Fjölmiðlar í torfæruleik - hvar eru fordæmingarnar núna um utanvegaakstur?

Jæja, kæra fjölmiðlafólk.  Mér sýnist á myndbandinu að þið hafið skemmt ykkur ágætlega.  Var ekki gaman að prófa utanvegaaksturinn, keyra í fjörum og í sandhólum?  En hva, svei mér þá, hvar eru fordæmingarnar, þyrlan og allur þá fjölmiðlasirkus sem jafnan upphefst þegar mótorhjól eða fjórhjól eiga í hlut?  Já, það er nefnilega ekki sama hver er eða hvað?  Þið hafið nefnilega verið mjög dugleg að stökkva upp til handa og fóta og fordæma ökumenn hjóla fyrir að vera á nákvæmlega sömu fjöru og þið voruð að aka í.  Get ekki betur séð ef vel er skoðað að þarna séu engin ummerki um fyrri umferðir útivistarhópa, hvorki hjóla né hesta.

Hér er ég ekki að fordæma það sem þið voruð að gera, síður en svo.  Bara einfaldlega að benda ykkur á tvískinnung í umfjöllun ykkur þegar kemur að utanvegaakstri mótorhjólamanna og þá hræsni sem sú umfjöllun byggist oftast á.  Þó svo sannarlega að mótorhjólamenn eiga ekki að vera undanskildir í umfjöllun um utanvegaakstur, ekki frekar en aðrir útvistarhópar.  Það hefur nefnilega alltaf verið í tísku að kasta grjóti í hjólafólk.  Sú umfjöllun hefur oft ekki byggst á sanngirni eða mikillar gagnaöflunnar.  Hvernig var þetta aftur orðað í biblíunni, "sá sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum".

Annars er ég hæstánægður með framtak skipuleggjandans að þessum gjörningi og tel að þessi ferðamennska sé kjörin fyrir margan Íslendinginn sem því miður eyðir allt of mörgum stundum í sófanum fyrir framan sjónvarpið eða á netinu.  Jafnframt vona ég að þetta opni augu ykkar gagnvart þeim möguleikum sem ferðamennska af þessu tagi gefur, hvort sem um er að ræða á farartæki á fjórum hjólum eða tveimur.  Lifið heil og góða helgi...:o)


mbl.is Fjölmiðlar í torfæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband