2 strokes hjól áberandi í US

Ræsing í 85cc flokk drengja, fyrsta beygjaVarð að setja nokkrar línur á blað yfir það sem mér þótti áberandi í keppninni í Texas og það er að kaninn virðist pressa grimmt á það að yngri krakkarnir keyri 2 strokes hjól en ekki 4 strokes.  Þegar ég var að horfa á keppni í 85cc flokki að þá sást varla Honda CRF150 hjól á ráslínu, heldur voru þetta nánast allt 2 strokes hjól.  Þetta þýddi ekki að það hafi verið lítið af Hondu hjólum, alls ekki, heldur einfaldlega það að kaninn virðist halda þessum hjólum að sínum yngri iðkendum vísvitandi.  Þegar ég spurðist fyrir um þetta að þá var svarið mjög einfalt.  Þau læra mun meira á því að keyra slík hjól frekar en 4 strokes, sem gerir þau að betri ökumönnum, þau eru léttari og það sem skiptir líka máli er að þau eru ódýrari í rekstri.  Enda var hreint út sagt ótrúlegt að sjá toppökumenn í þessum flokki keyra þessi hjól, flæðið í brautinni flott og hraðinn ótrúlegur.

Annað sem var einnig mjög áberandi á þessu móti er hvað KTM virðist vera með öflugt starf í yngstu aldurshópum ökumanna.  Var góður meirihluti KTM hjól á ráslínu í 65cc flokki og einnig voru þau mjög áberandi í PW flokknum.  Þessi var ótrúlegur, var númer 96 og ók í 65cc flokki drengjaÞetta á án efa eftir að skila æ fleiri ökumönnum á þessa tegund hjóla í framtíðinni og ég tel að markaðshlutdeild KTM í US eigi bara eftir að vaxa samhliða þessu öfluga markaðsstarfi þeirra.  Ég sá þarna einn ökumann á 65cc hjóli og verð ég að segja að ég hef nánast aldrei séð annað eins.  Drengurinn var um 9 ára gamall og hraðinn var slíkur að toppökumenn hér heima hefðu átt í fullt í fangi með þennan dreng.  Enda koma á daginn að hann fór leikandi með að stökkva vel rúmlega 30 metra stökk og þar sem margur fullorðin keppnismaður tók einfaldan, einfaldan að þar stökk hann tvöfaldan, tvöfaldan.  Þetta var eins og að horfa á snaróða býflugu á brautinni.  Ótrúlegt hvað kaninn er góður í loftinu og virðist ekki skipta neinu máli á hvaða aldri ökumaðurinn er, þeir virðast hreinlega vita hvað þeir eiga að gera eftir að þeir lyftast frá jörðu.  Enda kom kom nánast allur krakkaskarinn, frá PW og upp úr, með gjöfina í botni á pallanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 376190

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband