Sunnudagur, 1. október 2006
Motocross helgi fjölskyldunnar
Já, það má með sanni segja að þetta sé búinn að vera mikil helgi hjá fjölskyldunni varðandi motocross. Frúin var með bílskúrssölu yfir helgina og við hin vorum vinsamlegast beðin um að fjarlægja hjólin á meðan. Þannig að við fórum upp í Bolöldu á laugardaginn og vorum þar í rúma 5 tíma meða Einari Smárasyni og Bryndísi. Þar hittum við að sjálfsögðu fleiri skemmtilega einstaklinga þannig að dagurinn varð hin mesta skemmtun. Sunnudagurinn fór svo í Sólbrekku í rúma 3 tíma.
Bolalda er að verða mjög skemmtilegt svæði og er eitthvað fyrir alla á því svæði. Púkabrautir fyrir byrjendur, miðlungsbraut og svo stóra brautin. Einnig eru fjölmargir enduroslóðar sem hægt er að fara og býður þetta svæði orðið upp á mestan fjölbreytileika af öllum þeim svæðum sem ég veit um á Íslandi í dag. Sem sagt eitthvað fyrir alla. Enda er svæðið orðið mjög fjölsótt og þykir það orðið lítið ef færri en 30 hjól eru á svæðinu samtímis. Einnig hefur orðið töluverð fjölgun á fjórhjólum á svæðinu og eykur það bara síbreytileikann sem þetta svæði er að sýna af sér í dag.
Sólbrekka má muna fífil sinn fegurri og mætti fara að "lappa" aðeins upp á hana, þó svo að hún verði rifin og tætt einhvern tímann í framtíðinni. Mér skilst nefnilega að henni verði ekki slátrað fyrr en að ný bráðabirgðarbraut sé tilbúin til notkunnar á svæðinu. Brautin er orðin ansi holótt og tæp á köflum. Hvet ég VÍR, sem hefur gert skemmtilega hluti í kringum þessa braut, til að halda henni aðeins við. Það er eiginlega lágmarkskrafa ef menn vilja fá greiðslur fyrir brautarnotkun.
Bolalda er að verða mjög skemmtilegt svæði og er eitthvað fyrir alla á því svæði. Púkabrautir fyrir byrjendur, miðlungsbraut og svo stóra brautin. Einnig eru fjölmargir enduroslóðar sem hægt er að fara og býður þetta svæði orðið upp á mestan fjölbreytileika af öllum þeim svæðum sem ég veit um á Íslandi í dag. Sem sagt eitthvað fyrir alla. Enda er svæðið orðið mjög fjölsótt og þykir það orðið lítið ef færri en 30 hjól eru á svæðinu samtímis. Einnig hefur orðið töluverð fjölgun á fjórhjólum á svæðinu og eykur það bara síbreytileikann sem þetta svæði er að sýna af sér í dag.
Sólbrekka má muna fífil sinn fegurri og mætti fara að "lappa" aðeins upp á hana, þó svo að hún verði rifin og tætt einhvern tímann í framtíðinni. Mér skilst nefnilega að henni verði ekki slátrað fyrr en að ný bráðabirgðarbraut sé tilbúin til notkunnar á svæðinu. Brautin er orðin ansi holótt og tæp á köflum. Hvet ég VÍR, sem hefur gert skemmtilega hluti í kringum þessa braut, til að halda henni aðeins við. Það er eiginlega lágmarkskrafa ef menn vilja fá greiðslur fyrir brautarnotkun.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar