Nýkomin heim frá USA

Jæja, erum nýstiginn inn úr dyrunum heima eftir einhverja þá ævintýralegustu ferð sem ég hef farið í lengi.  Heimferðin gekk heldur betur brösuglega og réðist það ekki fyrr en á síðustu stundu, í orðsins fyllstu merkingu, hvort við náðum flugvélinni heim frá Baltimore.  En við lentum í því að vélin sem við fórum með gat ekki lent á þeim flugvelli sem til var ætlast í byrjun og lenti hún því í Richmond.  Í stað þess að hleypa okkur frá borði, að þá var eldsneyti sett á vélinni og hún lenti svo á Dulles flugvellinum tæpum þremur tímum á eftir áætlun.  Þá voru góð ráð dýr því við áttum eftir að taka leigubíl frá Dulles til Baltimore og þetta var á háanna tíma í umferðinni og allir á leiðinni til síns heima eftir Thanksgiving.  Öllu jafna tekur þessi ökuferð rúman klukkutíma, en eftir aðeins 10 mínútna akstur vorum við föst í umferðateppu rétt fyrir utan Dulles flugvöllinn og 45 mínútur í brottför frá Baltimore.  Við vorum satt að segja löngu búin að gefa upp alla von að ná vélinni heim þegar allt í einu var eins og flóðgáttin opnaðist og leigubílstjórinn gat sett pinnann í gólfið.  Við vorum mætt fyrir framan innritunarborðið 12 mínútur í brottför og viti menn að þá náði stöðvarstjóri Flugleiða að kreista okkur inn í vélina með einhverjum undraverðum hætti.  Þakka ég þeim kærlega fyrir liðlegheitin því ef til þess hefði ekki komið, að þá hefðum við þurft að dúsa 2 daga í viðbót í Bandaríkjunum þar sem ekkert flug var á döfinni fyrr.

Eins og áður segir að þá var þetta mikil ævintýraferð og kom þessi keppni verulega á óvart.  Er hægt að skrá sig í marga mismunandi flokka sem gerir það að verkum að einn og sami keppandinn getur keppt í allt að 6 keppnum sama daginn við miserfiða andstæðinga.  Þarna voru keppnir fyrir krakka á aldrinum 4 ára og upp í 40+ og var keppt frá fimmtudegi til og með sunndeginum.  Þannig að þátttakendur voru að fá heilmikið fyrir sinn snúð í þessari keppni.  Var bæði keppt í karla og kvennakeppni og máttu konur taka þátt í karlakeppnum líka sem gerði úrvalið ennþá meira fyrir þær en ella.

Björk að taka vel á því í drullunni í síðustu keppni sinni á laugardaginnÉg mun fjalla ítarlegar um þessa keppni á næstu dögum og fara í gegnum myndasafnið.  En ég tók í hátt í 3000 myndir í þessari ferð.  Nú ætla ég að leggja mig í 1-2 tíma þar sem við náðum ekkert að sofa í vélinni á leiðinni heim.  Svona rétt til að ná smá orku, enda erum við á síðustu bensíndropanum núna.  Þar til er hér mynd af Björk (brjáluðu Bínu) þegar hún er að tryggja sér 3 sæti í VET 25+.  En svona til að þið ruglist ekki í ríminu að þá var hjólið merkt með númerinu hennar Margrétar og þar sem um einungis eitt hjól var um að ræða að þá var ekki verið að standa í því að skipta um númer, heldur fengu þær að nota sama númerið á hjólinu sem auðvelduðu hlutina til muna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband