Farið að líða að vetri

Það er nú aðeins farið að fækka dögunum sem maður hugsar um motocross með lækkandi sól.  En þó eru föstudagar alltaf mjög skemmtilegir hjá okkur í fjölskyldunni þar sem þá bakar heimilisfrúin pizzur og síðan er lagst yfir sjónvarpið þar sem horft er á HM í súpercross á Sýn.  Síðan er því fylgt eftir með að horfa á FIM á Extreme.  Þannig að allt föstudagskvöldið er orðið undirlagt af motocrossi.

Hjóladögunum hefur samt farið fækkandi og þyrfti maður nú aðeins að fara að skerpa á því.  En með lækkandi sól að þá eru þetta bara orðnar helgar sem möguleiki er á að fara að hjóla, nema að maður taki sér frí á virkum degi.  En það er samt synd hvað Sólbrekku er tiltölulega lítið haldið við þessa dagana þar sem sú braut er í lægri hæð yfir sjávarmáli og hitastigið þar allt að 2-3°C hærra þar en upp í Bolöldu.  "Big deal" segja kannski sumir, en það skiptir máli þegar verið er að hjóla í hitastigi sem nær allt að því frostmarki.  En ef menn eru orðnir eitthvað afhuga motocrossi, að þá læknast það strax með því að fara upp í Nitró og skoða úrvalið þar á útsölunni sem er þar í gangi.  Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband