Afskiptaleysi fjölmiðla

Það kemur mér alltaf meir á óvart hversu lítið fjölmiðlar eru tilbúnir að fjalla um þetta sport almennt.  Er ég þá ekki að tala um einstaka greinar um iðkendur, heldur mót og úrslit þeirra.  Að engin umfjöllun hafi átt sér stað um t.d. Kirkjubæjarklaustur verður án efa að teljast eitt af hneykslum ársins er varðar umfjöllun um stórviðburði í íslensku íþróttalífi.  Það telst markverðara að kona á Húsavík sé búin að safna hátt í 600 jólasveinum eða tveir krakkar hafi farið í jólaljósasamkeppni á húsum í einni götu í Garðabæ.  Ekkert á móti þessu fólki og gott að það hafi fengið umfjöllun.  Nei, það þykir ekki merkilegt að rúmlega 500 manns hafi komið saman til að hjóla úr sér vitið og hátt í 2000 áhorfendur hafi verið á svæðinu.  En ef fylleríssamkoma á sér stað úti í bæ, að þá eru fjölmiðlarnir fljótir til. 

 Ég vil þó taka fram að ég tek hattinn að ofan fyrir Bílar & sport sem hefur heldur betur bætt í alla umfjöllun um sportið, en þegar ég er að tala um fjölmiðla að þá er ég fyrst og fremst að tala um þessa stóru sem fjalla um íþróttaatburði daglega.  Hvað veldur þessari dauðaþögn er mér hulin ráðgáta, en það er ljóst að við eigum ekki sama aðgang að fjölmiðlum og aðrar íþróttagreinar.  Er mikið verk fyrir höndum hjá þeim sem stunda þetta sport að koma þessari íþrótt betur á kortið hvað fjölmiðla snertir.  Ég neita að trúa því að umfjöllun stafi að stærstum hluta af eintómum klíkuskap, en að sjálfsögðu hlýtur umfjöllun oft að taka mið af áhugasviði hvers og eins íþróttafréttaritari og þar eigum við engan kandídat... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband