Bikarmót VÍK afstaðið

Jæja, þá er fyrsta stóra mótið búið í Bolöldu.  Tæplega 70 keppendur tóku þátt í þessu móti og var þetta hin mesta skemmtun.  Að vísu vantaði nokkur góð nöfn í suma flokkana og áberandi að enginn 
frá Yamaha skyldi vera í MX1.  En Gylfi var ákeðin í að láta ekki Ed Bradley sitja einan að sigrinum og var keppnin þeirra á milli mjög skemmtileg og hörð.  Endaði því miður á þann veg að Gylfi féll í fyrstu tveimur mottó-inum og varð að hætta keppni vegna meiðsla.  En fyrir þá sem kepptu, vil ég þakka fyrir góða skemmtun.

Bolalda er að verða virkilega skemmtilegt svæði og er ljóst að þeir aðilar sem hafa lagt hönd á plóg hafa unnið kraftaverk þarna á þeim skamma tíma sem þeir hafa eytt í uppbyggingu svæðisins.  Eiga þeir mestu þakkir fyrir sitt starf.  Með þessu áframhaldi verður þetta eflaust eitt allra flottasta hjólasvæði á landinu fyrir motocross og endurohjól, og þó víðar væri leitað.  Það er ljóst að með þessari uppbyggingu að  þá er hægt stuðla að öflugra æfingaprógrammi fyrir iðkendur og jafnvel að stíla meira inn á æfingar fyrir yngri kynslóðina.  Í því sambandi ætti að vera hægt að fá styrki frá ÍSÍ til kennslu fyrir yngstu aldurshópana.

Hvað sem líður að þá eru spennandi tímar framundan í þessari íþrótt og ljóst er að Bolalda "Rokkar"...:o)

Ég mun setja einhverjar myndir á vefinn í kvöld eða á morgun frá bikarmótinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband