Mánudagur, 3. desember 2007
Keppnisfyrirkomulagið í Texas
Það var eitt sem vakti athygli okkar á WMA Drill Tech Cup '07 og það var úrval keppnisflokka sem keppendur gátu skráð sig í. Þetta fyrirkomulag sem þeir hafa úti gerir það að verkum að einn og sami keppandi getur keppt í hinum ýmsu flokkum og þar með hámarkað keppnina ef þannig má að orði komast. Keppnin varð fyrir vikið fyrir keppandann mjög opin og skemmtileg, og átti það sama við fyrir áhorfendur þar sem það var alltaf eitthvað að gerast. Flokkaskiptingin var þannig að þú gast skráð þig eftir aldri, styrkleika og hjólastærð. Sumir flokkar voru opnir og þá gátu allir tekið þátt. Aðrir voru mjög niður njörvaðir og komust eingöngu í þá flokka sem nákvæmlega uppfylltu þau skilyrði. Gott dæmi um þetta var að ef þú skráðir þig í WMA 100cc & up D (beginner) að þá gastu með engu móti skráð þig í næsta styrkleikaflokk fyrir ofan sem var VMA 100cc & up C (novice) og svo öfugt. Eftir að þú ferð upp um styrkleikaflokka, að þá áttu engan möguleika á að fara til baka. En aftur á móti gat manneskja sem búin var að skrá sig í WMA 100cc & up D (beginner) skráð sig í WMA 80cc Open, WMA JR VET 25+, WMA VET 40 o.fl. Það sem meira var að stelpurnar gátu skráð sig í alla karlaflokka sem voru að keppa samhliða og gerði það að verkum að þær fengu mjög mikið út úr þessari keppni.
Því miður áttuðum við okkur ekki á þessu nógu snemma, en við erum reynslunni ríkari fyrir næstu ferð og munum taka fullt tillit til þess við skráningu. En að sjálfsögðu stefnum við að fara að ári og þá munum við gera betur ráð fyrir að kuldaboli geti komið í heimsókn eins og hann gerði síðustu dagana. Þessi keppni verður alltaf stærri og stærri í sniðum og tel ég það forréttindi að geta verið þátttakandi í svona móti.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar