Föstudagur, 30. nóvember 2007
CycleRanch MXpark
Jæja, þá verður maður að halda áfram með loforða listann um að skrifa um þessa keppni. Hér ætla ég lítillega að fjalla um brautina sjálfa og þær aðstæður sem eru þarna úti. Þið eruð sjálfsagt flest búin að lesa um úrslitin á motocross.is.
Brautin sjálf er ekki beint á fjölfarnast stað í Bandaríkjunum en er þeim mun skemmtilegri. En hún stendur við Floresville í Texas, sem er rétt fyrir utan San Antonio, og tekur um 40 mínútur að keyra beint frá flugvellinum í San Antonio á brautina. Fyrir þá sem hafa áhuga að þá mæli ég með að stilla GPS tæki beint á Floresville og leita svo að stóru skilti á vinstri hönd um það bil 5-10 mínútur eftir að komið er inn í bæinn. Þar er þetta merkt stórum stöfum. Jarðvegurinn í brautinni er blanda leirs og moldar og telst mjög fíngerður á okkar mælikvarða. Samt verður hann ekki eins lauskenndur og moldin hér heima og er mun minna um svifryk á svæðinu heldur en t.d. í Álfsnesi á góðum þurrum degi. Mitt mat á honum er að hann er truflaður og gripið geðveikt. Það er nokkrir góðir pallar í brautinni og gefur loftmynd ekki rétta afstöðu til þeirra hvað varðar hæð og lengd. Brautin liðast upp og niður í brekkum og er beygjurnar lagðar á milli trjáa sem gefa henni skemmtilegan svip, en jafnframt gerir það að verkum að útsýni takmarkast mikið á þegar um 1/3 er búin af henni og lagast aftur þegar 2/3 eru eftir. Brautin er í lengra lagi en við eigum að venjast hér heima og tekur hringurinn fyrir pro ökumann rúmar 2 mínútur. Það eru 40 steypt hlið á brautinni og eru þau vökvastýrð, að mig minnir. Á svæðinu er ágætis aðstæða og má þar nefna tjaldstæði, þvottastöð, motocross verslun, salerni og sturtur ásamt sjoppu með grilli. Ef það er eitthvað sem má setja út á þarna að þá mættu þeir vera duglegri að þrífa salernis og sturtu aðstöðuna, en það getur að sjálfsögðu verið erfitt í sambærilegum aðstæðum og sköpuðust þarna á svæðinu með slíkum fjölda keppenda. Hægt er að leigja brautina og loka henni fyrir almenningi og mig minnir að það kosti litla $1.000 USD.
Fyrir þá sem eru heitir að þá mæli ég með að þið hafið samband við Bill hjá MotorShak, sem er verslunin á staðnum. Þetta er hinn besti karl og getur orðið ykkar innan handar með eitt og annað. Netfangið hjá Bill er: motoshak@tgti.net. Svona fyrir þá sem vita ekki hvernig þessi karl lítur út að þá er hér mynd af mér og honum í einhverju smæstu en jafnframt úttroðnustu motocross verslun sem ég hef komið í á ævinni. Ótrúlegt úrval í jafn litlu rými.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar