Leirtjörn í dag, snjóakstur ekki ísakstur...:o)

Já, það hafði enn bætt í snjóinn frá því í gær og má með sanni segja að þetta hafi verið snjóakstur en ekki ísakstur.  Ekki nóg með það heldur var hluti af ísnum farin að gefa sig eftir hamaganginn, þannig að óhætt er að segja að það hafi ekki verið kjöraðstæður til ísaksturs.  Enda myndi ég varla kalla þetta ísakstur sem fór þarna fram í dag.

Gaman, gamanHvað sem því líður að þá var frábært veður og fólk skemmti sér ágætlega þrátt fyrir fyrrgreindar aðstæður á "ísnum".  Margrét er nú ekkert yfir sig hrifinn af ísnum og er meira að skrölta til þess eins missa ekki tilfinninguna fyrir hjólinu.  Óliver, sem hefur alltaf verið hrifin af ísakstri, fannst færið þungt í dag.  Kvartar líka aðeins yfir hæðinni á hjólinu og spurning hvort við hefðum ekki átt að láta hann hanga aðeins lengur á 65cc hjólinu.  Það þarf ekki að spyrja hvernig Björk fannst, en svo framarlega sem hún getur snúið upp á rörið að þá er gaman.  Mér finnst ísinn skemmtilegur og hentar hann mér að mörgu leyti ágætlega.

Jæja, best að hætta þessu röfli.  Henti nokkrum myndum á netið og er bein slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Leirtjorn20januar2008/.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband