Sunnudagur, 7. janúar 2007
Ferð á Sóheimasand
Við fórum í afar skemmtilega ferð á Sólheimasand í dag. Óli, hjá Freyju, hringdi í okkur í gær og bauð okkur að koma með sér austur fyrir fjall og keyra í sandinum. Það hafði rekið á fjörur hvalur sem gaman væri að skoða. Við vöknuðum eldsnemma í morgun og lögðum í hann eftir undirbúning kvöldið áður. Ferðin austur gekk ágætlega þrátt fyrir hálku og hálflélegt skyggni á köflum. Um tíma leist okkur ekkert á blikinu vegna skafrennings. En þegar komið var framhjá Eyjafjöllum rofaði til og voru aðstæður bara mjög góðar miðað við árstíma og snjóalög. Að vísu þurftum við þrjár tilraunir til að finna rétt hlið, en síðan hafðist það og þegar í fjöruna var komið var allt sett í botn að klæða sig og að koma sér af stað.
Þetta var jómfrúarferð konunar á nýja Kawasaki KX125 hjólinu sínu og fannst henni það nokkuð stórt og er það ljóst að við þurfum að reyna að láta lækka það aðeins meira. En þetta gekk bara nokkuð vel hjá henni og þegar upp var staðið þurfti að kalla hana inn til að hætta þar sem það var skollið á myrkur og við þurftum að fara að koma okkur í bæinn.
Óliver var að prófa fjörusand í fyrsta skipti og ætti í smá erfiðleikum í byrjun. En þetta hafðist fyrir rest og þegar hann loksins fór að taka aðeins á bensíngjöfinni, að þá kom þetta nú allt saman. En færið var samt helst til þungt fyrir KX65 hjól og þurfti hann að hafa töluvert fyrir því að keyra í þessum sandi. En allt gekk vel að lokum og var hann mjög sáttur.
Sveinbjörn kom með okkur til að keyra "nýja" hjólið sitt og held ég að það sé nú ekki aftur snúið fyrir hann. Hann er komin með motocross vírusinn. Sveinbjörn sýndi góða takta í sandinum.
Óli og sonur hans Jói eru greinilega á heimavelli á þessum sandi og ljóst er að Jói hefur öðlast töluvert mikið jafnvægisskyn á hjólinu með akstri í sandinum.
Ég fór og prófaði nýja Kawasaki KX250F hjólið mitt og var það geðveikt. Er mjög svo sáttur við þetta hjól og ekki skemmir "lúkið" fyrir með Monster Energy límkitti. Ég límdi þetta kitt líka á hjólið hans Ólivers og ætlaði hann varla að tíma að fara á það. En KX65 virkar ótrúlega flott með þetta límkitt.
Eftir þessa stórskemmtilegu ferð, að þá sagði frúin að það væri ljóst hvað við yrðum að gera í sumar. Það er einfaldlega að hjóla og hjóla mikið.... Hægt er að skoða myndir af ferðinni á þessari slóð, http://sveppagreifinn.blog.is/album/Solheimasandur-vetrarferd/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar