Þriðjudagur, 27. nóvember 2007
Nýkomin heim frá USA
Jæja, erum nýstiginn inn úr dyrunum heima eftir einhverja þá ævintýralegustu ferð sem ég hef farið í lengi. Heimferðin gekk heldur betur brösuglega og réðist það ekki fyrr en á síðustu stundu, í orðsins fyllstu merkingu, hvort við náðum flugvélinni heim frá Baltimore. En við lentum í því að vélin sem við fórum með gat ekki lent á þeim flugvelli sem til var ætlast í byrjun og lenti hún því í Richmond. Í stað þess að hleypa okkur frá borði, að þá var eldsneyti sett á vélinni og hún lenti svo á Dulles flugvellinum tæpum þremur tímum á eftir áætlun. Þá voru góð ráð dýr því við áttum eftir að taka leigubíl frá Dulles til Baltimore og þetta var á háanna tíma í umferðinni og allir á leiðinni til síns heima eftir Thanksgiving. Öllu jafna tekur þessi ökuferð rúman klukkutíma, en eftir aðeins 10 mínútna akstur vorum við föst í umferðateppu rétt fyrir utan Dulles flugvöllinn og 45 mínútur í brottför frá Baltimore. Við vorum satt að segja löngu búin að gefa upp alla von að ná vélinni heim þegar allt í einu var eins og flóðgáttin opnaðist og leigubílstjórinn gat sett pinnann í gólfið. Við vorum mætt fyrir framan innritunarborðið 12 mínútur í brottför og viti menn að þá náði stöðvarstjóri Flugleiða að kreista okkur inn í vélina með einhverjum undraverðum hætti. Þakka ég þeim kærlega fyrir liðlegheitin því ef til þess hefði ekki komið, að þá hefðum við þurft að dúsa 2 daga í viðbót í Bandaríkjunum þar sem ekkert flug var á döfinni fyrr.
Eins og áður segir að þá var þetta mikil ævintýraferð og kom þessi keppni verulega á óvart. Er hægt að skrá sig í marga mismunandi flokka sem gerir það að verkum að einn og sami keppandinn getur keppt í allt að 6 keppnum sama daginn við miserfiða andstæðinga. Þarna voru keppnir fyrir krakka á aldrinum 4 ára og upp í 40+ og var keppt frá fimmtudegi til og með sunndeginum. Þannig að þátttakendur voru að fá heilmikið fyrir sinn snúð í þessari keppni. Var bæði keppt í karla og kvennakeppni og máttu konur taka þátt í karlakeppnum líka sem gerði úrvalið ennþá meira fyrir þær en ella.
Ég mun fjalla ítarlegar um þessa keppni á næstu dögum og fara í gegnum myndasafnið. En ég tók í hátt í 3000 myndir í þessari ferð. Nú ætla ég að leggja mig í 1-2 tíma þar sem við náðum ekkert að sofa í vélinni á leiðinni heim. Svona rétt til að ná smá orku, enda erum við á síðustu bensíndropanum núna. Þar til er hér mynd af Björk (brjáluðu Bínu) þegar hún er að tryggja sér 3 sæti í VET 25+. En svona til að þið ruglist ekki í ríminu að þá var hjólið merkt með númerinu hennar Margrétar og þar sem um einungis eitt hjól var um að ræða að þá var ekki verið að standa í því að skipta um númer, heldur fengu þær að nota sama númerið á hjólinu sem auðvelduðu hlutina til muna.
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Hey, it has been raining in Texas
Er ad komast a netid i fyrsta sinn i langan tima. Keppnin hefur gengid mjog vel. Bjork lenti i 3 saeti i 25+ flokk og i 5 saeti i 40+. Teddu gekk mjog vel i 40+ og var i 3 saeti. Allt buid ad vera a floti sidustu 2 daga og satt ad segja buid ad rigna stanlaust og eins og allt annad i Texas, ad thegar thad rignir ad tha rignir. Laga stafsetninguna thegar eg kemst i tolvu med islensku lyklabordi. Vonandi verdur thad a morgun. Karen nadi 3 saeti i 80cc+ OPEN sem er frabaer arangur. Haukur gerdi einhverjar krusidullur sem eg man ekki hverjar voru. Man ekki oll urslit en mun koma med thau eftir 2 daga. Thar til, hlakka til ad komast heim i rumid MITT...
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Á leið til San Antonio
Jæja, nú sitjum við á Dulles International Airport og bíðum eftir flugi til San Antonio. Ég ætlaði að reyna að breyta fluginu eitthvað en það er gjörsamlega vonlaust þar sem á sama tíma er Thanksgiving í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu ein af þungarvigtarhelgum í ferðalagi. Alltaf jafn heppinn...:o) Við lendum í San Antonio kl.20 að US tíma. Þaðan tökum við bílaleigubíl til CycleRanch MXPark og ættum að komast þangað um kl.21.
Það er eins gott að við gleymum ekki miklu þar sem eitthvað er um að búðir séu lokaðar út af þessari hátíð. Það er kaldara í Washington heldur en á Íslandi þegar við fórum, en það lagast þegar við förum suður til San Antonio. So far höfum við bara kynnst hótelum og flugvöllum. Óliver er yfir sig hrifinn af Bandaríkjunum og að sjálfsögðu hefur hann spurt. "Pabbi! Af hverju er allt svona stórt í Bandaríkjunum?". Annars held ég þetta hafi fyrst og fremst stafað af því að það voru svo margar teiknimyndarásir í sjónvarpinu og hann fékk mikið á matardiskinn þegar það var pantað...:o) Nú er ekkert meira fram undan í bili nema bið og er þá ekki komin tími á einn kaldann á meðan á henni stendur...:o) Heyrumst á morgun.
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Half way there...:o)
Jæja, þá erum við lögð af stað í þetta mikla ævintýri, þ.e. Texas ferðina miklu. En við lögðum í hann kl.17 í dag og lentum í Baltimore sex tímum seinna. Maður var orðin ansi þreyttur á setunni, en þetta bjargaðist. Óliver og Margrét eru búin að vera að deyja úr spenningi í allan dag og endurspeglaði það allt atferli þeirra í dag. Við erum í för með Karen, Kristínu (móðir Karenar), Teddu, Hauk og Anítu. Mín reynsla af Hauki í flugvél er að hann mun seint teljast til flugdólga þar sem hann einfaldlega settist niður í sætið sitt og síðan heyrðist hvorki hósti né stuna fyrr en við stigum frá borði. Haukur var svo sem með skýringarnar á hreinu. Tedda hafði sagt honum að setjast niður og þegja og það gerði hann...:o)
Það er margt búið að gera í undirbúningi fyrir þessa ferð, en það er einnig ýmislegt sem er ekki ennþá fullklárað. T.d. lenti ég á allra síðasta snúning að redda hjólinu fyrir mæðgurnar og verður það einn stór útúrsnúningur þar sem ég þarf að sækja það frá San Antonio til Houston og er það tæplega 7 tíma akstur fram og til baka. Þannig að ævintýrið er rétt að byrja.
Við erum núna stödd á hóteli í Baltimore og á meðan ég sit og hamra lyklaborðið eru allir aðrir hálfdasaðir upp í rúmi eftir flugið. Ég mun reyna að komast í samband við umheimin einu sinni á dag og skrifa um ferðalagið. Veit ekki hvernig það verður á CycleRanch MXpark í Texas með netsamband. Gæti orðið erfitt, en við vonum að það gangi upp. Allir hér biðja að heilsa liðinu á skuðinu. Vonandi næ ég sambandi á morgun svo ég geti bloggað meira.
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Styttist í Texas
Þá er maður nýkomin frá Baunaveldinu og getur maður þá haldið áfram undirbúningi okkar fyrir ferðina til Texas. Það er eitt og annað eftir og stefnir í að við verðum með ýmislegt á síðustu stundu. Þannig að nú er bara að nýta tímann vel sem eftir er fram að ferðinni og krossa fingur og vona að allt gangi upp. Er að vísu drullukvíðinn að þurfa að sitja í vél, sérstaklega eftir að vera nýkomin að utan, í marga klukkutíma. Þessar vélar og sætin sem eru notuð í dag hafa aldrei reynst mér "bakvænar" ef svo má að orði komast. En svona fyrir ykkur sem hafið áhuga að þá er hér mynd af svæðinu og brautinni sem þær mægður munu keppa í ásamt Teddu, Anítu og Karen. Hér má sjá fréttatilkynningu frá WMA um þátttöku helstu keppenda frá erlendri grundu og að sjálfsögðu eru hér nöfn íslensku keppendana, sjá link: http://www.womensmotocrossassociation.com/news/2007/news_World_Champ_11-09-07.htm
Hvað sem líður að þá er mikill spenna fyrir ferðina hjá okkur og þá sérstaklega krökkunum. Ég mun reyna að blogga um ferðina jafnóðum og senda inn einhverjar myndir, en veit ekki hvernig það verður þar sem það verður að gerast með milligöngu GSM farsíma og reynslan segir mér að það séu 80% líkur á tengivandamálum "in the heart of Texas".
Að lokum þá vill Björk þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem henni bárust um helgina. TAKK!
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún BJÖRK! Hún á afmæli í dag
Jæja, þá er komið að því kæru vinir. Frúin, það er Björk Erlingsdóttir, sem gengur undir því virðulega viðurnefni "brjálaða Bína" á afmæli í dag 9. nóvember. Ég veit að maður á ekki að upplýsa hversu gömul hún er, í ljósi þess að hún er afskaplega falleg kona, en þessi elska náði þeim merkilega áfanga að verða 41 árs gömul í dag. Það vill stundum gleymast að þessi elska byrjaði líka að keyra hjól í fyrsta sinn í janúar á þessu ári. Not bad for 40 year old, þá...
Því miður verð ég ekki viðstaddur í fyrramálið til að til að vekja hana og kyssa hana til hamingju með daginn þar sem ég er erlendis, þannig að ég bið ykkur (nær og fjær) að bögga hana pínu og hringja eða senda SMS í síma 8562710 og óska henni til hamingju með daginn.
Að lokum vildi ég bara segja eins og Bubbi kóngur sagði það einu sinni, "Brynja, ég elska þig".... Shit, ég meinti Björk "ÉG ELSKA ÞIG!"
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Sólbrekka í dag, kalt en gaman
JóiKef og Guðný komu til okkar um hádegisleytið og "pebbaðu" okkur upp í að fara í Sólbrekku. Enda veitir mæðgunum ekki af að nýta þann tíma sem þær hafa þar sem ekki er nema 2 vikur þar til þær verða á leið til Texas, nánar tiltekið San Antonio, þar sem þær munu taka þátt í stærsta bikarmóti kvenna sem vitað er um. Þannig að dagarnir sem eftir eru til undirbúnings eru ekki margir þar sem nú er nánast eingöngu hægt að hjóla um helgar vegna birtu, nema maður taki sér frí á virkum dögum.
Hvað sem því líður að þá skemmtu mæðgurnar sér mjög vel í Sólbrekku í dag, í kuldanum. Sölvi kom á svæðið einnig til að taka æfingu og tók JóiKef ágætlega á þeim mæðgum og Sölva. Var greinilegur munur á því hvernig þau tóku beygjurnar í brautinni eftir að hann var búin að messa yfir þeim. Ótrúlega gaman að sjá breytinguna eftir svo skamman tíma. Takk Jói fyrir daginn.
Óliver prófaði loksins Yamaha YZ85 small wheel hjólið sitt og var hann satt að segja að fíla það í ræmur. En mikil munur á afli á 65cc versus 85cc, eða ein 12 hestöfl. Þetta hjól er tær snilld og átti hann ekki orð yfir það hvað það var gaman að hjóla á því. Hann leit líka nokkuð vel út á bláa hjólinu. Satt að segja gekk þetta betur en ég þorði að vona þar sem hjólið er í stærra lagi fyrir hann, en hann þurfti ekki nema þrjár tilraunir til að komast af stað og eftir að hann var búin að finna hvar kúplingin tók að þá var þetta komið. Hann fór út í stóru brautina með mæðgunum og fannst hjólið rokka...:o)
Setti nokkrar myndir frá deginum í dag á vefinn, en bein slóð er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Solbrekka4november/
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Árshátíð VÍK í gær, bara gaman..:o)
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Verðlaunaafhending MSÍ fór fram í dag
Verðlaunaafhending fór fram í dag og var veitir MSÍ verðlaun fyrir motorcross, enduro og snjócross. Fór þetta fram hjá ÍSÍ í kl.16:00. Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn á árinu. Ég mun birta frekari upplýsingar um athöfnina sjálfa á morgun.
En nú er framundan árshátíð VÍK eftir nokkra klukkutíma. Þar verður verðlaunum útdeild aftur ásamt einhverjum glaðningi. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Miðvikudagur, 31. október 2007
Margrét fer á Yamaha YZ125
Margrét fer, eftir fílinginn frá síðustu helgi, á Yamaha YZ125 hjól en ekki YZ85 eins búið var að gera ráð fyrir. Smávesen á þessari stelpu en eftir að hún prófaði hjólið hjá móðir sinni að þá var ekki aftur snúið. Það er sem sagt ekki nóg með að þær koma til með að keppa í sama flokki, heldur munu þær koma til með að keppa á nákvæmlega eins hjólum. Þannig að nú er bara spurning hvor tekur hvern..:O) Margrét er búin að vera betri það sem af er sumri en brjálaða Bína sýndi í Langasandskeppninni að hún er ekki öll sem hún er séð og hafði betur. Þannig að nú fer þetta að verða spennandi á heimlinu.
Óliver er komin á Yamaha YZ85 small wheel. Var það lækkað eins og hægt var og tekið úr sæti. Hann er að vísu ekki búin að prófa það ennþá, hefur ekki gefist tími til þess, en hann er afskaplega spenntur fyrir að prófa það. Hér fyrir neðan má sjá hjól eins og mæðgurnar eru á.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 376190
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar