Vetrarfílingur

Óliver töffariVið tókum "nettan" vetrarfíling á daginn í dag og fórum í brautina í Þorlákshöfn.  Bara svona til að minna okkur á hvernig veturinn myndi koma til með að líta út.  Það er óhætt að segja að um vetrarfíling hafi verið að ræða þar sem fjöllin voru hvít og hitinn rétt skreið yfir 4°C.   Einnig var töluverður norðannæðingur sem nísti inn að beini.  Gigtin segir mér að það verði kalt í vetur...Smile

Brautin var bara nokkuð góð, en mjög laus í sér.  Engar línur komnar í hana og maður var hreinlega út um allt og alls staðar.  Sökk maður um 15 cm í sandinn var hún því nokkuð þungfær.  Maður þurfti 3-4 hringi til að rifja aðeins upp hvernig best er að aka í sandi, ekki svo viss um að það hafi tekist alveg...Wink   Það eru nokkrir stórir steinar sem ekki væri verra að tína úr, en því miður gat ég ekki gefið mér tíma í dag til að gera það þar sem við vorum á klukkunni og þurftum að vera komin í bæinn fyrir 15:45. 

Margrét í þykkum sandinumAnnars gekk þetta bara þokkalega hjá gamla karlinum, þ.e. mér en Margrét var að ströggla á 85cc hjólinu og var færið mjög erfitt fyrir þessa tegund hjóla og minni.  Margrét byrjaði nú á því í fyrsta hring að stinga sér til sunds eða hún keyrði á fleygiferð beint í einn af stærstu "andapollum" á brautinni og það var eins og hún hefði ekið í gegnum bílþvottastöð á hjólinu.  Óliver var ekki mjög sáttur við daginn þar sem karlinum hafði láðst að láta skipta um dekk hjá honum og var hann nánast á sléttbotna og gripið minna en ekkert.  En svona er þetta stundum.  Setti nokkrar myndir inn frá deginum og hægt er að fara beint á myndirnar á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Vika38/   


Sumarið var tíminn....

Jæja, nú fer maður að hlusta á lög frá Whiskey & vindlaklúbbinn til að kynda undir næsta ár þar sem opinbert tímabil hjólamanna er jú lokið.  Alveg með eindæmum hvað þessir gaurar eru frjóir...Smile  En upphafið á þessum skrifum er eiginlega að mér var hugsað til sumarsins sem er víst liðið, eða eins og Laddi myndi segja "BÚIÐ"...  Þetta sumar og þetta tímabil hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur og höfum við, eins og flestir, átt okkar góðu og slæmu daga.  Við erum búin að kynnast mikið af frábæru fólki og þegar á allt er á botninn hvolft, að þá stendur það eitt og sér upp úr öllu þessu brölti.  Hjólin eru eitt, en fólkið og félagsskapurinn í kringum þetta er einu orði sagt frábær.  Skiptir þá engu máli um í hvaða liði viðkomandi er í eða tegund hjóla.

Ýmsar breytingar hafa átt sér stað hjá okkur, t.d. fórum við af jeppanum yfir í sendibílamenninguna þrátt fyrir hatramma baráttu mína til að gera eitthvað annað.  Að lokum varð skynsemin ofan á og sé ég alls ekki eftir þeirri ákvörðun.  Þessi bíll hefur bara verið brilliant og á sjálfsagt eftir að reynast okkur ennþá betur þegar veturkonungur gengur í garð.  Kawasakihjólin hafa reynst okkur afskaplega vel og hef ég ekkert upp á þau að klaga.  Mæðgurnar og sonur hafa tekið töluverðum framförum í sumar og er allt annað að sjá til þeirra í lok tímabils heldur en í byrjun, en ég er eiginlega "súkkat" í þessum málum...Wink 

Liðið Team Nitró Kawasaki var þétt skipað í byrjun og miklar væntingar gerðar.  Snemma þynntist þó hópurinn vegna meiðsla og þegar upp er staðið að virðist kvennaflokkurinn hafa "plummað" sig einna best.  Persónulega fannst mér mest gaman að fylgjast með MX unglinga, en þar eru mikil framtíðarefni á ferð.  Liðið á þó mikla framtíð fyrir sér ef rétt er staðið á málum og nýlega bættist við það mikill liðstyrkur þegar Aron Ómarsson gekk til liðs við það fyrir komandi tímabil.

Margrét og Gary hjá Ngage í drullumalli..:o)Undirbúningstíminn fyrir næsta tímabil er nú þegar hafið hjá sumum liðum og má þar meðal annars nefna Yamaha Racing Team.  Ég veit að Team Nitró Kawasaki fer af stað með skipulagðar æfingar á næstu vikum og ég geri fastlega ráð fyrir því að Hondaliðið og KTM siti ekki auðum höndum, að ógleymdu TM.  Menn munu sjálfsagt æfa við afar misjafnar aðstæður í vetur eins og gengur og gerist og svona rétt til að minna fólk á hvernig þetta getur litið út í vetur að þá skelli ég hér með mynd af Margréti á æfingu hjá Ngage á Selfossi...Smile  Muna svo bara að brosa af þessu öllu saman.

Að lokum vill ég og fjölskyldan þakka öllum þeim sem hafa verið á einhvern hátt viðloðandi þetta sport í sumar og þá sérstakleg liðsfélögum.  Sérstaklega viljum við þó þakka starfsfólki Nitró fyrir aðstoðina í sumar.  Okkur er þegar farið að hlakka til næsta tímabils og vonandi sjáum við sem flesta.     

     


Myndir frá endurokeppninni á vefinn seint í kvöld

Keppandi 610 í darraðadansiÉg mun dúndra um 300 myndum á vefinn seint í kvöld úr endurokeppninni sem var haldin síðasta sunnudag.  Ég var eiginlega búinn að ákveða að henda öllum myndum þar sem mér fannst framkoma nokkurra keppenda ekki til fyrirmyndar og flokkast í mínum kokkabókum sem óíþróttamannsleg.  Tel að menn eigið að líta sér nær í stað þess að kenna öllum öðrum um hrakfarir sínar.  Þannig að áhugi minn að sýna myndir af þessari keppni var vægast sagt mjög dræm.  En eftir að JóiKef o.fl. höfðu náð að róa mig aðeins niður að þá ákvað ég að halda þessum myndum og birta.

Jæja, hvað sem því líður að þá munu hluti þessara mynda birtast á næstunni.  En ég tók hátt í 1000 myndir frá keppninni.  Bein slóð á myndirnar er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Endurokeppni-Bolalda/.  


Drullumall, oj bjakk en það svínarí...:o) Loksins hafði ég það af að koma myndunum á vefinn

Já, það er óhætt að segja að veðurguðirnir voru í aðalhlutverki þennan laugardag 1 september.  En þá fór fram 5 og síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í motocrossi.  Aðstæður voru vægast sagt skelfilegar fyrir keppendur, brautin eitt drullusvað eftir úrhelli síðustu daga.  Má eiginlega segja að það hafi legið yfir henni á milli 5-10 cm drullulag áður en menn komust í einhverja fasta spyrnu.  Fyrir vikið var keppnin hin mesta skemmtun fyrir áhorfendann, enda ekki á hverjum degi sem maður sér svona hópdrullumall eiga sér stað.

Brjálaða Bína á fartinuÉg var mjög sáttur með útkomu helgarinnar hvað þessa fjölskyldu snerti.  Margrét náði þriðja sæti í sínum flokki og endaði þar með í þriðja sæti í heildina til Íslandsmeistara.  Hún náði að fara í gegnum mótin stórslysalaust, fyrir utan gott "crash" í Ólafsvík.  En hún sjálf er mjög sátt við árið og hefur hún tekið miklum framförum.  Björk hefur átt betri dag, enda líður ennþá fyrir axlameiðslin sem hún hefur átt að glíma við á síðustu 2 keppnum.  Hún harkaði þetta af sér og keppti.  En að sjálfsögðu hefði verið æskilegra að hún hefði gengið líkamlega heil til skógar í síðustu keppnum.  Hún náði að klára og fannst þetta drullumall bara geðveikt.  Hún endaði í 9 sæti til Íslandsmeistara í sínum flokki og verður það bara ekki að teljast drullugott í ljósi þess að hún byrjaði að hjóla í janúar.

Annars urðu úrslit dagsins þannig, að í 85cc kvenna vann Signý, Bryndís var í öðru sæti og Margrét í þriðja.  Bryndís tryggði sér jafnframt Íslandsmeistaratitilinn og óska ég henni til hamingju með árangurinn í ár.  Signý lenti í öðru sæti til Íslandsmeistara og Margrét í þriðja eins og fram hefur komið.  Í 85cc drengja vann Eyþór og jafnframt tryggði hann sér Íslandsmeistaratitilinn.  Bjarki var í öðru sæti og Jón Bjarni í því þriðja.  Í opnum kvennaflokki kláraði Karen Arnadóttir mótið með glans, eða með fullt hús stiga úr öllum mótum sumarsins.  Það er því nánast óþarft að taka það fram að hún heldur Íslandsmeistaratitlinum áfram og er mjög vel að þeim titli komin.  Til hamingju Karen.  Í MX unglinga vann Heiðar og tryggði hann sér einnig Íslandsmeistaratitilinn.  Í öðru sæti var Ómar Þorri og Freyr var í því þriðja.  Í MX2 sigraði Gulli, Binni Morgan var í öðru sæti og tryggði hann sér jafnframt Íslandsmeistaratitilinn.  Í þriðja sæti var Pálmi.  Í MX1 kom Svíi sá, og sigraði.  Aron var í öðru sæti og Einar var í því þriðja.  Einar tryggði sér Íslandsmeistaratitillinn í MX1 og óska ég honum til hamingju með árangurinn og í raun öllum þeim sem náðu verðlaunasætum í sumar eða tóku yfirhöfðu þátt í mótum í ár.

Jæja, best að hætta þessu kjaftæði og snúa sér að því sem einhverjir eru að bíða eftir og það eru jú myndirnar.  En ég tók eitthvað á fimmtándahundrað mynda og fer eitthvað um 500 á þennan vef í dag.  Bein slóð á vefalbúmið er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/MX5-Bolalda/.  Það verður sérklausa um enduromótið sem fór fram á sunnudaginn og að sjálfsögðu myndir, eða um 300 talsins. 


Er að gefast upp...

Ég er alveg búinn að fá upp í kokk á vefapparatinu hjá mbl.is fyrir blog síðurnar.  Ég er búinn að kaupa 2GB myndpláss, en að setja inn fleiri en 10 myndir í möppu er bara nánast ekki hægt.  Til hvers í ósköpunum að vera selja pláss ef vefapparatið höndlar ekki einfalt "upload".   Þegar þetta er skrifað er orðið ljóst að ég mun hætta að nota þessa síðu á næstu vikum og virkja lénið motosport.is almennilega.  En það er lén sem ég mun nota í framtíðinni.  Til mbl.is, í guðana bænum lagið þetta drasl þannig að það sé hægt að setja inn heila möppu án þess að sambandið tapast á milli þess sem er að hlaða inn og netþjóns ykkar...

Ngage námskeið

Jæja, við fórum á Ngage námskeið í dag eða það er kannski réttar að segja að Margrét fór.  Námskeiðið var haldið í Bolöldu þar sem ekki þóttu margar aðrar brautir í standi fyrir þennan hóp.  Margrét á KX250F hjólinu mínuHann Elías í Jarðmótun stendur fyrir því að Gary skuli koma til Íslands og kunnum við hin, sem erum þiggjendur, honum bestu þakkir fyrir.  Ngage námskeiðið er að mínu mati góð námskeið og hann Gary virðist ná vel inn á fólk og er virkilega að módivera einstaklingana til að gera betur.   Alla vega það sem ég hef séð í sumar, er að hann hættir ekki fyrr en hann er orðin nokkuð ánægður með útkomuna.  Þó það þýði að það teygist aðeins á námskeiðstímanum.  Þetta kann ég að meta og Margrét er mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda.  Ánægja hennar endurspeglaðist í því að hún vildi fara strax aftur daginn eftir og var drullufúl þegar mér varð það á í messunni að tilkynna henni að það gengi ekki upp þar sem hjólið væri að fara í viðhald.  En það sprakk á framdekkinu hjá henni og einnig er afturbremsurnar orðnar eitthvað slappar, þannig að hún endaði á mínu hjóli í dag það sem eftir lifði námskeiðs og komst bara nokkuð bærilega frá því.  En það er mikið stökk frá KX85 two stroke yfir á 250cc four stroke.

Jæja, hvað sem því líður að þá tók ég nokkrar myndir í dag, svona eingöngu til að halda vélinni heitri fyrir mótið um helgina.  Fyrir þá sem hafa áhuga á að þá er bein slóð á myndirnar: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Ngagenamskeid/


Bolalda í gær, bara brilliant...:o)

Mikið hefur verið skeggrætt um Bolöldu og allt sem þar sé gert sé gert að vanhugsuðu máli.  Ja, ég er nú ekki mikill keppnismaður á hjóli og get því kannski ekki tjáð sem slíkur.  En sem leikmaður að þá verð ég nú hreinlega bara að segja að ég skil ekki þetta væl.  Að Bolalda sé ónýt og hún sé orðin of tæknileg fyrir byrjendur og jaríjaríjarí...  Þvílíkt kjaftæði!  Brautin er orðin nokkuð skemmtileg að mínu mati og margt sem hefur verið gert til að gera hana skemmtilegri.  Ekkert er fullkomið og brautin á sjálfsagt eftir að taka einhverjum lítilsháttar breytingum, en það á líka við þá ökumenn sem keyra þarna.  Menn væla yfir grjóti og vissulega er það hvimleitt, en ég sé ekki marga út í braut til að týna það úr.  Menn dásama Sólbrekku og hún er líka skemmtileg, en þar hef ég séð her manns við að týna úr grjót.  Án þess væri sú braut grjótbarið helvíti.  Ég t.d. fór 4x alla brautina í Sólbrekku þá daga sem hún var opin rétt fyrir mótið og týndi úr brautinni grjót.  Það er alltaf hægt að gera góða braut betri og það gerist eingöngu ef allir leggjast á eitt um að gera slíkt.  Það á líka við Bolöldu eins og aðrar brautir.

Jæja, best að hætta þessu tuði.  Fjölskyldan var alla helgina í Bolöldu, laugardagurinn var vinnudagur en sunnudagurinn var dagur þar sem fjölskyldan fór meira og minna að hjóla.  Ekki skemmdi að veðrið var með allra besta móti í gær.  Ég byrjaði á að hjóla upp í dal og síðan beint í braut.  Ég skemmti mér alla vega konunglega og veit að það sama gilti fyrir aðra fjölskyldumeðlimina.  Og svona til að toppa röflið í mönnum yfir brautinni, ef kerla getur hjólað brautina með rifin vöðva í öxl, að þá geta flestir heilbrigðir menn gert slíkt....Tounge    

Margrét og Bryndís að leika sérÉg tók nokkrar myndir af hástökkvurum dagsins, þ.e. Binna Morgan, Reyni, Sölva o.fl. og mun ég henda örfáum myndum inn í dag af þessum háloftafuglum.  Bryndís og Margrét skemmtu sér við að dúndra samhliða á stóra pallinn og náði ég nokkrum skemmtilegum myndum af því.  Að lokum vill ég þó minna fólk á 5 og síðustu umferð Íslandsmótsins í motocrossi á laugardaginn og síðustu umferð í enduro sem fer fram á sunnudaginn.  En báðar þessar keppnir verða haldnar upp í Bolöldu.  


Bikarmót VÍK -- engar myndir...:o(

Til að upplýsinga fyrir þá sem hafa spurt eða hafa farið á síðuna til að leita að myndum fyrir þetta kvöld, að þá ákvað ég að gefa myndavélinni langþráð og síðbúið sumarfrí.  Greyið vélin er orðin hokin af reynslu og fannst ágætt að slappa af heima yfir poppi og supercrossinu...Smile

Þannig að það voru engar myndir teknar af minni hálfu þetta umrædda kvöld.  Ég get lofað því að myndavélin mun snúa tvíefld til leiks á síðasta móti ársins.  Sjáumst hress. 


Loksins, loksins allar myndir komnar inn frá Sólbrekku

Gylfi #54Jæja, þetta hafðist.  Nú er ég búinn að setja hátt í 500 myndir frá keppninni á netið.  Þetta er samt ekki nema brot þar sem ég tók hátt í 1700 myndir.  En þetta verður að duga.  Þetta er búið að taka tímana tvo þar sem kerfi mbl.is er eitthvað búið að vera að stríða mér, en nú er það komið í lag...  Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.  Ég á svo einhverja videoklippu frá moto 3 í MX unglinga sem ég geri ráð fyrir að henda inn á síðuna, ef pláss reynist fyrir það. 

Að lokum vill ég minna á mótið í Bolöldu á miðvikudagskvöldið. 


Myndir frá Sólbrekku

Ég vonast til að geta klárað seint í kvöld að setja inn myndir frá Sólbrekkukeppninni.  Þetta verða eitthvað hátt í 500 myndir sem fara á vefinn, en ég er búinn að vera í veseni með netþjóninn hjá mbl.is þar sem það virðist vera einhver "internal error" þegar ég reyni að upphlaða myndir.  Það eru eingöngu komnar myndir frá kvennakeppninni og örfáar af 85cc drengja.  Því miður náði ég ekki að taka neinar myndir af fyrsta moto-i 85cc drengja þar sem sá tími sem líður á milli moto-a kvenna er það stuttur að mér veitir ekkert af tímanum til að fara yfir hjólin hjá skvísunum.  Drengirnir verða hreinlega að fyrirgefa mér þetta.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband