Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 18. október 2006
Skítakuldi í Bolöldu í gær
Jæja, þá dreif maður sig loksins upp í Boöldu í gær til þess að leyfa krökkunum að sprikla. Var ekið í hendingskasti þar sem farið er að bregða birtu ansi snemma og lítil tími til að hjóla eftir vinnu. Ekki var Adam lengi í paradís þar sem það láðist að taka með hlýja vetlinga og varð liðinu orðið skítkalt á puttanum eftir aðeins 10 mínútur á hjólunum. Það duga sem sagt ekki hefðbundnir þunnir motocross hanskar við íslenskar haust aðstæður. Þegar upp var staðið voru krakkarnir hættir að hjóla eftir 20 mínútur, drepast úr kulda á höndunum, þannig að þessi ferð verður ekki skráð í sögubækurnar sem ein af skemmtilegri hjólaferðum fjölskyldunnar. Eins gott að maður tók með sér heitt kaffi á brúsa. Enda fór þetta á þann veg að ég tók aldrei hjólið mitt niður og hin voru komin aftur upp á kerruna eftir hálftíma viðurveru á svæðinu. Það liggur við að maður sé farin að raula með sjálfum sér, "Sunnan vindur, svaraðu mér"....
Fimmtudagur, 12. október 2006
Grein í Fjarðarpóstinum um Bikarmót VÍK
Skemmtileg grein um árangur Hafnfirðinga í bikarmóti VÍK. Nánar er hægt að lesa hana á eftirfarandi link http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2006-38-skjar.pdf . Ánægjulegt að sjá hversu áhugasamir Fjarðarpósturinn og Víkurfréttir eru að verða um motocross á Íslandi.
Miðvikudagur, 11. október 2006
Nýtt hjól frá Kawasaki - KLX450R
Loksins! Það eru einu orðin sem maður getur sagt þegar maður fær þær fréttir að Kawasaki hafi loksins komið með 450cc 4T hjól á markaðinn með rafmagnsstarti (letingja) og öllu öðru tilheyrandi. Þetta hjól er endurohjól í öllu sínu veldi og vonandi fæst það götuskráð á Íslandi. Haukur í Nítró vinnur hörðum höndum að því að fá það götuskráð. En að sjá á heimasíðu Kawasaki, http://www.kawasaki.co.uk/content.asp?Id=34049D0444A&PId=6549116, að þá virkar þetta afskaplega vel á mynd og vonandi verður þetta jafn gott hjól í enduro eins og KX450F hjólið hefur reynst í drullumallinu. Ég bíð alla vega spenntur eftir viðbrögðum markaðarins eftir þessu hjóli. En það "lúkar" vel ef svo má að orði komast. En KTM hefur verið nánast alsráðandi í endurohjólum hér á landi og eru fá merki með jafn breiða línu og KTM. Þannig að fá samanburð á KTM 450 EXC og Kawasaki KLX450R verður mjög spennandi og þá spurning hvort að KLX450R sé alvöru valkostur fyrir íslenska vélhjólamenn. Fyrir neðan má sjá mynd af hjólinu

Miðvikudagur, 11. október 2006
Næst á dagskrá...
Já, það má með sanni segja að það sé búið að vera frekar lítið um að vera hjá fjölskyldunni síðustu daga í motocrossi. Enda hefur tíminn verið nýttur í annað upp á síðkastið. Þó eru sumir komnir með hressileg fráhvarfs einkenni og má þar fyrstan nefna sjálfan mig. Svei mér þá að það hefur aldrei liðið svona langt á milli þess að fólkið á heimilinu fari að hjóla. Margrét er alveg að fara á límingunni yfir þessu öllu saman og er nánast búinn að naga sig upp að olnboga af stressi yfir því hvort að karlinn á heimilinu ætli virkilega ekki að fara að hreinsa pústin á hjólinu. Ég er að vonast eftir því að það verði hægt um eða í kringum helgina. Veðrið hefur nú svo sem ekki verið neitt voðalega spennandi síðustu daga. Vonandi fer nú eitthvað að rætast úr því.
Annars er það næst á dagskrá að fara með krakkana á námskeið hjá AÍH og var fyrsta námskeiðið í kvöld. Er þetta lofsvert framtak hjá AÍH og það sem er kannski ennþá betra er að það var ekki skilyrði fyrir því að eiga hjól. Það ýtir undir áhuga hjá þeim sem hafa ekki ennþá haft ráð á því að kaupa hjól að koma og þreifa fyrir sér í þessu sporti. Að vísu langaði minnsta guttanum að fara bara að hjóla, nennti helst ekki að vera að standa í þessi kjaftæði. En það er alltaf gott að fá holl ráð varðandi motocrossið og ekki síst ef það kemur frá einhverjum öðrum en föðurnum. Þar sem börnin virðast hlusta betur eftir því ef einhver annar leggur þeim lífsreglurnar en maður sjálfur, þar sem þetta hljómar alltaf eins og nöldur hjá okkur foreldrunum. Þið kannist sjálfsagt við það sem þetta lesið..:o)
Annars er það næst á dagskrá að fara með krakkana á námskeið hjá AÍH og var fyrsta námskeiðið í kvöld. Er þetta lofsvert framtak hjá AÍH og það sem er kannski ennþá betra er að það var ekki skilyrði fyrir því að eiga hjól. Það ýtir undir áhuga hjá þeim sem hafa ekki ennþá haft ráð á því að kaupa hjól að koma og þreifa fyrir sér í þessu sporti. Að vísu langaði minnsta guttanum að fara bara að hjóla, nennti helst ekki að vera að standa í þessi kjaftæði. En það er alltaf gott að fá holl ráð varðandi motocrossið og ekki síst ef það kemur frá einhverjum öðrum en föðurnum. Þar sem börnin virðast hlusta betur eftir því ef einhver annar leggur þeim lífsreglurnar en maður sjálfur, þar sem þetta hljómar alltaf eins og nöldur hjá okkur foreldrunum. Þið kannist sjálfsagt við það sem þetta lesið..:o)
Sunnudagur, 1. október 2006
Motocross helgi fjölskyldunnar
Já, það má með sanni segja að þetta sé búinn að vera mikil helgi hjá fjölskyldunni varðandi motocross. Frúin var með bílskúrssölu yfir helgina og við hin vorum vinsamlegast beðin um að fjarlægja hjólin á meðan. Þannig að við fórum upp í Bolöldu á laugardaginn og vorum þar í rúma 5 tíma meða Einari Smárasyni og Bryndísi. Þar hittum við að sjálfsögðu fleiri skemmtilega einstaklinga þannig að dagurinn varð hin mesta skemmtun. Sunnudagurinn fór svo í Sólbrekku í rúma 3 tíma.
Bolalda er að verða mjög skemmtilegt svæði og er eitthvað fyrir alla á því svæði. Púkabrautir fyrir byrjendur, miðlungsbraut og svo stóra brautin. Einnig eru fjölmargir enduroslóðar sem hægt er að fara og býður þetta svæði orðið upp á mestan fjölbreytileika af öllum þeim svæðum sem ég veit um á Íslandi í dag. Sem sagt eitthvað fyrir alla. Enda er svæðið orðið mjög fjölsótt og þykir það orðið lítið ef færri en 30 hjól eru á svæðinu samtímis. Einnig hefur orðið töluverð fjölgun á fjórhjólum á svæðinu og eykur það bara síbreytileikann sem þetta svæði er að sýna af sér í dag.
Sólbrekka má muna fífil sinn fegurri og mætti fara að "lappa" aðeins upp á hana, þó svo að hún verði rifin og tætt einhvern tímann í framtíðinni. Mér skilst nefnilega að henni verði ekki slátrað fyrr en að ný bráðabirgðarbraut sé tilbúin til notkunnar á svæðinu. Brautin er orðin ansi holótt og tæp á köflum. Hvet ég VÍR, sem hefur gert skemmtilega hluti í kringum þessa braut, til að halda henni aðeins við. Það er eiginlega lágmarkskrafa ef menn vilja fá greiðslur fyrir brautarnotkun.
Bolalda er að verða mjög skemmtilegt svæði og er eitthvað fyrir alla á því svæði. Púkabrautir fyrir byrjendur, miðlungsbraut og svo stóra brautin. Einnig eru fjölmargir enduroslóðar sem hægt er að fara og býður þetta svæði orðið upp á mestan fjölbreytileika af öllum þeim svæðum sem ég veit um á Íslandi í dag. Sem sagt eitthvað fyrir alla. Enda er svæðið orðið mjög fjölsótt og þykir það orðið lítið ef færri en 30 hjól eru á svæðinu samtímis. Einnig hefur orðið töluverð fjölgun á fjórhjólum á svæðinu og eykur það bara síbreytileikann sem þetta svæði er að sýna af sér í dag.
Sólbrekka má muna fífil sinn fegurri og mætti fara að "lappa" aðeins upp á hana, þó svo að hún verði rifin og tætt einhvern tímann í framtíðinni. Mér skilst nefnilega að henni verði ekki slátrað fyrr en að ný bráðabirgðarbraut sé tilbúin til notkunnar á svæðinu. Brautin er orðin ansi holótt og tæp á köflum. Hvet ég VÍR, sem hefur gert skemmtilega hluti í kringum þessa braut, til að halda henni aðeins við. Það er eiginlega lágmarkskrafa ef menn vilja fá greiðslur fyrir brautarnotkun.
Mánudagur, 25. september 2006
Stofnun MOK (Motocrossklúbb Opinna kerfa)??
Þar sem áhugi starfsmanna innanhús í OK hefur sífellt verið að aukast í motocross að þá hefur komið til tals að stofna motocrossklúbb sem mun að öllum líkindum bera nafnið MOK. Formlegur stofnfundur hefur ekki verið boðaður, en mér sýnist að Dalli eða Guðbrandur verði formannsefni við stofnun. En nú erum við 6 mjög virkir drullumallarar innan fyrirtækisins og við að sjálfsögðu reynum að dreifa fræjum okkar eins mikið og hægt er. Við vonumst að sjálfsögðu eftir að við eigum eftir að smita eins marga og hægt er og að innan 6 mánaða verðum við búnir að fjölga virkum drullumöllurum upp í 10.
Læt nánari fréttir fylgja seinna ef klúbburinn verður að veruleika.
Læt nánari fréttir fylgja seinna ef klúbburinn verður að veruleika.
Mánudagur, 25. september 2006
Ferð í Sólbrekku laugardaginn 23 september
Jæja, þá er maður loksins búinn að taka almennilega á því í motocrossbraut. Fór á fimmtudaginn í Bolöldu og fór þá í raun í fyrsta sinn í braut og nú síðast á laugardaginn í Sólbrekku. Nú er dellann kominn út fyrir öll velsæmismörk, eftir laugardagsferðina, og ljóst að það verður ekki aftur snúið.
Við fórum, ég og Einar tímatökukarl og tókum með okkur krakkana + Karen Arnadóttir og Sveinbjörn bekkjabróðir Margrétar. Var hjólað frá 10:30 til 14:30 og vá hvað þetta var gaman. Ekki nóg með það að hafa farið í braut, heldur afrekaði ég að sprengja dekk að framan þannig að nú er þetta alveg að koma hjá mér að verða fullgildur meðlimur í motocrossið
Ég mun setja einhverjar myndir frá þessu á síðuna fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða það.
Við fórum, ég og Einar tímatökukarl og tókum með okkur krakkana + Karen Arnadóttir og Sveinbjörn bekkjabróðir Margrétar. Var hjólað frá 10:30 til 14:30 og vá hvað þetta var gaman. Ekki nóg með það að hafa farið í braut, heldur afrekaði ég að sprengja dekk að framan þannig að nú er þetta alveg að koma hjá mér að verða fullgildur meðlimur í motocrossið

Mánudagur, 18. september 2006
Bikarmót VÍK afstaðið
Jæja, þá er fyrsta stóra mótið búið í Bolöldu. Tæplega 70 keppendur tóku þátt í þessu móti og var þetta hin mesta skemmtun. Að vísu vantaði nokkur góð nöfn í suma flokkana og áberandi að enginn
frá Yamaha skyldi vera í MX1. En Gylfi var ákeðin í að láta ekki Ed Bradley sitja einan að sigrinum og var keppnin þeirra á milli mjög skemmtileg og hörð. Endaði því miður á þann veg að Gylfi féll í fyrstu tveimur mottó-inum og varð að hætta keppni vegna meiðsla. En fyrir þá sem kepptu, vil ég þakka fyrir góða skemmtun.
Bolalda er að verða virkilega skemmtilegt svæði og er ljóst að þeir aðilar sem hafa lagt hönd á plóg hafa unnið kraftaverk þarna á þeim skamma tíma sem þeir hafa eytt í uppbyggingu svæðisins. Eiga þeir mestu þakkir fyrir sitt starf. Með þessu áframhaldi verður þetta eflaust eitt allra flottasta hjólasvæði á landinu fyrir motocross og endurohjól, og þó víðar væri leitað. Það er ljóst að með þessari uppbyggingu að þá er hægt stuðla að öflugra æfingaprógrammi fyrir iðkendur og jafnvel að stíla meira inn á æfingar fyrir yngri kynslóðina. Í því sambandi ætti að vera hægt að fá styrki frá ÍSÍ til kennslu fyrir yngstu aldurshópana.
Hvað sem líður að þá eru spennandi tímar framundan í þessari íþrótt og ljóst er að Bolalda "Rokkar"...:o)
Ég mun setja einhverjar myndir á vefinn í kvöld eða á morgun frá bikarmótinu.
frá Yamaha skyldi vera í MX1. En Gylfi var ákeðin í að láta ekki Ed Bradley sitja einan að sigrinum og var keppnin þeirra á milli mjög skemmtileg og hörð. Endaði því miður á þann veg að Gylfi féll í fyrstu tveimur mottó-inum og varð að hætta keppni vegna meiðsla. En fyrir þá sem kepptu, vil ég þakka fyrir góða skemmtun.
Bolalda er að verða virkilega skemmtilegt svæði og er ljóst að þeir aðilar sem hafa lagt hönd á plóg hafa unnið kraftaverk þarna á þeim skamma tíma sem þeir hafa eytt í uppbyggingu svæðisins. Eiga þeir mestu þakkir fyrir sitt starf. Með þessu áframhaldi verður þetta eflaust eitt allra flottasta hjólasvæði á landinu fyrir motocross og endurohjól, og þó víðar væri leitað. Það er ljóst að með þessari uppbyggingu að þá er hægt stuðla að öflugra æfingaprógrammi fyrir iðkendur og jafnvel að stíla meira inn á æfingar fyrir yngri kynslóðina. Í því sambandi ætti að vera hægt að fá styrki frá ÍSÍ til kennslu fyrir yngstu aldurshópana.
Hvað sem líður að þá eru spennandi tímar framundan í þessari íþrótt og ljóst er að Bolalda "Rokkar"...:o)
Ég mun setja einhverjar myndir á vefinn í kvöld eða á morgun frá bikarmótinu.
Fimmtudagur, 14. september 2006
50 keppendur búnir að skrá sig í bikarkeppnina á laugardag.
Þá eru 50 keppendur búnir að skrá sig í Bikarkeppni VÍK. Að sjálfsögðu hefði maður viljað sjá fleiri en framundan er spennandi keppni. Það er þó ljóst að það er skarð fyrir skyldi hvað fáir keppendur eru skráðir í kvennaflokk. En ein aðal ástæða þess er að 6 virkir keppendur kvenna voru að keppa út í Englandi síðustu helgi, við góðan orðstír, og hjólin verða hreinlega ekki komin til landsins í tíma til að geta tekið þátt. Einnig vekur athygli hvað fáir skrá sig í 85cc flokkinn og þá sérstaklega 125cc flokkinn, en sá flokkur hefur nánast verið sprunginn í allt sumar hvað fjölda varðar. Hafa verður þó í huga að 125cc flokknum hefur verið skipt upp í þrjá mismunandi flokka og er gert til að veit "gömlum" brýnum möguleika á að taka þátt.
Það er því nokkuð ljóst að hluti af hjólamönnum eru komnir í fríi eða eru uppteknir við annað þessa dagana, því öllu jöfnu hafa verið yfir 100 keppendur skráðir. Fyrir þá sem eru skráðir til keppni óska ég velfarnaraðar og til hinna sem eru í fríi þakka ég fyrir
skemmtilegt sumar.
Það er því nokkuð ljóst að hluti af hjólamönnum eru komnir í fríi eða eru uppteknir við annað þessa dagana, því öllu jöfnu hafa verið yfir 100 keppendur skráðir. Fyrir þá sem eru skráðir til keppni óska ég velfarnaraðar og til hinna sem eru í fríi þakka ég fyrir
skemmtilegt sumar.
Þriðjudagur, 12. september 2006
Bikarkeppni VÍK í Bolöldu
Vildi bara minna á bikarkeppnina í motocross sem fram fer næstkomandi laugardag upp í Bolöldu, sjá nánar á heimasíðu www.motocross.is. Þetta verður fyrsta keppninn á nýju brautinni og um að gera að taka þátt fyrir þá sem eru í þeim gírnum. Við hin fáum þó vonandi að fylgjast með.
Annars er komin áhugaverð ferðasaga á http://www.blogg.central.is/motostelpur um ferð þeirra sem fóru í ferðina til Englands.
Annars er komin áhugaverð ferðasaga á http://www.blogg.central.is/motostelpur um ferð þeirra sem fóru í ferðina til Englands.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar