Laugardagur, 26. janúar 2008
Troðið í Bolöldu í dag af sleðamönnum
Komum okkur seint og illa upp í Bolöldu í dag til að kíkja á snjócross í brautinni. Vá! Þvílíkur fjöldi af fólki. Var engin leið að komast almennilega að húsinu og bílastæði því mjög takmörkuð. Ekki hjálpaði snjórinn til, en hann þrengdi ennþá frekar þá kosti hvar hægt var að leggja bílnum. Endaði með því að við fórum af svæðinu og komum aftur seinna í þeirri von okkar að eitthvað hafði minnkað af fólki. Komumst við að í seinna skiptið sem við reyndum.
En þrátt fyrir þrengingar á bílastæðum og mjóir vegir sökum snjóruðnings að þá var mjög ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda sem hafði lagt leið sína upp eftir. Hryllilega eru þessi sleðar orðnir flottir og hef ég varla horft á slíka í að verða ein rúm 20 ár, en maður sjá það á þessum sleðum sem voru að stökkva á stóra pallinum að fjöðrunin er gjörbreytt og allt annað að sjá þessi faratæki lenda en í den.
Mér skilst að reyna eigi að halda snjócrosskeppni þarna næstu helgi og verður mjög gamana að sjá það. Skora ég á alla að kíkja á það ef af verður, en skv. veðurspánni að þá virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir það. Já, ótrúlegt en satt. Snjórinn virðist ætla að tóra í meira en nokkra daga hér á suðvesturhorninu. Meira segja jaxlar eins og Gunni Hákonar var komin á flatlendið til þess sleðast og ástæðan fyrir því var að það er engin snjór fyrir norðan... Hver hefði trúað því. En virkilega gaman að sjá þetta í dag. Margrét vill nú ólm kaupa sleða þar sem henni fannst þetta geðveikt. Halli! Ekki hringja í mig með tilboð...
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 376190
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar