Á leið til San Antonio

Ég á flugvellinum í Dulles að blogga á netið

Jæja, nú sitjum við á Dulles International Airport og bíðum eftir flugi til San Antonio.  Ég ætlaði að reyna að breyta fluginu eitthvað en það er gjörsamlega vonlaust þar sem á sama tíma er Thanksgiving í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu ein af þungarvigtarhelgum í ferðalagi.  Alltaf jafn heppinn...:o)  Við lendum í San Antonio kl.20 að US tíma.  Þaðan tökum við bílaleigubíl til CycleRanch MXPark og ættum að komast þangað um kl.21. 

Það er eins gott að við gleymum ekki miklu þar sem eitthvað er um að búðir séu lokaðar út af þessari hátíð.  Það er kaldara í Washington heldur en á Íslandi þegar við fórum, en það lagast þegar við förum suður til San Antonio.   So far höfum við bara kynnst hótelum og flugvöllum.  Óliver er yfir sig hrifinn af Bandaríkjunum og að sjálfsögðu hefur hann spurt.  "Pabbi!  Af hverju er allt svona stórt í Bandaríkjunum?".  Annars held ég þetta hafi fyrst og fremst stafað af því að það voru svo margar teiknimyndarásir í sjónvarpinu og hann fékk mikið á matardiskinn þegar það var pantað...:o)  Nú er ekkert meira fram undan í bili nema bið og er þá ekki komin tími á einn kaldann á meðan á henni stendur...:o)  Heyrumst á morgun.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband