Mánudagur, 28. janúar 2008
Supercrosskeppnin í San Francisco -- drullumall drullumallana
Það er óhætt að segja að veðurguðirnar hafi verið í aðalhlutverki í síðustu supercrosskeppninni sem haldin var í San Francisco. En brautin var eitt drullusvað og hafði verulega áhrif á keppendur. Ekki nóg með það, heldur ringdi stanslaust á aðalkeppnina í Lites flokknum. Keppnin var stytt og var til dæmis aðalkeppnin hjá stóru strákunum stytt í 15 hringi. Verður gaman að sjá þetta á Sýn þegar þetta kemur til landsins og vonandi nær það til landsins án þess að veðurguðirnir spili þar meira inn í. En veðurguðurnir voru eitthvað stríða okkur með síðasta mót sem náði ekki í tíma á Sýn.
Úrslitin í Lites voru:
1. Jason Lawrence
2. Tommy Hahn
3. Brett Metcalfe
Jason fílar drullumallið í tætlur og úrslitin í samræmi við það. Californiu piltarnir áttu í töluverðum erfiðleikum í þessari keppni, enda brautirnar þeirra nánast malbikaðar
Í stóra flokknum urðu úrslitinn eftirfarandi:
1. Chad Reed
2. Kevin Windham
3. Davi Millsaps
Gaman að sjá hvað "gamli" Kevin Windham er seigur og er virkilega gaman að fylgjast með honum. Aftur á móti er það ljóst að það eru fáir sem virðast eiga snúning í Chad Reed eftir að James Stewart meiddist. Í fyrsta sinn síðan í opnunarmótinu á Anaheim 1 að þá kláraði Grant Langston keppnina og endaði í 5 sæti.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 376190
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar