Miðvikudagur, 18. október 2006
Skítakuldi í Bolöldu í gær
Jæja, þá dreif maður sig loksins upp í Boöldu í gær til þess að leyfa krökkunum að sprikla. Var ekið í hendingskasti þar sem farið er að bregða birtu ansi snemma og lítil tími til að hjóla eftir vinnu. Ekki var Adam lengi í paradís þar sem það láðist að taka með hlýja vetlinga og varð liðinu orðið skítkalt á puttanum eftir aðeins 10 mínútur á hjólunum. Það duga sem sagt ekki hefðbundnir þunnir motocross hanskar við íslenskar haust aðstæður. Þegar upp var staðið voru krakkarnir hættir að hjóla eftir 20 mínútur, drepast úr kulda á höndunum, þannig að þessi ferð verður ekki skráð í sögubækurnar sem ein af skemmtilegri hjólaferðum fjölskyldunnar. Eins gott að maður tók með sér heitt kaffi á brúsa. Enda fór þetta á þann veg að ég tók aldrei hjólið mitt niður og hin voru komin aftur upp á kerruna eftir hálftíma viðurveru á svæðinu. Það liggur við að maður sé farin að raula með sjálfum sér, "Sunnan vindur, svaraðu mér"....
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar