Færsluflokkur: Bloggar

Sóheimasandshópurinn hittist og gerir sér glaðan dag

Tobba og Leó ákváðu að bjóða öllu liðinu, þ.e. foreldrum og börnum þeirra, sem voru í Sóheimaferðinni sem farin var í ágúst á síðasta ári.  Þetta var mikil veisla og lögðu allir eitthvað fram til máltíðarinnar.  Forrétturinn var rækjuréttur og smakkaðist hann mjög vel.  Aðalrétturinn var svo "lúnamúkt" nautakjört sem bráðnaði upp í munninum á manni með mjög góðri bernaisesósu.  Eftirrétturinn var "týramasú", kann ekki að skrifa þetta....:)  Eftir það var boðið upp á kaffi og léttar veitingar.

Mikil og góð stemming var í hópnum og voru allir sammála því að vel hefði tekist til og að þetta væri skemmtilegur hópur sem þarna var saman kominn.  Menn skeggræddu breytingar sem orðið höfðu á hjólakost og eru sumir orðnir ansi litaðir af þeim hjólum sem ekið er á akkúrat núna.  Urðu þetta hinar fjörugustu umræður og gaman að taka þátt í þeim.  Síðan var farið að skipuleggja næstu ferðir og er ljóst að ferð á Sóheimasand er á döfinni á næstunni.

 Ég þakka fyrir mig og mína þetta kvöld og hlakka til að hitta fólkið aftur við fyrsta tækifæri.  Hér eru nokkrar myndir úr boðinu: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/MatarbodSoheimasandslidsins/


Ferð á Sóheimasand

Við fórum í afar skemmtilega ferð á Sólheimasand í dag.  Óli, hjá Freyju, hringdi í okkur í gær og bauð okkur að koma með sér austur fyrir fjall og keyra í sandinum.  Það hafði rekið á fjörur hvalur sem gaman væri að skoða.  Við vöknuðum eldsnemma í morgun og lögðum í hann eftir undirbúning kvöldið áður.  Ferðin austur gekk ágætlega þrátt fyrir hálku og hálflélegt skyggni á köflum.  Um tíma leist okkur ekkert á blikinu vegna skafrennings.  En þegar komið var framhjá Eyjafjöllum rofaði til og voru aðstæður bara mjög góðar miðað við árstíma og snjóalög.  Að vísu þurftum við þrjár tilraunir til að finna rétt hlið, en síðan hafðist það og þegar í fjöruna var komið var allt sett í botn að klæða sig og að koma sér af stað.

Þetta var jómfrúarferð konunar á nýja Kawasaki KX125 hjólinu sínu og fannst henni það nokkuð stórt og er það ljóst að við þurfum að reyna að láta lækka það aðeins meira.  En þetta gekk bara nokkuð vel hjá henni og þegar upp var staðið þurfti að kalla hana inn til að hætta þar sem það var skollið á myrkur og við þurftum að fara að koma okkur í bæinn. 

Óliver var að prófa fjörusand í fyrsta skipti og ætti í smá erfiðleikum í byrjun.  En þetta hafðist fyrir rest og þegar hann loksins fór að taka aðeins á bensíngjöfinni, að þá kom þetta nú allt saman.  En færið var samt helst til þungt fyrir KX65 hjól og þurfti hann að hafa töluvert fyrir því að keyra í þessum sandi.  En allt gekk vel að lokum og var hann mjög sáttur.

Sveinbjörn kom með okkur til að keyra "nýja" hjólið sitt og held ég að það sé nú ekki aftur snúið fyrir hann.  Hann er komin með motocross vírusinn.  Sveinbjörn sýndi góða takta í sandinum.

Óli og sonur hans Jói eru greinilega á heimavelli á þessum sandi og ljóst er að Jói hefur öðlast töluvert mikið jafnvægisskyn á hjólinu með akstri í sandinum.

Ég fór og prófaði nýja Kawasaki KX250F hjólið mitt og var það geðveikt.  Er mjög svo sáttur við þetta hjól og ekki skemmir "lúkið" fyrir með Monster Energy límkitti.  Ég límdi þetta kitt líka á hjólið hans Ólivers og ætlaði hann varla að tíma að fara á það.  En KX65 virkar ótrúlega flott með þetta límkitt. 

Eftir þessa stórskemmtilegu ferð, að þá sagði frúin að það væri ljóst hvað við yrðum að gera í sumar.  Það  er einfaldlega að hjóla og hjóla mikið....    Hægt er að skoða myndir af ferðinni á þessari slóð, http://sveppagreifinn.blog.is/album/Solheimasandur-vetrarferd/


Íscross á Hvaleyrarvatni

Það er óhætt að segja það að það hafi komið manni á óvart hversu skemmtilegt það er að keyra á ís á motorcrosshjóli.  Við skrúfuðum í 3 hjól á heimilinu fyrir um það bil 5 vikum síðan og höfum farið 3x á Hvaleyrarvatn síðan þá.  Hver dagurinn hefur verið öðrum skemmtilegri og er hreint út sagt ótrúlegt grip í skrúfunum við þessar aðstæður.  Frúin á heimilinu prófaði sín fyrstu skref á motocrosshjóli, hjólinu hennar Margrétar, á ísnum og þykir henni þetta hreint út sagt algjört ævintýri.  Fjöldin á ísnum hefur líka verið mikill og hefur þegar best hefur verið hátt í 50 hjól í einu á staðnum og hamagangurinn í samræmi við það.  

En aldrei er hægt að gera öllum til hæfis.  Heyrst hefur að gangandi vegfarandur í nágrenni Hvaleyrarvatns hafi kvartað yfir hávaða frá hjólunum og mun erindi þeirra verða tekið upp hjá bæjarráði á næstunni.  Ég verð nú að segja það að mér finnst hreint út sagt ótrúlegt.  Þau skipti sem ég hef verið þarna að þá hefur í einstaka skiptið sést í gangandi mann með hundinn sinn eða hundana sína.  Ég er nú mikil hundamaður sjálfur og vil því ekki trúa því að þeir séu að agnúast út af okkur, þar sem þeir ættu að þekkja það manna best að vera ekki velkomnir alls staðar með besta vin mannsins.  Það skapast nú ekki oft slíkar aðstæður eins og hafa verið síðustu vikur, að vatnið leggi, þannig að hægt sé að hjóla á því eins og raun ber vitni.  Satt að segja eru þetta í mesta lagi 2-3x á vetrinum sem hægt er að nýta sér þetta.  Þannig að ég skil ekki alveg þessar hvatir hjá fólki að nenna hreinlega að nöldra yfir þessu.  Það er nú ekki eins og við séum að skemma þarna náttúru þar sem við erum að keyra á ís sem hverfur í næstu þíðingu.  Ferlega fyndið að vita til þess að hjólin mega hvergi vera, en maðurinn og bílinn má vera hreinlega alls staðar óháð stað og stund.

En þetta sýnir eins og svo oft áður að skortur á aðstöðu fyrir þetta fólk leiðir til þess að menn lenda frekar upp á kant við þá sem eru á móti slíkum íþróttum en ella.  Ég skora því að Hafnarfjarðarbæ að klára það deiliskipulag sem verið hefur í vinnslu í ALLT OF LANGAN TÍMA hjá bænum af svæðinu í kringum kvartmílubrautina.  En þar er gert ráð fyrir 2 motocrossbrautum ásamt betri akstursbrautum fyrir bifreiðar og mótorhjól.  Og koma svo Lúðvík og klára þetta...

Team Nitro Kawasaki

Jæja, þá er stórt lið að myndast í motocrossi og tel ég að það sé eitt af stærri liðum á Íslandi enn sem komið er.  En liðið er skipað ökumönnum sem munu aka fyrir Team Nitro Kawasaki og mun skipa ökumönnum úr öllum aldurshópum.  Þetta er mjög áhugaverð þróun sem er að verða í þessari íþrótt en áhrif hennar á ennþá eftir að koma í ljós.  Þó tel ég að myndun slíkra liða hjálpi einungis íþróttinni frekar en hitt.  Allt skipulag í kringum keppnir og æfingar á eftir að verða fastmótaðra og keppendum til framdráttar.  En að sjálfsögðu verða menn að halda áfram að stunda þetta af kappi fyrst og fremst af því að þetta ER SVO GAMAN!  Lið Team Nitro Kawasaki mun skipa eftirfarandi ökumönnum, eftir því sem ég best veit:

  • MX1
    • Jónnes Már Sigurðsson #76
    • Gunnar Sölvason #14
    • Jónas Stefánsson #242
    • Magnús Ásmundsson #27
  • MX2 (MX1)
    • Örn Sævar Hilmarsson #404
    • Pétur Smárason #35
    • Árni G. Gunnarsson #100
    • Steinn Hlíðar #39
  • 125cc - karla
    • Helgi Már Hrafnkellsson #213
    • Ásgeir Elíasson #277
    • Aron Arnarsson #131
    • Arnar Guðbjartsson #616
  • 125cc - kvenna
    • Karen Arnardóttir #132
    • Aníta Hauksdóttir #310
    • Guðný Ósk Gottliebsdóttir #611
    • N/A
  • 85cc - karla
    • Jóhannes Árni Ólafsson #919
    • Haraldur Örn Haraldsson #910
    • Andri Ingason #285
    • Aron Sigurðsson #766
  • 85cc - kvenna
    • Signý Stefánsdóttir #542
    • Guðfinna Pétursdóttir #235
    • Margrét Mjöll Sverrisdóttir #686
    • Anna Valgerður Jónsdóttir #685

Einnig verður hópur af gullfallegum konum sem mun keppa fyrir hönd liðsis og ber heitið Big Mammas.  En í honum eru:

  • Big Mammas
    • Tedda #610
    • Eyrún #442 
    • Kristín #130
    • Björk #656

Nú er öll uptalning mín komin og ljóst er að um töluverðan hóp að ræða  En það er ljóst að á þessum lista er alls 8 keppendur í kvennaflokki og ég veit um lið frá Hondu með 4 keppendum innanborðs.  Þannig að þessi hópur á eftir að vera óvenju fjölmennur og hefur vaxið hvað hraðast upp á síðkastið.

Nánari upplýsingar um liðið og hugsanleg fleiri lið verða veittar þegar ég fæ slíkar upplýsingar í hendur.

 


Myndun liða fyrir keppnistímabilið 2007

Mikill gangur er í myndun liða fyrir næsta tímabil og heyrst hefur að Honda hafi sett á laggirnar sitt fyrsta kvennalið sem allar munu keppa á 125cc.  Það er ánægjulegt ef umboð eins og Honda sér hag í því að styrkja kvennfólk í þessu sporti þar sem mikil vöxtur hefur verið hjá þeim hópi síðustu 2 ár.  Gaman væri nú ef hin umboðin myndu nú virkilega fara að taka sig á varðandi lið fyrir tímabilin og eiga lið í öllum flokkum sem keppt er í.  En heyrst hefur að Haukur í Nitró sé í einhverjum hugleiðingum varðandi þetta mál, en ég veit ekki hver staðan er hjá KTM, Suzuki, Yamaha eða öðrum liðum.  Þó geri ég fastlega ráð fyrir að Kalli með KTM sitji ekki auðum höndum þessa dagana er kemur að liðskipan.  

Ég sakna þó skipulögðum æfingum fyrir þá sem voru að æfa í sumar og finnst synd að þetta detti svona niður eins og raun ber vitni.  Það er ýmislegt hægt að gera með þessa krakka til að þau haldi dampi og má þar nefna þrekæfingar, líkamsrækt svo eitthvað sé nefnt.  Veit að íþróttin er ung hér á landi og margt frábært hefur áunnist síðustu ár.  Bæði með aukinni aðkomu einstaklinga og fyrirtækja.

Farið að líða að vetri

Það er nú aðeins farið að fækka dögunum sem maður hugsar um motocross með lækkandi sól.  En þó eru föstudagar alltaf mjög skemmtilegir hjá okkur í fjölskyldunni þar sem þá bakar heimilisfrúin pizzur og síðan er lagst yfir sjónvarpið þar sem horft er á HM í súpercross á Sýn.  Síðan er því fylgt eftir með að horfa á FIM á Extreme.  Þannig að allt föstudagskvöldið er orðið undirlagt af motocrossi.

Hjóladögunum hefur samt farið fækkandi og þyrfti maður nú aðeins að fara að skerpa á því.  En með lækkandi sól að þá eru þetta bara orðnar helgar sem möguleiki er á að fara að hjóla, nema að maður taki sér frí á virkum degi.  En það er samt synd hvað Sólbrekku er tiltölulega lítið haldið við þessa dagana þar sem sú braut er í lægri hæð yfir sjávarmáli og hitastigið þar allt að 2-3°C hærra þar en upp í Bolöldu.  "Big deal" segja kannski sumir, en það skiptir máli þegar verið er að hjóla í hitastigi sem nær allt að því frostmarki.  En ef menn eru orðnir eitthvað afhuga motocrossi, að þá læknast það strax með því að fara upp í Nitró og skoða úrvalið þar á útsölunni sem er þar í gangi.  Lifið heil.

Árshátíð VÍK

Jæja, þá er komið að stóru stundinni sem margir hafa beðið eftir.  Árshátíð VÍK sem mun fara fram á laugardaginn 21 október og er mikil hugur í fólki.  Fyrir utan að vélhjólamenn koma saman sér til ánægju og yndisauka, að þá mun fara fram verðlaunaafhending fyrir liðið tímabil.  Fyrir mig var þetta tímabil mjög áhugavert og skemmtilegt, enda í fyrsta sinn sem ég fylgist eitthvað með þessu sporti.  Vonandi láta sem flestir sjá og nú fer hver að verða síðastur í að tryggja sér miða á árshátíðina.  Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu VÍK, http://www.motocross.is

Sandkeppni upp á Akranesi, laugardaginn 21 október

Heljarinnar mót verður haldið upp á Akranesi næst komandi laugardag og fer það fram í fjörunni við bæinn.  Þetta verður vafalaust spennandi mót og gaman verður að sjá hvernig mönnum reiðir af í sandinum.  Keppt verður í tveimur mismunandi flokkum, annars vegar 1 flokkur sem er fyrir 85cc, 125cc og 250cc 4T (byrjendur) og svo hins vegar 2 flokkur sem er fyrir stórstjörnurnar í crossinu.  Einnig verður prjónkeppni og eru nokkrir keppendur búnir að skrá sig þar.  Í heild eru fjöldi þáttakanda um 50 og vonandi nær þetta tæplega 70 manns.  Nánari upplýsingar er hægt að fá á http://www.motocross.is 

AMA Supercross tímabilið að byrja

Nú styttist óðum í að nýtt tímabil í Supercross byrji.  Í raun má segja að það hefjist 2 desember í Toranto í Kanada.  Fyrir neðan er tafla með dagsetningum og staðsetningum á mótunum fyrir árið 2007.

2007 AMA SUPERCROSS SERIES

January 6 - Anaheim CA
January 13 - Phoenix AZ
January 20 - Anaheim CA
January 27 - San Francisco
February 3 - Anaheim CA
February 10 - Houston TX
February 17 - San Diego CA
February 24 - Atlanta GA
March 3 - St. Louis MO
March 9 - Daytona Beach FL
March 17 - Orlando FL
March 24 - Indianapolis IN
March 31 - Dallas TX
April 21 - Detroit MI
April 28 - Seattle WA
May 5 - Las Vegas NV

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að fara með fjölskylduna á eitt slíkt mótt og gaman væri að sjá Ricky C. og James S. keppa saman.  En þetta er að öllum líkindum síðasta keppnisárið hans RC í Supercross.  En því miður að þá er engin ferðaskrifstofa að bjóða upp á pakkaferðir tengdum þessum atburðum.  Ég er þó búinn að kanna þennann möguleika og er ljóst að hægt er að setja saman pakka sem á ekki að fara upp úr öllu valdi verðlega séð.  Þó er það alveg á hreinu að þetta er dýrara heldur en að fara í fótboltaferð til Englands.   Spurning hvort maður eigi að reyna að safna saman í einhvern hóp og fara í svona ferð út.


Flóðlýsing á svæði Bolöldu

Mikið væri nú gaman ef hægt væri, í ljósi þess góða samstarfs sem er á milli OR og VÍK, að fá flóðlýsingu á brautina upp í Bolöldu.  Þó að það sé kalt núna, að þá er meðahitastig það hátt að það ætti að vera hægt að nota brautina mun meira yfir vetratímann heldur en menn gera núna í ljósi birtuskilyrða.  Gaman væri að vita hvort að forsvarsmenn VÍK væru eitthvað búnir að viðra þessa hugmynd við OR?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 376274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband