Flott sleðasýning fyrir utan Össur í kvöld og ekki má gleyma Aron og Strákúst

Ég og Gunni.  Flottir gallar maður...:o)Fjölskyldan brá sér fyrir utan Össur í kvöld til að sjá kynninguna fyrir snjócrossið sem fer fram í Bolöldu á morgun.  Það varð ekki laust við að nettur fílingur færi um mann að sjá alla þessa sleða þarna saman komna og lyktin var geðveik...:o)  En Jesús hvað það var kalt.  Mælirinn sýndi - 16°C og var eins gott að vera vel klæddur. 

Sýninginn var flott og ótrúlega gaman að sjá sleðana stökkva yfir pallinn sem búið var að búa til fyrir stökkin.  Atriði dagsins átti Gunni Hákonar að öllum öðrum ólöstuðum.  Við erum orðin spennt að sjá snjócrossið á morgun en það verður ljóst að maður verður að hafa með í för mikið af kaffi og heitu kakói.

Strákústurinn klikkaði ekkiSeinna komu Aron og Strákúst á hjólunum og stukku þeir hátt í loft upp.  Flott hjá þeim þrátt fyrir að þröngt væri á þingi fyrir þá félaga þar sem fólk var búið að leggja bílunum út um allt.  Tók nokkrar myndir og tókust þær betur heldur en ég bjóst við, miðað við linsu og flass.  Sendi þær út á netið í nótt en á meðan verðið þið að dást af mér og Gunna Hákonar + flotta mynd af Strákúst.

Myndirnar komnar inn og bein slóð á þær er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Snjocrosskynning/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband