Skítakuldi í Bolöldu í gær

Jæja, þá dreif maður sig loksins upp í Boöldu í gær til þess að leyfa krökkunum að sprikla.  Var ekið í hendingskasti þar sem farið er að bregða birtu ansi snemma og lítil tími til að hjóla eftir vinnu.  Ekki var Adam lengi í paradís þar sem það láðist að taka með hlýja vetlinga og varð liðinu orðið skítkalt á puttanum eftir aðeins 10 mínútur á hjólunum.  Það duga sem sagt ekki hefðbundnir þunnir motocross hanskar við íslenskar haust aðstæður.  Þegar upp var staðið voru krakkarnir hættir að hjóla eftir 20 mínútur, drepast úr kulda á höndunum, þannig að þessi ferð verður ekki skráð í sögubækurnar sem ein af skemmtilegri hjólaferðum fjölskyldunnar.  Eins gott að maður tók með sér heitt kaffi á brúsa.  Enda fór þetta á þann veg að ég tók aldrei hjólið mitt niður og hin voru komin aftur upp á kerruna eftir hálftíma viðurveru á svæðinu.  Það liggur við að maður sé farin að raula með sjálfum sér, "Sunnan vindur, svaraðu mér"....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband