Helgin framundan

Margrét #686Jæja, nú er heldur betur búin að vera rysjótt tíðin síðustu daga.  Ekki nóg með að að nánast allur snjór er horfin hér á höfuðborgarsvæðinu, að þá er spáin fyrir helgina 8-7 stiga hita og rigning.  Fyrir þá sem búnir voru að setja undir trella að þá er þetta ekki neitt svakalega spennandi.  En fyrir þá sem ekki voru búnir að gera neitt, að þá hafa opnast möguleikar á að hjóla í brautum.  Sá galli fylgir gjöf Njarðar, að maður hefur ekki hugmynd um ástand brauta hér á höfuðborgarsvæðinu.  Þorlákshöfn, sem oftast hefur verið "vin í eyðimörkin" ef þannig má að orði komast yfir vetratímann, hefur verið lokuð í töluverðan tíma vegna snjóalaga.  Nú er bara spurningin hvort að allur snjór sé horfin úr brautinni og hvort hún sé á floti?  Bolalda, stórt spurningarmerki.  Hef ekki farið þangað síðan snjócrossið var haldið.  Sólbrekka eins og hún er í dag, gæti verið í lagi en ekkert viðhald hefur átt sér stað í brautinni í töluverðan tíma og klappir standa orðið upp úr hér og þar.

Mývatnssveit?  Nú er veit maður ekki stöðuna fyrir íscrossmótið sem á að vera þar á morgun, en hitinn hefur líka skroppið þar yfir frostmark en miðað við þykkt ísins um daginn að þá geri ég fastlega ráð fyrir að sú keppni standist.

Hvað framhaldið snertir að þá á að byrja að frysta aftur eftir helgi eins og sönnu íslensku veðri sæmir, þannig að þá er það spurningin hvort maður eigi að henda undan nagladekkjunum fyrir 2 daga eða hreinlega bíða þetta af sér og vonast eftir frosti alla næstu viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband