Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Nýtt hjólaár gengið í garð -- brugðið sér til Þorlákshafnar
Gleðilegt nýtt ár! Fjölskyldan vildi nú ekki sitja með hendur í skauti og horfa á útþynnta dagskrá sjónvarpsins fyrir daginn í dag og var ákveðið að fara að hjóla í dag ásamt feðgunum, Kela, Helga og Hlyn. Fyrst var hugmyndin að reyna að komast á ís, enda búið að negla stóran hluta af hjólunum. Fljótlega varð okkur ljóst að ekki yrði nú mikið úr því þar sem veðrið síðustu daga væri búin að taka allan ísinn af. Eftir að Keli hafði komið við í Bolöldu, að þá var ákveðið að brenna til Þorlákshafnar. Mikil hálka var á leiðinni, en veður bara með ágætasta móti.
Það sem kom okkur skemmtilegast á óvart fyrir austan var í hversu góðu ástandi brautin var. En ekkert frost var í henni, en að sjálfsögðu var komin stóri "andapollurinn" sem myndast svo oft við slíkar rigningar eins og verið hefur síðustu daga. Við lentum í smá kertaveseni og er ljóst að við þurfum að láta "jetta" hjólin okkar fyrir næstu ferð. Þegar við loksins komumst út í braut var farið að bregða birtu, en fólkið lét það ekki á sig fá og hjólaði meðan það gat. Brjálað Bína kvartaði að vísu undan handakulda, en þar fyrir utan lét hún sig hafa það í stóru pollana.
Miðað við spána næstu daga að þá er ljóst að Þorlákshöfn er inni og ekki mikill ísakstur framundan í bili. Við ætlum að reyna að fara austur aftur um helgina. Við þökkum þeim feðgum fyrir samveruna og hjálpina. Sjáumst um næstu Helgi. Hér til hliðar er töff mynd af Helga, en hún líður fyrir það hversu birtuskilyrðin voru erfið. Tímdi samt ekki að henda henni... En mun betur gekk að taka upp á videovélina við þessar aðstæður en að brúka venjulega myndavél.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 376190
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar