Supercrossið í San Diego

Ætla ekkert að fjalla um stóra flokkinn, en get þó aulað einu út úr mér og það er að Davi er sífellt að verða betri og betri.  Virkilega gaman að horfa á hann keyra.  Tim Ferry er allur að komast í sitt form, eins og það var undir það síðasta í supercrossinu í fyrra.  Verður sífellt hraðari og hraðari.  Háði mjög harða baráttu um toppsætin.

Lites flokkurinn, en þá er Ryan Dungey verulega farin að gefa eftir og Jason Lawerence er allur að færast í aukana.  En Jason Lawerence, sem keppir fyrir Boost Mobile Yamaha of Troy’s, vann sína þriðju keppni í röð eftir að Ryan Dungey datt í einum af "vúpsaköflunum".  Með þessum sigri komst Jason Lawerence upp í efsta sæti á stigatöflunni, á undan Ryan Dungey.  Greinilegt að hann er að öðlast mikið meira sjálfstraust og nú skortir orðið stöðugleika í Ryan sem endaði þó í 6 sæti þrátt fyrir fallið.

021008reed_pastrana400Til gamans má geta að Travis Pastrana var á svæðinu og að sjálfsögðu tók hann þátt í smá fíflaskap.  Ekki nóg með það, heldur fór hann einn hring í brautinni með Chad Reed og þar var þessi skemmtilega mynd tekin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband