Ryan Villopoto í tómu tjóni í Atlanta

Það er óhætt að segja að endurkoma Ryan Villopoto var ekki eins glæsileg og hann og Kawasaki menn höfðu vonað.  En karlgreyið lenti í tómu tjóni í þessu móti í Lites flokknum, en nú var keyrður í fyrsta sinn á tímabilinu East Lites og voru þetta því nýjir keppendur sem tóku þátt.  Ryan Villopoto, sem er afburðaökumaður og keppir öllu jafna í West Lites deildinni, meiddist illa rétt fyrir tímabilið og átti þátttaka hans í East Lites vera upphafið að endurkomu hans. 

Chad Reed í harðri baráttu við Davi MillsapsÍ undanrásunum datt hann eftir samstuð við afturdekk Canard's á fyrsta hring og þegar hann loksins komst aftur á bak var hann orðin síðastur.  Villopoto náði þó að keyra sig upp í 7 sæti og komst þar með úrslitakeppnina, en hann var langhraðastur af þeim ökumönnum sem keyrðu í þessari undanráskeppni.  Í aðalkeppninni keyrði Villopto á vegg rétt við endalínuna í hring 7 og fékk hrúga af ökumönnum yfir sig.  Ekki leit þetta glæsilega út en hann náði þó að yfirgefa svæðið á sínum eigin tveim fótum og vonandi hefur hann ekki meiðst mjög alvarlega þar sem það er sannarlega sjónarsviptir af jafn góðum ökumanni eins og hann er.  Skemmst er frá því að segja að Trey Canard sigraði í fyrstu East Lites keppni ársins. 

Í aðaleppninni gerði Chad Reed sig sekan um sjaldséð mistök af hans hálfu í hring 5, á mjög svipuðum stað og Ryan Villopoto fékk sína útreið, sem gerði það að verkum að aðrir ökumenn stóðu allt í einu með pálmann í höndunum.  Ég ætla ekki að tilkynna úrslitin hér, en skora á menn að horfa á þetta á Sýn næst komandi föstudag.  Úrslitin í West Lites ráðast um næstu helgi og eins og staðan er núna, stendur Jason Lawerence #338 með pálmann í höndunum eftir ítrekuð mistök Ryan Dungey #28 í síðustu 4 mótum.  Ef Jason heldur haus gæti hann endað með að vinna West Lites flokkinn, sem væri heldur betur uppreisn æru fyrir þennan villing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband