Sunnudagur, 17. desember 2006
Íscross á Hvaleyrarvatni
Það er óhætt að segja það að það hafi komið manni á óvart hversu skemmtilegt það er að keyra á ís á motorcrosshjóli. Við skrúfuðum í 3 hjól á heimilinu fyrir um það bil 5 vikum síðan og höfum farið 3x á Hvaleyrarvatn síðan þá. Hver dagurinn hefur verið öðrum skemmtilegri og er hreint út sagt ótrúlegt grip í skrúfunum við þessar aðstæður. Frúin á heimilinu prófaði sín fyrstu skref á motocrosshjóli, hjólinu hennar Margrétar, á ísnum og þykir henni þetta hreint út sagt algjört ævintýri. Fjöldin á ísnum hefur líka verið mikill og hefur þegar best hefur verið hátt í 50 hjól í einu á staðnum og hamagangurinn í samræmi við það.
En aldrei er hægt að gera öllum til hæfis. Heyrst hefur að gangandi vegfarandur í nágrenni Hvaleyrarvatns hafi kvartað yfir hávaða frá hjólunum og mun erindi þeirra verða tekið upp hjá bæjarráði á næstunni. Ég verð nú að segja það að mér finnst hreint út sagt ótrúlegt. Þau skipti sem ég hef verið þarna að þá hefur í einstaka skiptið sést í gangandi mann með hundinn sinn eða hundana sína. Ég er nú mikil hundamaður sjálfur og vil því ekki trúa því að þeir séu að agnúast út af okkur, þar sem þeir ættu að þekkja það manna best að vera ekki velkomnir alls staðar með besta vin mannsins. Það skapast nú ekki oft slíkar aðstæður eins og hafa verið síðustu vikur, að vatnið leggi, þannig að hægt sé að hjóla á því eins og raun ber vitni. Satt að segja eru þetta í mesta lagi 2-3x á vetrinum sem hægt er að nýta sér þetta. Þannig að ég skil ekki alveg þessar hvatir hjá fólki að nenna hreinlega að nöldra yfir þessu. Það er nú ekki eins og við séum að skemma þarna náttúru þar sem við erum að keyra á ís sem hverfur í næstu þíðingu. Ferlega fyndið að vita til þess að hjólin mega hvergi vera, en maðurinn og bílinn má vera hreinlega alls staðar óháð stað og stund.
En þetta sýnir eins og svo oft áður að skortur á aðstöðu fyrir þetta fólk leiðir til þess að menn lenda frekar upp á kant við þá sem eru á móti slíkum íþróttum en ella. Ég skora því að Hafnarfjarðarbæ að klára það deiliskipulag sem verið hefur í vinnslu í ALLT OF LANGAN TÍMA hjá bænum af svæðinu í kringum kvartmílubrautina. En þar er gert ráð fyrir 2 motocrossbrautum ásamt betri akstursbrautum fyrir bifreiðar og mótorhjól. Og koma svo Lúðvík og klára þetta...
En aldrei er hægt að gera öllum til hæfis. Heyrst hefur að gangandi vegfarandur í nágrenni Hvaleyrarvatns hafi kvartað yfir hávaða frá hjólunum og mun erindi þeirra verða tekið upp hjá bæjarráði á næstunni. Ég verð nú að segja það að mér finnst hreint út sagt ótrúlegt. Þau skipti sem ég hef verið þarna að þá hefur í einstaka skiptið sést í gangandi mann með hundinn sinn eða hundana sína. Ég er nú mikil hundamaður sjálfur og vil því ekki trúa því að þeir séu að agnúast út af okkur, þar sem þeir ættu að þekkja það manna best að vera ekki velkomnir alls staðar með besta vin mannsins. Það skapast nú ekki oft slíkar aðstæður eins og hafa verið síðustu vikur, að vatnið leggi, þannig að hægt sé að hjóla á því eins og raun ber vitni. Satt að segja eru þetta í mesta lagi 2-3x á vetrinum sem hægt er að nýta sér þetta. Þannig að ég skil ekki alveg þessar hvatir hjá fólki að nenna hreinlega að nöldra yfir þessu. Það er nú ekki eins og við séum að skemma þarna náttúru þar sem við erum að keyra á ís sem hverfur í næstu þíðingu. Ferlega fyndið að vita til þess að hjólin mega hvergi vera, en maðurinn og bílinn má vera hreinlega alls staðar óháð stað og stund.
En þetta sýnir eins og svo oft áður að skortur á aðstöðu fyrir þetta fólk leiðir til þess að menn lenda frekar upp á kant við þá sem eru á móti slíkum íþróttum en ella. Ég skora því að Hafnarfjarðarbæ að klára það deiliskipulag sem verið hefur í vinnslu í ALLT OF LANGAN TÍMA hjá bænum af svæðinu í kringum kvartmílubrautina. En þar er gert ráð fyrir 2 motocrossbrautum ásamt betri akstursbrautum fyrir bifreiðar og mótorhjól. Og koma svo Lúðvík og klára þetta...
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar