Laugardagur, 27. október 2007
Margrét is back....:o)
Loksins, loksins. Eftir að vera búin að vera meira og minna andlega fjarverandi á hjólinu síðustu 4 vikurnar, að þá fann Margrét sig aftur í dag á hjólinu hennar mömmu sinnar YZ125. En fjölskyldan, fyrir utan Óliver, brá sér til Þorlákshafnar til að hjóla og hitti þar fyrir Teddu, Sölva og bróðir hans og einhverja fleiri. Kom mér samt á óvart hvað voru fáir. En hverju sem líður að þá var gaman að sjá hvernig Margrét fann sig loksins aftur á hjóli. Hún er eitthvað búin að vera að "væflast" á þessu síðustu vikur og sýnt frekar lítin áhuga. Nú verður vinkonan að spýta í ef hún ætlar að komast með og geta klárað keppni í Texas. Það gerði hún í dag, en úthaldið er ekkert mikið þessa dagana og þarf hún að vinna hratt fram í því til að ná því upp áður en hún fer út.
Brautin í Þorlákshöfn var góð, nýlöguð og því laus í sér þar sem engar línur höfðu myndast, en mér fannst hún góð. Í raun finnst mér þessi braut mjög skemmtileg og ég skil ekki fólk sem er að væla yfir henni, en það er kannski bara ég...:o) Margrét fílaði Yamaha YZ125 hjólið í ræmur og Halli! Nú þurfum við aðeins að ræða saman...:o) Mig vantar nefnilega eitt stykki YZ125 fyrir stelpuna..:o)
Tók nokkrar myndir í dag og setti á netið. Bein slóð er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/27november2007/
Fimmtudagur, 25. október 2007
Nýjasta útrásarverkefni Íslendinga?
Jæja, það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því mæðgurnar eru búnar að taka ákvörðun um að taka þátt í stærsta kvennabikarmóti sem haldið er í San Antonio, í Bandaríkjunum dagana 21-24 nóvember næst komandi. Munu þær, og við feðgarnir sem sérstakir andlegir styrktaraðilar, bætast í hóp þriggja kvenna sem nú þegar hafa ákveðið að fara út. En það eru Tedda í Nitró, Aníta Hauksdóttir og Karen Arnadóttir. Þetta verður sjálfsagt heilmikill upplifun fyrir þær að taka þátt í svona keppni á erlendri grundu og verður spennandi að sjá hvernig gengur. Að vísu er eitt lykil markmið í ferðinni og verður það ófrávíkjanleg regla. Markmiðið er að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera til.
Má þar með segja að útrásarverkefni Íslendinga hafa fengið nýja talsmenn og virðist engan enda taka hvað okkur Íslendingum dettur í hug að flytja út...:o) En eins og þið vitið að þá eru íslenskar konur þær lang fallegustu í heimi, þannig að með þessu erum við að fríkka hóp nú þegar fallegra kvenna sem taka þátt í motocrossi á heims vísu. Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta útrásarverkefni tekst til, því ég veit að þær munu vekja mikla eftirtekt...:o)
Nei, öllu gamni sleppt að þá er þetta heljarinnar ævintýri og öll aðfangastýringinn mikill. Aðal málið virðist þó vera að útvega sér hjól þarna úti og eru engar hjólaleigur á öllu þessu stóra svæði. Tvennt er í stöðunni, annars vegar að kaupa nýtt hjól eða kaupa notað. Ekkert annað er þarna á milli þar sem það svarar ekki kostnaði að flytja hjólin út frá Íslandi.
Ég hef hugsað mér að flytja smá fréttir af keppninni á þessa síðu og einhverjar myndir. Svo framarlega sem ég komist í internet samband. Fyrir þá sem hafa áhuga að þá getið þið lesið meira um þessa keppni í viðhenginu sem fylgir þessu bloggi.
Miðvikudagur, 24. október 2007
Mönnum hlaupið kapp í kinn
Nú eru heldur betur þau tíðindi að gerast á skerinu að nokkrir hugdjarfir menn keppast við um það að verða sá fyrsti til að taka "backflip" á Íslandi. Akureyringurinn, sem gengur undir nafninu Kristó, gerði heiðarlega tilraun alls ekki fyrir löngu og er video til að tilraununum sem hægt er að horfa á eftirfarandi slóð: http://youtube.com/watch?v=I3ptCjLhz10. Ekki mynda ég hætta lífi og limum fyrir slíkt athæfi, en ég verð þó að taka að ofan fyrir Kristó fyrir að þora.
Nú hefur annar aðili bæst í þetta kapphlaup og er það JóiKef sjálfur, in person. JóiKef er búin að stilla upp ramp á ónafngreindum stað hér suður með sjó og átti að reyna stóra stökkið á laugardaginn. En vegna veðurs varð ekkert úr því hjá honum. En hann stefnir ótrauður á stökkið. Hann er að vísu í Svíþjóð núna,að aðstoða Yamaha drengina í Norðurlandamótinu. En tekur sjálfsagt upp við áætlanir sínar að stökkva þetta stökk sem fyrst.
Þriðjudagur, 23. október 2007
Bolalda rokkar feitt...:o)
Fjölskyldan brá sér í Bolöldu á sunnudaginn. Var ég svona hæfilega bjartsýnn á brautin væri í lagi í ljósi roks og rigningar deginum á undan, en þá máttum við frá hverfa. Brautin var hreint út sagt frábær... Það eru ár og öld síðan ég hef dottið í þvílíkan gír og hjólaði ég rúmlega 40 hringi í einum rykk. Ég er hryllilega ánægður með nýja Yamaha YZ250F hjólið mitt og virðist það hjól henta mér mjög vel. Björk lenti í smá veseni með sitt hjól, en svo virðist sem splitti hafa yfirgefið sinn stað í afturdemparanum með þeim afleiðingum að ein skinnan fór í keng og allt stopp. Var hjólið eins og "chopper". Þetta gerðist þegar Kjartan #274 fékk aðeins að prófa hjólið hennar Bjarkar og var hann varla komin af stað út í braut þegar þetta gerðist. Höfðu gárungar það á lofti að nú hefði Kjartan "sprengt" brjáluðu Bínu...:o)
Björk tók eitthvað af myndum og eru sumar nokkuð dökkar sökum birtu skilyrða. En ég hendi eitthvað af þessu inn. Bein slóð á myndirnar er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Sunnudagur_Bolalda/
Laugardagur, 20. október 2007
Ritdómur um Hondu CRF250 og tilraun til að hjóla í dag í Bolöldu
Fyrir þá sem hafa áhuga að þá er ég búin að þýða lauslega grein sem birtist í desember útgáfu Motorcross Action Magazine fyrir nokkrum dögum um þeirra álit á 2008 árgerðinni af Hondu CRF250. Ég tek það skýrt fram að eingöngu er um þýðingu að ræða, en ekki mitt persónulega mat á hjólinu þar sem slíkt hjól hef ég ekki keyrt ennþá og er því alls ekki dómbær á það hvort það sé gott eða slæmt. En þið getið séð ritdómin á www.motorsport.is.
Annars gerðum við frúin tilraun til að hjóla í Bolöldu í dag. Veðrið bauð að vísu ekki upp á neinar stórkostlegar æfingar og fauk maður til á nánast öllum pöllum sem eru í brautinni og var því aksturinn í samræmi við það. Það kom mér þó á óvart tiltölulega gott ástand brautarinnar í ljósi rigningar síðustu daga. En á heildina var hún bara nokkuð góð. En að sjálfsögðu voru komnir 2-3 drullukaflar í brautina sem voru varasamir eins og fyrr daginn. Hjóluðum líka upp í dal, gátum leyft okkur það þar sem við vorum bara tvö. Var það bara ágætt og er brautin upp frá í góðu ástandi. Stóra spurningin er hversu lengi verður hægt að hjóla þarna vegna komandi snjóa í vetur.
Föstudagur, 19. október 2007
Reynsluakstur hjóla og dómar fyrir 2008 árgerðirnar
Næstu daga ætla ég að þýða einhvern hluta af greinum er birtast í Motocross Action Magazine (MAM) um þeirra álit á 2008 hjólunum. Sagt er í US að ef það er einhverju blaði að teysta í Bandaríkjunum með dóma á hjólum að þá sé það MAM. En gefið hefur verið sterklega skyn að önnur blöð séu mjög lituð í umfjöllun sinni um hjólin eftir því hvaða framleiðandi á í hlut m.t.t. auglýsingarhlutfall þeirra í blöðunum. En MAM virðist ekki vera að skafa neitt af því og lætur framleiðendur hjóla heyra það óþvegið, ef það er eitthvað sem þeim líkar ekki.
Ég er ekki búin að gera það upp við mig hvort þessir úrdrættir birtast á þessari síðu eða á www.motosport.is en það á eftir að koma í ljós og verður það upplýst á þessari síðu. Geri samt ráð fyrir að nota þessa dóma á www.motosport.is þar sem þessi bloggsíða á að vera meira á persónulegu nótunum heldur en hin. Geri ráð fyrir að birta fyrstu ritdóma um hjólin um helgina og tek ég þá fyrir Honda CRF250, Kawasaki KX450F, 250cc 2T 2008 shoutout.
Mánudagur, 15. október 2007
Fyrsti aksturinn á YZ250F, hjólinu mínu
Jæja, þá er maður loksins búið að fá hjólið sitt. Það var mikil gleði að sækja það á föstudaginn og var stefnt á að hjóla á laugardaginn. En allt kom fyrir ekki og kom annað upp á sem gerði það að verkum að það vannst ekki tími til að prófa hjólið, þ.e. sitt eigið hjól. Á sunnudaginn var aftur á móti tekin ákveðin stefna að prófa hjólið og aldrei þessu vant fórum við hjónakornin saman án barnanna að hjóla. Það er alltaf svo lítið skrýtið að hjóla án þeirra, en þetta var bara gaman.
Hvernig virkaði svo hjólið? Jú, það svínvirkar og er ég mjög ánægður með það. Standard fjöðrunin í þessu hjóli er mjög góð og mér finnst auðveldara að keyra hjólið, þ.e. beita því og þreytist ég síður. Í byrjun er það nú samt powerbandið sem maður finnur helst muninn á. Powerbandið í YZ250F er mun mýkra og virkar eins alla leið í gegn, eða m.ö.o. jafnt og þétt alla leið í gegn. En t.d. Kawasaki KX250F powerbandið virkar meira "brutal" þegar kemur inn í miðju powerbandsins, alla vega hvað 2007 árgerðina snertir. Það skal þó tekið fram að upplifun hvers og eins er einstaklingsbundinn og það sem hentar mér, þarf ekki að henta næsta manni. Á heildina litið er ég mjög sáttur við hjólið miðað við fyrsta akstur. Ég er ekkert farin að persónugera hjólið (pimp my ride), þ.e. aðlaga það að mér en við slíkt breytist upplifunin á hjólinu töluvert.
Sunnudagur, 14. október 2007
JóiKef stóð við stóru orðin...:o)
Hann JóiKef þufti að standa við stóru orðin í kvöld er hann þurfti að aka niður Laugaveginn á vespu eingöngu á G-streng. það þarf ekki að fjölyrða en að þessi uppákoma vakti nánast heimsathygli í miðbæ Reykjavíkur, en hún fór fram laugardagskvöldið (í gær) rétt fyrir 10. Ástæða þessarar uppákomu var að JóiKef hafði farið í veðmál við Hlyn í Bernard og Guðna úr Keflavík um að ef þeir misstu ákveðin kílóafjölda fyrir ákveðin tíma, að þá myndi sá sem tapaði veðmálinu þurfa að fara niður Laugarveginn á G-strengnum einum saman. Ekki nóg með það, heldur máttu þeir sem unnu veðmálið velja G-strenginn.
Hlynur sem sagt vann veðmálið og valdi fallegan bláan G-streng sem leit út eins og fílshöfuð með rana og tilheyrandi fyrir vinin hans JóaKef, svo honum yrði ekki kalt..:o) Margur hefði nú bakkað út úr þessu veðmáli, en hann JóiKef stóð við stóru orðin og fór niður Laugaveginn með tilheyrandi látum. Vakti uppátækið það mikla eftirtekt að Norskar konur hlupu á eftir JóaKef og báðu hann um að koma með sér í einkasamkvæmi sem var í sal hjá veitingastaðnum Lækjabrekku. Fyrst vildi JóiKef ekkert við þær tala, en eftir hvatningu nærstaddra lét hann verða af því og labbaði sperrtur í gegnum veislusalinn fullan af norskum konum sem hreinlega töpuðu sér af kæti....:o)
JóiKef hafði það að orði að þetta yrði hans allra síðasta veðmál á lífsleiðinni og skyldi engan undra...:o)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Yamaha YZ250F 2008 árgerð að koma, hjólið mitt þar á meðal...:o)
Jæja, loksins er maður að fá hjólið sitt....:o) En ég get varla beðið eftir að fá nýja hjólið til að hjóla á nú um helgina. En YZ250F er að detta í hús hjá Motormax í dag og á að hefja samsetningar strax. Ég geri ráð fyrir að geta sótt hjólið á morgun. Já, maður er orðin það háður þessu dóti, að maður verður hálf pirraður í skapi ef maður kemst ekki að hjóla í það allra minnsta 1x í viku. En nú er biðin á enda og ég á að geta tekið gleði mína á ný...:0)
Fyrir áhugasama að þá skora ég á ykkur að fara og kíkja á nýju hjólin hjá Motormax. En fyrir þá sem eru ekki viss að þá lítur hjólið svona út og mitt verður blátt en ekki hvítt. Gaf eftir eftir með hvíta hjólið vegna gífurlegrar eftirspurnar.
Mánudagur, 8. október 2007
Skroppið í Bolöldu
Hluti fjölskyldunnar skrapp í Bolöldu í dag í blíðskaparveðri ásamt Yamaha Racing Team. Margrét var fjarri góðu gamni þar sem hún var í Vestmannaeyjum á einhverju landsmóti sem ég man ekki hvað hét. Ekki verður hægt að kvarta yfir aðstæðum í dag, nema þá einna helst að sólin er farin að verða ansi lág á lofti og blindar þegar ekið er upp ákveðnar brekkur í brautinni. Annars var allt "príma". Að vísu var ég ekki að hjóla þar sem ég er hjólalaus í dag, fæ nýja Yamaha YZ250F í næstu viku og get varla beðið. Þannig að ég mundaði myndavélina í gríð og erg og var skotið hátt í 700 myndir.
Ekki voru margir á svæðinu þegar við mættum, en það átti eftir að breytast og áður en varði var allt orðið fullt af fólki sem gerir þetta bara skemmtilegra. Viktor og Freyr voru eins og beljurnar sem hleypt er út á vorin tóku vel á því. Kjartan er að fíla nýja YZ125 betur og betur og er farin að stökkva stóra pallinn við húsið, en æ fleiri eru farnir að ná yfir þann pall. Aron #131 var líka nokkuð sprækur. Bryndís varð fyrir því óhappa að lenda illa á stóra pallinum, en betur fór en á horfðist. Eftir allt var þetta bara góður dagur í Bolöldu, en það er að verða ansi langt síðan við hjóluðum þar síðast.
Setti nokkrar myndir inn og má finna þær á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Boalda7september
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
- Bert veldur miklu raski á Bretlandseyjum
- Einn handtekinn eftir að kona fannst látin
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu