Þorlákshöfn í dag

Fjölskyldan brá sér í Þorlákshöfn í dag að hjóla í brautinni þar og aldrei þessu vant að þá var mjög gott veður.  Yamaha liðið var með æfingu þar, en þar sem skyndilega höfðu gufað upp 3 strappar á heimilinu að þá varð ég að renna við í Nitró til að kaupa strappa til að geta fest hjólin í bílinn áður en lagt var í hann.  Þannig að við mættum klukkutíma seinna en áætlað var.

Margrét í brautinniBrautin var mjög laus í sér, enda var nýbúið að róta hana alla upp, og í sandinum leyndust grjót eða klettar sem á köflum gerðu hana hættulega.  Enduðu nokkrir hressilega í móðir jörð þar á meðal Kjartan nr. 274 fékk frekar slæma byltu.  Ofan á þetta allt saman að þá var sólin það lágt á lofti að skyggnið var mjög lélegt á köflum.  Já, við Íslendingar erum aldrei ánægðir með veðrið og seint bjóst ég við að fjölskyldan myndi blóta sólskini en sú varð raunin í dag.  Endaði dagurinn þannig að nánast allir hættu að hjóla vegna skyggnisins og ástand brautarinnar.  Fyrir utan þetta allt saman, að þá var þetta bara hin ágætasti dagur.  Hugsa mér með að henda nokkrum myndum inn seinna í kvöld.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband