Ískross á Mývatni

Jæja, eins og alþjóð líklegast veit að þá þarf ekki mikið til að æsa kerlu upp til að taka þátt í einhverju sem tengist motocrossi á einhvern hátt.  Þannig að úr varð, eftir að Eyrún og Tedda voru búin að rugla nógu mikið í Björk, að við brunuðum norður seint á föstudaginn og vorum komin austur um eittleytið um nóttina.  En til þess að hægt væri að fara að þá varð að dekkja upp hjólið hennar Margrétar + sendibílinn sem var ennþá á sumardekkjum.  Ekki bara það, heldur átti eftir að "jetta" hjólin hjá þeim öllum og redduðu Gunni S. og Fíi því í snatri fyrir mig á fimmtudagskvöldið.  Eðaldrengir þessi tveir.

Björk á ísnum á MývatniÞað var hreinlega skítkalt þarna en mikið ofboðslega er þetta fallegur staður og aðstæður til ísaksturs hreint út sagt truflaðar ef ég má þannig að orði komast.  Við gistum á hótel Sel þar sem afar viðkunnugleg kona að nafni Sigrún tók á móti okkur.  En nánari upplýsingar um þetta hótel má finna á vefslóðinni: http://www.myvatn.is/.   Var ég búin að segja að það hafi verið kalt?  Já, hún brjálaða Bína kallar ekki allt ömmu sína en hún kom hreinlega grenjandi inn í bíl úr kulda eftir æfingahringina, svo kalt var það.  Fyrir utan kuldann, að þá eins og áður sagði voru aðstæður frábærar á staðnum.  Ísinn þykkur og brautin löng og hröð.  Þökkum við fyrir okkur þennan dag og vitum við hverju er að búast næst þegar við komum þarna.  En það er lykilatriði að vera í mjög góðum fötum og vera með hlífar yfir handföngin, eins og vélsleðamenn nota, til að verjast kuldanum.  Öðru vísi gengur þetta ekki.  Þannig að bottom line er, að vera betur búin... 

Svona að lokum, fyrir þá sem voru að spyrja út í myndirnar.  Að þá byrja ég að henda þeim inn seinnipart sunnudags. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband