Færsluflokkur: Bloggar

Herra FOX

Jæja, þá er maður loksins búinn að ná sér í allan nauðsynlega útbúnað til að teljast gjaldgengur hjólamaður og ekki lengur upp á aðra komna hvað það varðar.  Allt "uniformið" var keypt í FOX búð í Búdapest var verðið þar ásættanlegt en það tók þessa blessuðu verslunarmenn "aðeins" þrjá klukkutíma að afgreiða mig og var ég eini viðskiptavinurinn í búðinni.  En þetta hafðist að lokum og er ég fyrir vikið orðin fagurgrænn á litinn (búningurinn).  Nú er maður farinn að kitla í puttana að skíta gallann út, í það minnsta til að losna við verðmiðana...:o)  

Stelpuferð á Sólheimasand

Jæja, þá erum við nýkomin heim úr afar skemmtilegri ferð á Sólheimasand.  Ég vill þakka þeim sem að stóðu fyrir þessa ferð og var hún hin mesta skemmtun.  Veðrið var frábært og staðurinn einstakur.  Ekki spillti fyrir að fólkið var saman komið til að hafa gaman.  Hópurin var í kringum 20+ með aðstandendum.  Gamli maðurinn, ég, keyrði í fyrsta sinn motorcross hjól og það ekki af verri gerðinni, Kawasaki KX250F.  Þannig að það er ljóst að þessi baktería er komin til að vera hjá mér.  Ég legg til að svona ferðir verði farnar árlega og þá ekki hafðar á sama tíma svo að allir geta hugsanlega komist með, þó erfitt verði alltaf að finna tíma sem hentar öllum.  En núna voru 6 stelpur búnar að pakka saman hjólum og senda í skip til Englands vegna keppni sem fer þar fram í næstu viku.  Við hin sem mættum í þessu stórskemmtilegu ferð óskum ykkur góðs gengis og vonumst til að sjá ykkur sem fyrst.  Ég setti einhverjar myndir úr ferðinni undir MX Girlz, en því miður gleymdi ég myndavél þannig að margar hverjar voru teknar á símann minn sem ég er ekki ennþá búinn að setja út á netið.  Annars er hrúga af myndum á heimasíðu Freyju, http://www.123.is/freyz/, mæli með að þið kíkið þangað.  

Nýjar myndir

Er að vinna í að setja fleiri myndir inn á síðuna.  Þið verðið að fyrirgefa þó þetta sé ekki í neinni sérstakri tímaröð.

Enduro keppni á laugardaginn, 2 september

Mæli með að flestir sem hafa tíma eða áhuga mæti á Enduro keppnina sem haldin verður í Bolöldu næst komandi laugardag.  Nú þegar eru komnir tæplega 70 keppendur og lítur út fyrir spennandi keppni.  Nánari upplýsingar er hægt að fá á www.motocross.is

Umfjöllun fjölmiðla um motocross

Ekki er nú langt síðan að ég fór að fylgjast með þessu sporti af einhverju viti, eða nánar tiltekið í sumar.  En ég verð að segja það að mér finnst umfjöllun fjölmiðla um þetta sport, fyrir utan Víkurfréttir, hafa verið afleiddar þegar leið á sumarið.  Það er nánast farið með endanleg úrslit í Íslandsmeistaramótinu eins og þjóðarmorð og þagað í hel...  En ef að hjólamenn eru grunaðir um utanvegaakstur að þá er því slegið upp helst á forsíðu og ræstar út þyrlur.  Vissulega er utanvegaakstur alvarlegt vandamál sem verður að uppræta, en það er nú ekki bara blessuðu hjólin sem taka þátt í þeim gjörningi.  Margir jeppamenn eru ansi duglegir að "búa sér til" sínar eigin leiðir og ég hef margar myndir séð af leiðsögumönnum á hreindýr fyrir austan þar sem þeir keyra vel utan slóða í þeim eina tilgangi að koma skyttum nær bráðinni eða ná í hana fyrir veiðimanninn.

Ekki vil ég tala illa um veiðimenn, enda veiðimaður sjálfur og jeppamaður.  En það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að yfir 120 keppendur séu mættir til að úthella blóði, svita og tárum að þá er þessi grein varla til sem íþrótt
er kemur að fjölmiðlum.  RÚV var, jú, mætt á svæðið á Sólbrekku en samt var ekki einu sinni minnst á að nýir Íslandsmeistarar höfðu verið krýnd(ir) í helgasportinu það skiptið.  Ekki nóg með það, þegar ég inni RÚV hverju sættir, að þá bera þeir það fyrir sig að þeir hafi ekki fengið upplýsingar frá MSÍ og mótshöldurum til að senda menn á staðinn.  Ég benti þeim nú góðfúslega á að greinilegt væri að aðrir menn væru þá að villa á sér heimildir og þykjast vera starfsmenn RÚV við upptökur á efni frá keppninni, enda merktir í bak og fyrir.  Kannski hafa þeir ekki tímt að borga sig inn og þurft að dragast með myndavélar, hljóðnema og ýmislegt til að þess að komast hjá því að borga inn.

RÚV má þó eiga það að þeir eru að sýna frá mótinu, seint um síðir, en ég efast um að það yrði gert ef ekki væri fyrir styrktaraðilar að þessum útsendingum og eiga þeir aðilar þakkir skilið fyrir sitt framlag.  Hinir fjölmiðlarnir eru nánast eyðimörk er kemur að umfjöllun um motocross og hefur það verið helst Blaðið sem hefur sýnt þessu einhvern áhuga, fyrir utan Víkurfréttir.  

Í ljósi þess að um 20 konur kepptu í kvennaflokki, 20 drengir í 85cc og um 25 í 125cc flokknum að þá sést að það er mikill uppgangur í þessu sporti og mikil nýliðun í gangi.  Í MX flokki karla voru um 50 keppendur, sem er hreint út sagt frábært.   Ég sé ekki svona margar konur í öðrum akstursíþróttum og keyrslan á 85cc strákunum er vægast sagt mjög skemmtileg og hörð.  Svei mér þá, ég held að fjölmiðlamenn almennt geri sér ekki grein fyrir hvað þetta er skemmtileg sport að horfa á.

Sýn, sem hefur oft verið uppspretta sýninga í jaðaríþróttum, hefur nánast tekið motocross útaf sinni dagsrká og sýnir í staðinn heilu og hálfu dagana PÓKER...  Sem er eitthvað það allra drepleiðinlegasta efni sem ég hef á ævinni horft á

Vonandi verður bragabót á þessu fyrir næsta ár, þar sem ég tel að um töluverðan uppgang sé framundann í þessu skemmtilega sporti.

Motocross o.fl.

Þessi síða er fyrst og fremst hugsuð til að leyfa vinum og ættingjum, sem búa í töluverðri fjarlægð, að sjá hvað við erum að gera í okkar frístundum.  Nýjasta áhugmál fjölskyldunnar er motocross og enduro.  Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega skemmtileg íþrótt og er krakkarnir okkar hreinlega dolfallnir af henni.  Við erum algjörir nýgræðingar í þessu, en höfum þó náð að kynnast afar skemmtilegu fólki á þeim stutta tíma sem við höfum verið í þessu sporti.  Þó eru það ennþá bara krakkarnir sem eru að "hjóla", en maður veit aldrei hvað gamla fólkið gerir...  

Ég vona þó að þessi síða verði þeim til ánægju sem skoða hana og ýti undir áhuga þeirra sem hafa sambærileg áhugamál

« Fyrri síða

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband