálaða Bína á útopnuAnnars fékk maður þau gleðitíðindi að sinn heimabær, Hafnarfjörður, væri búin að banna frekari umferð mótorhjóla á Hvaleyravatni þegar það er ísi lagt.  Þar með hefur sú hefð sem ríkt hefur síðan 2001 verið brotin.  Er maður vægast sagt mjög undrandi á þessar ráðstöfun bæjarins og sérstaklega þar sem þeir vísa þessu sér til stuðnings í væntanlega uppbyggingu á væntanlegu aksturssvæði í Kapelluhrauni.  Ja, ég veit nú ekki og leiðrétti þeir mig ef ég fer með rangt mál, en þessi umræða um svæðið er búin að vera í umræðunni í Hafnarfirði í 8-10 ár og ég er einfaldlega ekki að sjá þetta gerast í bráð.  Í ljósi þess að engar framkvæmdir eru hafnar, né búið að gefa út framkvæmdarleyfi á nýja svæðið, að þá hefði maður fundist það í góðu lagi að bærinn hefði nú leyft þetta áfram í það minnsta þar til framkvæmdarleyfið á hinu "meintu" svæði hefði verið komið höfn.  Það eru ekki nema nokkrir dagar eftir yfir veturinn sem verður hugsanlega ísilagður. 

Enn einu sinni upplifum við það, sem útivistarhópur, að vera hent til hliðar þótt fjölmennur sé.  Tel það ekki vænleg leið til að ná árangri í að halda þessum hjólum á leyfðum svæðum, ef það eina sem yfirvöldum dettur í hug er að takmarka enn frekar aðgang að svæðum.  Það er ekkert launungarmál að það er hávaði af þessum tækjum, en svo á líka um alla almenna umferð sem á sér stað í nútímasamfélagi.  Það vill oft gleymast að þessi hópur er fjölmennur og borgar drjúgan skilding í vasa samfélagsins í formi skatta sem lagt er á búnað og eldsneytið.  Árið 2006 voru flutt inn hátt í 5.700 hjól af einhverju tagi.  Það má áætla að góðar skatttekjur hafi komið í ríkiskassann fyrir þann fjölda.  Allur öryggisbúnaður okkar sætir líkar sérstöku vörugjaldi og síðast en ekki síst að þá greiðum við mjög drjúgan pening í tryggingar fyrir þessi hjól.  Erum við eina landið í Evrópu þar sem krafist er sömu tryggingar á torfæruhjól sem sérstaklega er hannað til keppni í torfærum og venjulegu bifhjóli eða bifreið.  Við greiðum jafnframt í eldsneytinu sértakt vegagjald sem okkur er jú bannað að keyra á líka.  Nú segir maður bara eins og Pólverjinn í Spaugstofunni,"sniðugt á Íslandi". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband