Nýi DVD diskurinn fyrir mótaröðina 2006 og 2007

Verð eiginlega aðeins að tjá mig um þennan disk.  Gott og flott framtak og liggur sjálfsagt gífurleg vinna hér á bakvið.  Verð samt að segja að mér finnst það hálf dapurlegt hvað lítið var sýnt af yngri flokkunum, sérstaklega í ljósi þess að þetta er greinilega ekki á leið í sjónvarpið eins og ráð var gert fyrir og að menn hafa greinilega verið að klippa þetta til í þeim tilgangi að selja í verslun.  Af tæplega 200 keppendum sem skráðu sig til leiks í einhverja keppnina síðasta liðið sumar, að þá voru það ekki nema 41 í MX1 og 16 í MX2.  Ef maður fer yfir nafnalistann að þá voru þeir ennþá færri.  Það vill stundum gleymast að stærri hluti þess sem eru áhorfendur og hugsanlega kaupendur af disknum, eru aðstandendur yngri keppenda en ekki þeirra eldri.  Menn mættu hafa það í huga fyrir næsta ár, ef af slíkri vinnu verður.  Spurning hvort að menn hefðu frekar átt að sleppa árinu 2006 og setja yngri flokkana á annan diskinn og meistaraflokkinn á seinni diskinn?  Vera svo með 2006 á sér disk. 

Það skiptir nefnilega ekki síður máli að hlúa að ungviðinu eins og klappa gömlu kempunum á bakið.  Því aukin sýning á yngri iðkendum kveikir hugsanlega frekar í vinum þeirra og öðrum af sama aldri, heldur en að sýna eingöngu stóru og flottu strákana.  Vinir og kunningjar þeirra þekkja ekki Einar, Ragga, Aron, Valda, Kára, Gylfa svo einhverjir eru upptaldir.  Heldur þekkja þeir sína vini.  Ég t.d. ætlaði að kaupa 4-5 diska og senda út til ættingja og vina.  Því miður verður ekki af því, þar sem nánast ekkert er birt af þeim sem þau þekkja.  Þetta er flott "wrap up" fyrir mig, endi þekki ég orðið til.

Annars finnst mér efnið af MX1 og MX2 flott og vel klippt.  Ég geri mér grein fyrir að af nógu er að taka og er ég hér með alls ekki að gera lítið úr þeirri vinnu sem hér liggur að baki.  Þetta á frekar að vera ábending til þeirra sem eru að framkvæma þessa vinnu þar sem ég tel tvímælalaust liggja meiri sölutækifæri fyrir þá að sýna meira af yngra liðinu.  Þar með ertu ekki eingöngu að miða diskinn að þeim þrönga hópi sem er "hardcore" að keppa eða hjóla, heldur líka vini og ættingja.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband