Mánudagur, 19. nóvember 2007
Half way there...:o)
Jæja, þá erum við lögð af stað í þetta mikla ævintýri, þ.e. Texas ferðina miklu. En við lögðum í hann kl.17 í dag og lentum í Baltimore sex tímum seinna. Maður var orðin ansi þreyttur á setunni, en þetta bjargaðist. Óliver og Margrét eru búin að vera að deyja úr spenningi í allan dag og endurspeglaði það allt atferli þeirra í dag. Við erum í för með Karen, Kristínu (móðir Karenar), Teddu, Hauk og Anítu. Mín reynsla af Hauki í flugvél er að hann mun seint teljast til flugdólga þar sem hann einfaldlega settist niður í sætið sitt og síðan heyrðist hvorki hósti né stuna fyrr en við stigum frá borði. Haukur var svo sem með skýringarnar á hreinu. Tedda hafði sagt honum að setjast niður og þegja og það gerði hann...:o)
Það er margt búið að gera í undirbúningi fyrir þessa ferð, en það er einnig ýmislegt sem er ekki ennþá fullklárað. T.d. lenti ég á allra síðasta snúning að redda hjólinu fyrir mæðgurnar og verður það einn stór útúrsnúningur þar sem ég þarf að sækja það frá San Antonio til Houston og er það tæplega 7 tíma akstur fram og til baka. Þannig að ævintýrið er rétt að byrja.
Við erum núna stödd á hóteli í Baltimore og á meðan ég sit og hamra lyklaborðið eru allir aðrir hálfdasaðir upp í rúmi eftir flugið. Ég mun reyna að komast í samband við umheimin einu sinni á dag og skrifa um ferðalagið. Veit ekki hvernig það verður á CycleRanch MXpark í Texas með netsamband. Gæti orðið erfitt, en við vonum að það gangi upp. Allir hér biðja að heilsa liðinu á skuðinu. Vonandi næ ég sambandi á morgun svo ég geti bloggað meira.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar