Næst á dagskrá...

Já, það má með sanni segja að það sé búið að vera frekar lítið um að vera hjá fjölskyldunni síðustu daga í motocrossi.  Enda hefur tíminn verið nýttur í annað upp á síðkastið.  Þó eru sumir komnir með hressileg fráhvarfs einkenni og má þar fyrstan nefna sjálfan mig.  Svei mér þá að það hefur aldrei liðið svona langt á milli þess að fólkið á heimilinu fari að hjóla.  Margrét er alveg að fara á límingunni yfir þessu öllu saman og er nánast búinn að naga sig upp að olnboga af stressi yfir því hvort að karlinn á heimilinu ætli virkilega ekki að fara að hreinsa pústin á hjólinu.  Ég er að vonast eftir því að það verði hægt um eða í kringum helgina.  Veðrið hefur nú svo sem ekki verið neitt voðalega spennandi síðustu daga.  Vonandi fer nú eitthvað að rætast úr því.

Annars er það næst á dagskrá að fara með krakkana á námskeið hjá AÍH og var fyrsta námskeiðið í kvöld.  Er þetta lofsvert framtak hjá AÍH og það sem er kannski ennþá betra er að það var ekki skilyrði fyrir því að eiga hjól.  Það ýtir undir áhuga hjá þeim sem hafa ekki ennþá haft ráð á því að kaupa hjól að koma og þreifa fyrir sér í þessu sporti.  Að vísu langaði minnsta guttanum að fara bara að hjóla, nennti helst ekki að vera að standa í þessi kjaftæði.  En það er alltaf gott að fá holl ráð varðandi motocrossið og ekki síst ef það kemur frá einhverjum öðrum en föðurnum.  Þar sem börnin virðast hlusta betur eftir því ef einhver annar leggur þeim lífsreglurnar en maður sjálfur, þar sem þetta hljómar alltaf eins og nöldur hjá okkur foreldrunum.  Þið kannist sjálfsagt við það sem þetta lesið..:o)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband