Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Rigning!
Ég held að það sé ekki verið að gera lítið úr því þegar maður segi að það hafi nánast verið eins og hellt hafi verið úr fötu síðustu daga hér á suðvesturhorninu. En við ákváðum, eftir stuttan fyrirvara, að bregða okkur á Sólheimasand. Þarna áttu bæði að vera hópur frá Team Kawasaki og Team Yamaha. Ég þurfti að vísu að brasa við að skipta út nagladekkjunum þennan laugardagsmorgun og vorum við því seinna á ferðinni en ella. Það var ljóst strax í upphafi að þetta yrði blaut. Enda var þoka stóran hluta af leiðinni og rigningin buldi á bílnum. Við komum á svæðið ásamt Bjarna Geir vinnufélaga mínum og fjölskyldu hans upp úr þrjú. Þá var eitthvað af liðinu sem hafði komið fyrr búið að fá nóg af rigningunni og var óðum að tygja sig heima til brottfarar. Skyggnið fór hratt versnandi með minni dagsbirtu svo þetta var nú ekki langur hjólatúr hjá okkur þennan daginn og hættum við rétt fyrir sex gegnvot af bleytu. Kolla, konan hans Bjarna, prófaði hjólið hennar Bjarkar og tók þetta með stæl...:o)
Daginn eftir, þ.e. sunnudaginn, brunuðum við aftur austur en liðið sem ætlaði að vera á staðnum var búið að fá nóg og hélt í Þykkvabæinn. Við héldum okkar striki, enda finnst okkur þetta svæði mun skemmtilegra í alla staði en Þykkvibær. Sem betur fer vorum við fyrr á ferðinni en á laugardaginn og vorum við komin upp úr tólf. Veðrið var ef eitthvað var betra en í gær og var nánast engin rigning á köflum. En það var mjög dimmt yfir og lágskýjað. Þetta var hin ágætasti dagur, en Logi og dóttir hans Karen komu og fengu að prófa hjólin hjá okkur. En Karen hefur sýnt þessu áhuga og því varð úr að þau kæmu austur til að láta hana prófa. Ég held að það sé ekki of sögum sagt að segja að hún sé fallinn, ef þannig má að orði komast, og hún sé búin að meðtaka motocrossbakteríuna...:o)
Við skutum eitthvað af myndum, en vegna skyggnis og að linsan sem ég var með var ekkert sérstaklega ljósnæm, að þá verða þetta ekkert rosalega margar myndir og gæðin hafa oft verið meiri. En fyrir þá sem vilja skoða að þá geta þeir skoðað beint með að smella á þessa slóð: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Solheimasandur16-17februar/.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 376190
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar