Myndun liða fyrir keppnistímabilið 2007

Mikill gangur er í myndun liða fyrir næsta tímabil og heyrst hefur að Honda hafi sett á laggirnar sitt fyrsta kvennalið sem allar munu keppa á 125cc.  Það er ánægjulegt ef umboð eins og Honda sér hag í því að styrkja kvennfólk í þessu sporti þar sem mikil vöxtur hefur verið hjá þeim hópi síðustu 2 ár.  Gaman væri nú ef hin umboðin myndu nú virkilega fara að taka sig á varðandi lið fyrir tímabilin og eiga lið í öllum flokkum sem keppt er í.  En heyrst hefur að Haukur í Nitró sé í einhverjum hugleiðingum varðandi þetta mál, en ég veit ekki hver staðan er hjá KTM, Suzuki, Yamaha eða öðrum liðum.  Þó geri ég fastlega ráð fyrir að Kalli með KTM sitji ekki auðum höndum þessa dagana er kemur að liðskipan.  

Ég sakna þó skipulögðum æfingum fyrir þá sem voru að æfa í sumar og finnst synd að þetta detti svona niður eins og raun ber vitni.  Það er ýmislegt hægt að gera með þessa krakka til að þau haldi dampi og má þar nefna þrekæfingar, líkamsrækt svo eitthvað sé nefnt.  Veit að íþróttin er ung hér á landi og margt frábært hefur áunnist síðustu ár.  Bæði með aukinni aðkomu einstaklinga og fyrirtækja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband