Nýtt hjól frá Kawasaki - KLX450R

Loksins!  Það eru einu orðin sem maður getur sagt þegar maður fær þær fréttir að Kawasaki hafi loksins komið með 450cc 4T hjól á markaðinn með rafmagnsstarti (letingja) og öllu öðru tilheyrandi.  Þetta hjól er endurohjól í öllu sínu veldi og vonandi fæst það götuskráð á Íslandi.  Haukur í Nítró vinnur hörðum höndum að því að fá það götuskráð.  En að sjá á heimasíðu Kawasaki, http://www.kawasaki.co.uk/content.asp?Id=34049D0444A&PId=6549116, að þá virkar þetta afskaplega vel á mynd og vonandi verður þetta jafn gott hjól í enduro eins og KX450F hjólið hefur reynst í drullumallinu.  Ég bíð alla vega spenntur eftir viðbrögðum markaðarins eftir þessu hjóli.  En það "lúkar" vel ef svo má að orði komast.  En KTM hefur verið nánast alsráðandi í endurohjólum hér á landi og eru fá merki með jafn breiða línu og KTM.  Þannig að fá samanburð á KTM 450 EXC og Kawasaki KLX450R verður mjög spennandi og þá spurning hvort að KLX450R sé alvöru valkostur fyrir íslenska vélhjólamenn.  Fyrir neðan má sjá mynd af hjólinu

tn_klf450f

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband