Myndir frá Mývatni komin á netið

Já, ég veit það.  Ekkert að marka hvað ég segi.  Já, þetta átti ekki að koma á netið fyrr en seinnipartinn á morgun.  En kerla sofnuð og mitt hefðbundna næturbrölt byrjað, þannig að ég ákvað að klára þetta bara og henda þessa út á netið.  En Signý er hreint út sagt geðveik á ísnum og ótrúlegt hvað sú stutta getur keyrt.  Átti margur strákurinn fullt í fangi með hana, en það var ekki nóg með að hún keppt í kvennaflokki, heldur keppti hún líka á karlaflokki.  Fyrsta beygja eftir ræsingu í karlaflokkiAf öðrum konum ólöstuðum að þá keyrði Margrét #184 vel og Eyrún skvísa, mamma Signýjar, var ótrúleg í brautinni þrátt fyrir 2 góðar byltur í fyrsta moto-inu.  Skora líka á ykkur að fylgjast vel með Maríu Guðmundsdóttir.  Nýlega byrjuð í þessu sporti en greinilega hörku "keyrari".   Svo var þarna líka ung stúlka á keyra á hjóli #689 og keyrði sú stelpa mjög flott.

Í karlaflokki er það markverðast að Hafþór Grant #430 var geysilega flottur í síðustu tveimur moto-inum, eftir að búið var að skipta um dekk eftir fyrsta moto-ið.  Vann hann síðustu 2 moto-in.  Einnig var Kristófer #690 sterkur, en hann keppti á hjóli föður síns og skilst mér að hann sé samningslaus fyrir næsta ár...  "Bóndinn" var líka seigur og Unnar var og er, af náttúrunnar hendi, flottur...:o)

Hvað sem því líður, að þá er bein slóð á myndirnar: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Iskross-Myvatn/


Ískross á Mývatni

Jæja, eins og alþjóð líklegast veit að þá þarf ekki mikið til að æsa kerlu upp til að taka þátt í einhverju sem tengist motocrossi á einhvern hátt.  Þannig að úr varð, eftir að Eyrún og Tedda voru búin að rugla nógu mikið í Björk, að við brunuðum norður seint á föstudaginn og vorum komin austur um eittleytið um nóttina.  En til þess að hægt væri að fara að þá varð að dekkja upp hjólið hennar Margrétar + sendibílinn sem var ennþá á sumardekkjum.  Ekki bara það, heldur átti eftir að "jetta" hjólin hjá þeim öllum og redduðu Gunni S. og Fíi því í snatri fyrir mig á fimmtudagskvöldið.  Eðaldrengir þessi tveir.

Björk á ísnum á MývatniÞað var hreinlega skítkalt þarna en mikið ofboðslega er þetta fallegur staður og aðstæður til ísaksturs hreint út sagt truflaðar ef ég má þannig að orði komast.  Við gistum á hótel Sel þar sem afar viðkunnugleg kona að nafni Sigrún tók á móti okkur.  En nánari upplýsingar um þetta hótel má finna á vefslóðinni: http://www.myvatn.is/.   Var ég búin að segja að það hafi verið kalt?  Já, hún brjálaða Bína kallar ekki allt ömmu sína en hún kom hreinlega grenjandi inn í bíl úr kulda eftir æfingahringina, svo kalt var það.  Fyrir utan kuldann, að þá eins og áður sagði voru aðstæður frábærar á staðnum.  Ísinn þykkur og brautin löng og hröð.  Þökkum við fyrir okkur þennan dag og vitum við hverju er að búast næst þegar við komum þarna.  En það er lykilatriði að vera í mjög góðum fötum og vera með hlífar yfir handföngin, eins og vélsleðamenn nota, til að verjast kuldanum.  Öðru vísi gengur þetta ekki.  Þannig að bottom line er, að vera betur búin... 

Svona að lokum, fyrir þá sem voru að spyrja út í myndirnar.  Að þá byrja ég að henda þeim inn seinnipart sunnudags. 


Supercross tímabilið byrjaði með látum

Ja, hérna.  Vorum að horfa á Anaheim 1, bæði lites og premium flokkinn og verð að segja að þetta var hrikalega spennandi keppni.  Brautin var hrikalega erfið eftir miklar rigningar í rúman sólahring rétt fyrir keppni og hafði það svo sannarlega áhrif á keppendur.  Lites flokkurinn var hreint út sagt geðveikur eins og venjuleg.  Er langt síðan að maður hefur séð 6 einstaklinga berjast um forystu marga hringi í röð í aðalkeppninni þeirra á milli.  Undanrásirnar í lites flokknum var líka gífurlega skemmtileg og verð ég að segja að ég hreinlega skil ekki af hverju SÝN skuli ekki sýna frá þessari keppni líka.  Lites flokkurinn er sjálfsagt á hálfvirði á móti Premium flokknum og kaupa þetta tvennt saman í pakka ætti að gefa auka afsláttarkjör.  Í stað þess eru þeir að sýna frá póker, sem er vægast drepleiðinlegt sjónvarpsefni og varla hægt að horfa á meira niðurdrepandi efni á föstudagskvöldi áður en þeir byrja að sýna frá NBA sem reddar svo kvöldinu.  Þ.e.a.s. ef maður er ekki steinsofnaður yfir pókernum.

Premimum flokkurinn kom svo sannarlega á óvart í ár og er ljóst að þetta ár verður spennandi ef áfram heldur sem horfir og ekkert er gefið í þessum flokki.  Undanrásirnar voru gífulega skemmtilegar í þessum flokki og hef ég ekki séð jafn skemmtilegar undanrásir frá því að RC hætti að keppa.  Keppnin í aðalflokknum var líka geysilega flott og bráðskemmtileg.  Til þess að eyðileggja ekki stemminguna fyrir þeim sem eiga eftir að horfa á þetta á föstudaginn, að þá ætla ég ekki að birta úrslitin hér enda ekki í mínum verkahring.  Skora ég einfaldlega á alla þá sem það geta að horfa á keppnina sjálfa sem sýnd verður á SÝN kl.21:10.

Verð þó að lokum að þakka SÝN fyrir að sýna frá þessari keppni, þó ég að sjálfsögðu vildi sjá meira eins og allan Lites flokkinn.    


Myndir frá í gær

Búin að henda inn einhverjum myndum frá því í gær þar sem klukkan er að verða 2 eftir miðnætti.  Bein slóð á myndina er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/THorlakshofnvika12008/

Björk skvísa í hamVonandi fer nú að stytta upp á þessu skuði svo hægt verði að hjóla eitthvað af viti fram á sumarið.  Annars er Björk heit fyrir að brenna norður og taka þátt í íscrossinu sem fer fram á Mývatni, en fer það allt eftir því hvort við náum að redda gistingu.  Gaman væri að vita hversu margir hafa hug á að fara.


Þorlákshöfn í dag

Fjölskyldan brá sér í Þorlákshöfn í dag að hjóla í brautinni þar og aldrei þessu vant að þá var mjög gott veður.  Yamaha liðið var með æfingu þar, en þar sem skyndilega höfðu gufað upp 3 strappar á heimilinu að þá varð ég að renna við í Nitró til að kaupa strappa til að geta fest hjólin í bílinn áður en lagt var í hann.  Þannig að við mættum klukkutíma seinna en áætlað var.

Margrét í brautinniBrautin var mjög laus í sér, enda var nýbúið að róta hana alla upp, og í sandinum leyndust grjót eða klettar sem á köflum gerðu hana hættulega.  Enduðu nokkrir hressilega í móðir jörð þar á meðal Kjartan nr. 274 fékk frekar slæma byltu.  Ofan á þetta allt saman að þá var sólin það lágt á lofti að skyggnið var mjög lélegt á köflum.  Já, við Íslendingar erum aldrei ánægðir með veðrið og seint bjóst ég við að fjölskyldan myndi blóta sólskini en sú varð raunin í dag.  Endaði dagurinn þannig að nánast allir hættu að hjóla vegna skyggnisins og ástand brautarinnar.  Fyrir utan þetta allt saman, að þá var þetta bara hin ágætasti dagur.  Hugsa mér með að henda nokkrum myndum inn seinna í kvöld.   


Myndband úr Þorlákshöfn

Hér er smá myndband sem sýnir aðstæður eins og þær voru á Nýársdag í Þorlákshöfn.  Ekkert toppgæði og smá hreyfing á myndinni, en hvað með það.   Betra en ekki neitt.  Eins og sést að þá hafa aðstæður oft verið betri, en tel samt þessa braut vera eina af þeim fáum sem er ökuhæf yfir vetratímann og skora ég á fólk að nota hana frekar en að keyra þar sem ekki er ætlast til.


Nýtt hjólaár gengið í garð -- brugðið sér til Þorlákshafnar

Keli, Helgi, Margrét á Ólivers hjóli og BjörkGleðilegt nýtt ár!  Fjölskyldan vildi nú ekki sitja með hendur í skauti og horfa á útþynnta dagskrá sjónvarpsins fyrir daginn í dag og var ákveðið að fara að hjóla í dag ásamt feðgunum, Kela, Helga og Hlyn.  Fyrst var hugmyndin að reyna að komast á ís, enda búið að negla stóran hluta af hjólunum.  Fljótlega varð okkur ljóst að ekki yrði nú mikið úr því þar sem veðrið síðustu daga væri búin að taka allan ísinn af.  Eftir að Keli hafði komið við í Bolöldu, að þá var ákveðið að brenna til Þorlákshafnar.  Mikil hálka var á leiðinni, en veður bara með ágætasta móti.

Það sem kom okkur skemmtilegast á óvart fyrir austan var í hversu góðu ástandi brautin var.  Björk í baði...:o)En ekkert frost var í henni, en að sjálfsögðu var komin stóri "andapollurinn" sem myndast svo oft við slíkar rigningar eins og verið hefur síðustu daga.  Við lentum í smá kertaveseni og er ljóst að við þurfum að láta "jetta" hjólin okkar fyrir næstu ferð.  Þegar við loksins komumst út í braut var farið að bregða birtu, en fólkið lét það ekki á sig fá og hjólaði meðan það gat.  Brjálað Bína kvartaði að vísu undan handakulda, en þar fyrir utan lét hún sig hafa það í stóru pollana.

Miðað við spána næstu daga að þá er ljóst að Þorlákshöfn er inni og ekki mikill ísakstur framundan í bili.  Við ætlum að reyna að fara austur aftur um helgina.  Við þökkum þeim feðgum fyrir samveruna og hjálpina.  Sjáumst um næstu Helgi.  Hér til hliðar er töff mynd af Helga, en hún líður fyrir það hversu birtuskilyrðin voru erfið.  Tímdi samt ekki að henda henni...Wink  Helgi flotturEn mun betur gekk að taka upp á videovélina við þessar aðstæður en að brúka venjulega myndavél.


Myndband frá Texas

Ætlaði að vera búin að birta þetta, en hef verið að drepast úr leti hvað vefinn varðar eins og fólk hefur sjálfsagt tekið eftir síðustu vikur.  Ekki mikið spennandi að gerast svo ekki sé sterkara kveðið að orði.  Enda vorum við hjónin orðin nokkuð afhuga þessu sporti og vorum alvarlega að íhuga að hætta og selja allt dótið.  Nú hefur áhugin verið að kvikna aftur, sem betur fer, og nú er bara að koma sér aftur í gírinn. 

Í þessu myndbandi er Margrét #686 í aðalhlutverki, en Karen #132 bregður þarna fyrir líka.  Þetta er ein keppnin af mörgum sem þær stöllur tóku þátt í.  Þetta ætti að gefa smá sýnishorn af því við hvað var að eiga þarna úti.

 


Gamalt myndband frá Sólbrekku í sumar

Ég fann myndband, sem ég tók á litla digital myndavél í sumar.  Gæðin eru svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en samt allt í lagi að henda þessu á netið.  Leyfi þessu að lifa í einhverja daga, en þetta er myndband af moto 3 í MX unglinga.  Enn og aftur, gæðin eru ekkert sérstök en alltaf gaman að sjá þessa pilta spreyta sig.  Var þetta að mínu mati einn allra skemmtilegasti flokkurinn síðasta tímabil. 

Smá myndband frá ísakstrinum í gær

Hér er smá myndband frá ísakstrinum í gær þar sem Björk fékk að prófa hjólið hans Kela.  Um að gera að smella á þetta og skoða herlegheitin....Smile   En þetta var tekið við Leirutjörn í gær.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband