Mánudagur, 7. janúar 2008
Supercross tímabilið byrjaði með látum
Ja, hérna. Vorum að horfa á Anaheim 1, bæði lites og premium flokkinn og verð að segja að þetta var hrikalega spennandi keppni. Brautin var hrikalega erfið eftir miklar rigningar í rúman sólahring rétt fyrir keppni og hafði það svo sannarlega áhrif á keppendur. Lites flokkurinn var hreint út sagt geðveikur eins og venjuleg. Er langt síðan að maður hefur séð 6 einstaklinga berjast um forystu marga hringi í röð í aðalkeppninni þeirra á milli. Undanrásirnar í lites flokknum var líka gífurlega skemmtileg og verð ég að segja að ég hreinlega skil ekki af hverju SÝN skuli ekki sýna frá þessari keppni líka. Lites flokkurinn er sjálfsagt á hálfvirði á móti Premium flokknum og kaupa þetta tvennt saman í pakka ætti að gefa auka afsláttarkjör. Í stað þess eru þeir að sýna frá póker, sem er vægast drepleiðinlegt sjónvarpsefni og varla hægt að horfa á meira niðurdrepandi efni á föstudagskvöldi áður en þeir byrja að sýna frá NBA sem reddar svo kvöldinu. Þ.e.a.s. ef maður er ekki steinsofnaður yfir pókernum.
Premimum flokkurinn kom svo sannarlega á óvart í ár og er ljóst að þetta ár verður spennandi ef áfram heldur sem horfir og ekkert er gefið í þessum flokki. Undanrásirnar voru gífulega skemmtilegar í þessum flokki og hef ég ekki séð jafn skemmtilegar undanrásir frá því að RC hætti að keppa. Keppnin í aðalflokknum var líka geysilega flott og bráðskemmtileg. Til þess að eyðileggja ekki stemminguna fyrir þeim sem eiga eftir að horfa á þetta á föstudaginn, að þá ætla ég ekki að birta úrslitin hér enda ekki í mínum verkahring. Skora ég einfaldlega á alla þá sem það geta að horfa á keppnina sjálfa sem sýnd verður á SÝN kl.21:10.
Verð þó að lokum að þakka SÝN fyrir að sýna frá þessari keppni, þó ég að sjálfsögðu vildi sjá meira eins og allan Lites flokkinn.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 376190
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar