Myndir frá Mývatni komin á netið

Já, ég veit það.  Ekkert að marka hvað ég segi.  Já, þetta átti ekki að koma á netið fyrr en seinnipartinn á morgun.  En kerla sofnuð og mitt hefðbundna næturbrölt byrjað, þannig að ég ákvað að klára þetta bara og henda þessa út á netið.  En Signý er hreint út sagt geðveik á ísnum og ótrúlegt hvað sú stutta getur keyrt.  Átti margur strákurinn fullt í fangi með hana, en það var ekki nóg með að hún keppt í kvennaflokki, heldur keppti hún líka á karlaflokki.  Fyrsta beygja eftir ræsingu í karlaflokkiAf öðrum konum ólöstuðum að þá keyrði Margrét #184 vel og Eyrún skvísa, mamma Signýjar, var ótrúleg í brautinni þrátt fyrir 2 góðar byltur í fyrsta moto-inu.  Skora líka á ykkur að fylgjast vel með Maríu Guðmundsdóttir.  Nýlega byrjuð í þessu sporti en greinilega hörku "keyrari".   Svo var þarna líka ung stúlka á keyra á hjóli #689 og keyrði sú stelpa mjög flott.

Í karlaflokki er það markverðast að Hafþór Grant #430 var geysilega flottur í síðustu tveimur moto-inum, eftir að búið var að skipta um dekk eftir fyrsta moto-ið.  Vann hann síðustu 2 moto-in.  Einnig var Kristófer #690 sterkur, en hann keppti á hjóli föður síns og skilst mér að hann sé samningslaus fyrir næsta ár...  "Bóndinn" var líka seigur og Unnar var og er, af náttúrunnar hendi, flottur...:o)

Hvað sem því líður, að þá er bein slóð á myndirnar: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Iskross-Myvatn/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband