Dauði og djöfull...

Maður er í hálfgerðu þunglyndi þessa dagana yfir veðrinu.  Ekki það að það skemmi fyrir þeim sem stunda sérstaklega vetraríþróttir og fyrir þá sem eru svo heppnir eða óheppnir að geta leikið sér á snjósleða.  Nú er maður búin að taka nagladekkin undan hjólunum og á mörkunum að maður nenni að henda þeim undir aftur.  En að sjálfsögðu er maður bara að drepast úr leti.  Sökum þessa hefur maður ekki verið neitt sérstaklega duglegur að blogga.

Við hjúin erum að bíða eftir að sjá langtíma spá fyrir veðrið og hvort við eigum að skella okkur norður að sjá íscrossið og snjócrossið á Mývatni.  Að vísu hafa annir í vinnunni verið að setja smá strik í reikninginn og ótrúlegt hvað vinnan slítur í sundur fyrir manni daginn...:o)  En ég efast ekki um að þetta á eftir að verða glæsileg helgi á Mývatni.  Ég er að deyja í puttunum yfir að fá að prófa nýju linsuna sem ég keypti á myndavélina.  En ég hef varla náð að taka neinar myndir frá því að hún komst á vélina, mér til mikillar armæðu.  Á meðan verð ég bara dást að myndum frá síðasta snjórcrossmóti sem ég var staddur á hér í Bolöldu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband