Fyrirkomulag keppninnar í Svíþjóð

Eftir því sem næst verður komist, að þá verður ekki sérstakur kvennaflokkur keyrður á þessu móti.  Eingöngu verða keyrðir tveir flokkar og verða þeir blandaðir báðum kynjum, ef svo ber undir.  Flokkanir eru MX open, sem er 125cc til 650cc, og 85cc.  Annars er dagskráin eftirfarandi:

Nordic Championship Motocross 2007

 
Time schedule Friday 26 Oct
Technical control:15:00 – 21:00

Time schedule

Saturday 27 Oct
Technical control:08:00 – 09:20
1st Jury meeting)
(Ballot starting position on gate)
09:30
85cc Free Practice:10:00 – 10:30
MX Open Free Practice:10.40 – 11:10
Riders Briefing: (at staring gate)11.30
Opening ceremony:
12:00
85cc Heat 1: (20min+2 laps)13:00 – 13.25
MX OPEN Heat 1: (25min+2 laps)13.35 – 14.05
Pause     14.05 – 15.00
85cc Heat 2: (20min + 2 laps)15.00 – 15.25
MX OPEN Heat 2: (25min+2 laps)15.35 – 16.05
Price giving:
(Individual in each class and team)
16.15
2nd Jury meeting)16.30
 

Uddevalla GP brautinni í Svíþjóð

Fyrir þá sem vilja skoða hvernig þessi Uddevalla GP brautinni í Svíþjóð lítur út, þar sem norðurlandamótið í motocrossi verður haldið 27 október, að þá getið þið farið inn á eftirfarandi slóð: http://www.mediazone.com/channel/motocross/motocross.jsp.  Þar eru keppnir frá því í FIM Motocross í sumar og eru þær flokkaðar eftir röð og landi.  Uddevalla er að sjálfsögðu með sænska fánanum.  Hægt er að "download-a" keppninni og horfa á hana með að gerast áskrifandi að MediaZone eða horfa beint í genum netið.  Athugið þið verðið að vera áskrifendur, en gjaldið er brandari fyrir heilt ár þannig að það ætti ekki að stöðva menn við að skoða flotta braut.  Fyrir utan að geta séð allar keppnir ársins í FIM og MXON í Bandaríkjunum núna í september. 

Norðurlandamót í Svíþjóð 27 október

Fyrir stundu var tilkynnt að við, Íslendingar, værum með þátttökurétt á norðurlandamót í motocrossi sem fer fram á Uddevalla GP brautinni í Svíþjóð.  Að vísu gekk þeim eitthvað treglega Svíunum að koma þessum upplýsingum á framfæri til okkar hér á skerinu, enda ekki nema von þar sem mjög langt er á milli landa og samgöngur mjög erfiðar....Tounge  Hvað sem líður að þá eru það 8 keppendur sem geta sótt um að keppa fyrir hönd Íslands 125cc - 650cc og 8 keppendur í 85cc.  Listi yfir þá einstaklinga sem unnið hafa fyrir hugsanlegum þátttökurétti liggur á eftirfarandi slóð: http://www.motocross.is/index.php?option=com_content&task=view&id=2070&Itemid=1

En samtals eru þetta 20 einstaklingar í 125-650cc og vekur þar athygli að einungis 1 keppandi úr opna kvennaflokknum er í þessu úrtaki og er það Karen #132.  Í 85cc flokknum eru það 12 einstaklingar sem lenda í þessu úrtaki og er kynjahlutfallið þar betra.  Þar eru Bryndís #780, Signý #542 og Margrét #686 sem geta sótt um að keppa.  MSÍ mun ekki koma til með að greiða niður kostnað vegna þátttöku keppenda og lendir þetta því alfarið á viðkomandi keppanda.  MSÍ mun aðstoða við skráningu og veita nánari upplýsingar um keppnina sjálfa, en ég hef ekki upplýsingar undir höndum um hvort að fulltrúi frá MSÍ verði á svæðinu. 

Við óskum þeim sem komust í úrtakið til hamingju, þar sem það er staðfesting á góðri frammistöðu í sumar.  En jafnframt auglýsum við eftir styrkjum keppendum til handa sem fara á erlendan vettvang fyrir hönd Íslands. 


Liðamyndun fyrir árið 2008 og smá hugleiðingar því tengdu

Það er ljóst að árið 2008 verður ár breytinga hjá sumum.  Alla vega hefur þessi fjölskylda gengið til liðs við Yamaha Racing ásamt Kjartani, JóaKef sem verður liðstjóri og Guðnýju.  Aron, Heiðar og Stebbi gengið til liðs við Team Nitro Kawasaki.  Stóra spurningin á þessu ári er hvað KTM mun gera þar sem eitthvað hefur hópurinn verið að þynnast hjá þeim og hafa þeir misst nokkra afbragðs ökumenn eins og sést að framantöldu.  Einar púki, Gulli og Raggi heimsmeistari munu vera áfram á KTM og ég veit ekki betur til en að Sölvi og Bryndís munu einnig halda áfram hjá KTM.  Viktor, sem hefði getað skipað stóran sess í 2008 tímabilið hér á landi, fer að öllum líkindum aftur til Bandaríkjanna og skyldi það engan undra ef slíkt tækifæri er í boði.  

Hvað Honduliðið snertir að þá veit ég ekki mikið um hvað er að gerast þar, nema það að Binni Morgan er þar tvístígandi þar sem hann veit ekki hvort hann eigi að dempa sér í MX1 hópinn á 450 hjóli eða halda áfram og reyna að verja núverandi Íslandsmeistaratitill í MX2 á 250 hjóli.  Ég verð þó að segja að ég get ekki verið meira sammála Binna Morgan um umfjöllun á MX2 og MXB.  Í raun er það skammarlegt hvernig fjallað er um suma flokka og aðrir heiðraðir sérstaklega. 

Mér finnst í raun að alls konar siðferðis spurningar hafa vaknað með aukinni þátttöku allra aldurshópa og þá sérstaklega aukinni þátttöku kvenna í sportinu sem við, sem stundum þessa íþrótt verðum að spyrja okkur og taka efnislega afstöðu til.  Af hverju er t.d. eingöngu byrjendaflokkur hjá körlum en ekki konum?  Okkur þykir sjálfsagt að launa okkur, þeim sem erum með rana, sérstaklega fyrir að koma og taka þátt en það skiptir engum toga þegar kemur að konum að þá skulu þær bara dempa sér í stóra slaginn með þeim sem eru orðnar ansi "hardcore" motorcrosskeppnisfólk eins og t.d. Karen o.fl.  Þarf ekki líka að umbuna þessum stelpum sem eru nýjar í sportinu og hvetja þær til áframhaldandi iðkun, ekkert síður en okkur körlum?  Það verður ekki hjá því litið að mesta aukning í keppnum árið 2007 hér á landi var drifin af kvenkynsökumönnum.  Af hverju er ekki verðlaunað fyrir nýliða ársins í öllum greinum?

Óliver komin í Yamaha gírinn...:o)Nú munu kannski margir líta upp og segja, já það er ekki nema von að hann er að röfla.  Hann á jú tvo þátttakendur í kvennakeppninni.  En menn mega ekki gleyma að þó ég telji mig ekki beint vera á besta aldri sjálfur til að byrja að keppa og í ljósi þess að ég byrjaðu sjálfur að hjóla í september í fyrra 39 ára gamall, að þá á ég ungan son sem er 9 ára og mun að öllum líkindum eiga eftir að stíga einhver skref á keppnum í framtíðinni hér á landi.  Málið er mjög einfalt, að með tilkomu kvenna í sportið, að þá hefur sportið fengið á sig nýja og ferskari ímynd.  Ímynd sem við, hjólafólk, getum nýtt okkur til góðs og drepið marga þá fordóma sem umlykur þetta sport hér á landi.     


Laannnnggiiiisssannndur (Langisandur)...:o)

Þá er Langasandskeppnin afstaðin og var þetta nokkuð skemmtileg keppni þó veðurguðirnir hefðu svo sannarlega mátt vera okkur hliðhollari.  Skítaveður, ef maður á að tjá sig á einfaldan máta.  Ekki kepptu jafnmargir og venjulega, en öllu jafna hafa verið rúmlega 100 keppendur skráðir í motocrossmótin í ár en um 60 manns voru búnir að skrá sig fyrir lok skráningartíma en eitthvað bætist við á sjálfan keppnisdaginn.  Langisandur er nokkuð skemmtilegur keppnisstaður en hann á þó einn galla, og það er að hann er langur eins og nafnið gefur til kynna þannig að maður náði ekki að fylgjast með neinu sem gerðist á síðari hluta brautarinnar og svo öfugt ef maður færði sig.  En þrátt fyrir það, frábært að geta keppt í þessari fjöru og skemmtileg stemming sem skapast á svæðinu.  Því miður urðu menn frá keppni að hverfa eftir "hnjask" eins og Bjarni Fel. myndi orða það.  En Ásgeir #277 og Aron #66 urðu að hætta keppni ásamt syni þulsins sem ég man ekki hvað heitir.

Brjálaða Bína í ham á nýja YZ125 hjólinu sínuÉg var hæstánægður með kerlu (brjáluðu Bínu), sem var að keppa í fyrsta sinn á nýju hjóli (Yamaha YZ125) sem var varla tilkeyrt, en hún hreinlega brilleraði þrátt fyrir lélegt start og endaði í 5 sæti.  En hún keppti á hólinu eins og það kemur beint "out of stock", fyrir utan lækkun á því.  "Hjólið bara svínvirkar og geðveikt að keyra það", eins og hún sagði að keppni lokinni hæstánægð með árangurinn.  En Björk er að verða þannig, að eftir því sem aðstæður eru meira "extreme" því skemmtilegri þykir henni að taka þátt.   

Margrét var ekki alveg jafnfljót að finna sig eins og mamma sín, en var samt farin að koma til þegar á leið.  Hún endaði í 8 sæti í það heila í opna kvennaflokknum, en hún var nánast varla búin að keyra hjólið í nema um 30 mínútur áður en hún keppti á því í þessari keppni.  En hún er á Yamaha YZ85 og mun keyra á henni næsta tímabil.  Henni finnst hjólið vera kvikara en það "gamla".  Helga #183 lenti í 9 sæti en hún var líka að keyra nýtt hjól sem hún steig í fyrsta sinn á, beint í þessa keppni.  Nú er bara að spýta í lófann stelpur og bæta í...Wink

Margrét að byrja að fíla hjóliðAð öðrum nýjum liðsfélögum okkar var það að frétta að Kjartan #274 var að keyra rosalega vel á nýju YZ125 hjólinu og var í stóru keppninni lengi vel í 10-12 sæti en varð því miður frá að hverfa þegar stutt var eftir þar sem vatn komst í loftsíuna og hann ákvað að stoppa í stað þess að valda skemmdum.  Skynsamur strákur það.  En hann var/er að fíla þessa nýju YZ125 í ræmur og fannst hjólið skila "powerinu" mjög skemmtilega og hjólið hafa mjög gott "traction".  Halli #182 lenti í þriðja sæti í MX2 og var að finna sig vel á YZ250F.  Björgvin #42 lenti í 4 sæti í MX1 á YZ450F og var óheppinn.  Nánari upplýsingar um úrslitin er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.msisport.is/content/files/public/html/mylapsscript.html?eventid=255430

Þá er komið að því sem einhverjir hafa sjálfsagt verið að bíða eftir, en það eru myndirnar.  Jú, ég skaut í hátt í þúsund myndir þennan dag.  Ég er að byrja á henda þessu inn og á stærsti hluti þeirra að vera komin á vefinn fyrir miðnætti í kvöld.  En bein slóð á myndirnar verður: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Langisandur2007/   


Fjölskyldan gengin Yamaha á hönd

Já, það verður heldur betur breyting hjá fjölskyldunni fyrir næsta tímabil, en sú ákvörðun hefur verið tekin að ganga til liðs við Yamaha Racing.  Sem sagt, fjölskyldan mun aka á bláum hjólum á næstunni og munu mæðgurnar keppa fyrir þeirra hönd frá og með deginum í dag.  En er það mun líkara HP merkinu en Kawasaki...:o)  Ég vil taka það skýrt fram að við skiljum við Team Nitró Kawasaki í mesta bróðerni og óskum þess liðs alls hins besta í framtíðinni, þó krafta okkar njóti ekki á næstunni og þökkum fyrir nýliðið keppnistímabil.  Á sama tíma hlakkar okkur mikið til að takast á við ný verkefni með Yamaha Racing Team í samvinnu við Motormax.  En það eru virkilega spennandi tímar framundan hjá því liði og mikill hugur í mönnum þar sem aðalatriðið verður fyrst og fremst liðsheild og skemmtilegheit.

Fjölskyldan að sækja nýju hjólin í dagMæðgurnar munu taka sín frumskref í keppni á splunkunýjum Yamaha hjólum á morgun, í keppninni á Langasandi.  Er það ágætis vettvangur til að læra og kynnast nýju hjóli.  En við fengum fyrstu hjólin afhent í dag í Motormax en á myndinni hér til hliðar sést þegar hópurinn kom ásamt Kjartani, sem jafnframt er nýgenginn til liðs við Yamaha Racing, sækja hjólin.  Við viljum þakka Motormax fyrir frábærar viðtökur og já, þetta á eftir að verða skemmtilegt tímabil framundan.  Sjáumst á Langasandi á morgun.  Vonandi skánar blessaða veðrið fyrir sjálfa keppnina, annars er hætt við að það verði MJÖG blautt á morgun...Frown  


Ný braut á Hellu prófuð

Við fórum, þrátt fyrir bilaða veðurspá, á Hellu á sunnudaginn til að prófa nýju motocrossbrautina sem þar er nýbúið að leggja.  Ferðin austur gekk þokkalega þrátt fyrir mikinn vind og töluverðar kviður sem tóku vel í.  Á Hellu var ekki einungis verið að vígja nýja braut, heldur var þar líka í gangi torfærukeppni í "Formula Off-Road".  Ekki þarf að tíunda miðað við framgreindar veðurlýsingar hvernig aðstæður voru, en þær voru satt að segja afar daprar.  Geysilegt sandfok var á svæðinu og var vart verandi á svæðinu án þess að vera með hlífðarbúnað því annars voru öll vit full af mold og sandi. 

Halli að berjast við rokið og sandinnBrautin sjálf var eins og menn orðuðu það, þægileg.  Ekkert "fansí" og að margra mati áreynslulaus.  En ég tek það fram að ég prófaði hana ekki sjálfur þar sem mér datt ekki í hug að hjóla við þessar aðstæður.  Það verður ekki sama sagt um Brjáluðu Bínu þar sem hún fór með trukki og dýfu út í braut og fékk nýtt viðurnefni fyrir vikið, eða "Roadrunner".  Þar sem hún keyrði bara helming brautar og svo veginn til baka sökum vinds...Smile  Halli og Kjartan fóru einnig í brautina ásamt Erni og fjölskyldu (Karen, Aron og Co.).  Einhverjir fleiri spreyttu sig á henni, en þekki þá ekki með nafni. 

Hvað sem líður að þá fögnum við allir sem einn tilkomu nýrrar brautar og það er ávallt gleðiefni þegar úrvalið eykst í okkar brautarflóru.  Ég tók nokkrar myndir af mönnum við að reyna keyra við þessar erfiðu aðstæður og má sjá þær á eftirfarandi slóð: http://sveppagreifinn.blog.is/album/BrautarvigslaaHellu/.  Fyrir þá sem stóðu og standa að brautinni vill ég óska til hamingju með árangurinn og þá vinnu sem þið hafið lagt af hendi.  Við eigum eftir að sjást þarna í vetur...:o)


Rangar upplýsingar í nótt

Íslensku strákarnir lentu í B-flokki en ekki í A eins og SMS skeytin sem við fengum í nótt gáfu til kynna um.  Ég veit ekki lokastöðu, en veit að Valdi lenti í 19 sæti, Einar í 22 sæti og Aron í 24 sæti af 30.  Til hamingju með þetta strákar, við erum stolt af ykkur.   Því miður fengum við ekki að sjá B-flokkinn en erum að horfa í akkúrat núna á útsendingu frá A-flokki. 

ÁFRAM ÍSLAND!

Strákarnir okkar náðu þeim einstæða árangri í gær að komast í gegnum niðurskurðinn á MXON.  Þannig að við getum horft á strákana okkar keppa í dag á Eurosport og í gegnum Mediazone.com.  Þetta er frábær árangur og skora ég á alla að fylgjast nú með þeim í dag.  Útsending byrjar um klukkan sex í dag.  Til hamingju strákar, þið eruð langflottastir....:o)  Það er greinilegt að þeir ætla að verða okkur til sóma þarna úti.  En fyrir þá sem ekki vita að þá þurftu þeir að fara í undanrásir þar sem þeir kepptu við 3 bestu frá 35 löndum í heiminum.  Aðeins 20 lönd áttu möguleika á að komast áfram og eiga fulltrúa í þessari keppni sem fer fram í dag.  Þeir náðu þessum einstæða áfanga og í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem við sendum landslið út í motocrossi að þá er þetta frábær árangur.  ÁFRAM ÍSLAND!

Áfram strákar...

Jæja, þá er stór helgi framundan.  Það er ekki nóg með að strákarnir okkar séu að fara að taka þátt í sinni fyrstu alþjóðlegri motocrosskeppni, heldur er þetta líka síðasta helgin fyrir Langasandskeppnina sem nýbúið er að auglýsa.  Mér skilst að keppnin í fyrra hafi verið afskaplega vel heppnuð, en því miður vegna veikinda að þá gátum við ekki orðið vitni af henni og verðum því að treysta á orð annarra.  Nú vonum við að breyting verði á og Margrét er alla vega harðákveðin að taka þátt og Björk ætlar að prófa að hjóla um helgina, þó að stutt sé síðan hún kom úr aðgerð.  Vonandi fer hún sér ekki að voða... Wink

Planið um helgina er að fara til Þorlákshafnar á laugardaginn, koma heim með látum til að horfa á útsendingu frá MXON.  En fyrir alla þá sem ekki vita að þá er hægt að kaupa sér aðgang á netinu í gegnum MediaZone.  En þeir senda beint í gegnum netið og hægt er að kaupa sér aðgang á eftirfarandi slóð: http://www.mediazone.com/channel/motocross/index.jsp?utm_source=mzhp&utm_medium=logo&utm_campaign=mzhp_logo_moto_81307.  Hægt er að kaupa sér eingöng frá MXON eða kaupa sér ársáskrift.  Ég ætla alla vega ekki að missa af neinu.  Aðalkeppnin fer svo fram á sunnudag.  Útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 GMT.  Fyrir þá sem vilja fylgjast með strákunum okkar, að þá hefur Binni Morgan verið mjög duglegur að blogga um ferðina út og kann ég honum bestu þakkir fyrir, frábært framtak Binni.  En hægt er að skoða síðuna hans Binna á www.morgan.is.   Nú er litur eða lið aukaatriði og hendum þessum ríg fyrir borð og styðjum piltana eins og hægt er.  Get ekki beðið eftir að sjá þá um helgina.  ÁFRAM ÍSLAND!    


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband