Half way there...:o)

Þreytan verður spennunni stekari og Óliver sofnaði loksinsJæja, þá erum við lögð af stað í þetta mikla ævintýri, þ.e. Texas ferðina miklu.  En við lögðum í hann kl.17 í dag og lentum í Baltimore sex tímum seinna.  Maður var orðin ansi þreyttur á setunni, en þetta bjargaðist.  Óliver og Margrét eru búin að vera að deyja úr spenningi í allan dag og endurspeglaði það allt atferli þeirra í dag.  Við erum í för með Karen, Kristínu (móðir Karenar), Teddu, Hauk og Anítu.  Mín reynsla af Hauki í flugvél er að hann mun seint teljast til flugdólga þar sem hann einfaldlega settist niður í sætið sitt og síðan heyrðist hvorki hósti né stuna fyrr en við stigum frá borði.  Haukur var svo sem með skýringarnar á hreinu.  Tedda hafði sagt honum að setjast niður og þegja og það gerði hann...:o) 

Það er margt búið að gera í undirbúningi fyrir þessa ferð, en það er einnig ýmislegt sem er ekki ennþá fullklárað.  T.d. lenti ég á allra síðasta snúning að redda hjólinu fyrir mæðgurnar og verður það einn stór útúrsnúningur þar sem ég þarf að sækja það frá San Antonio til Houston og er það tæplega 7 tíma akstur fram og til baka.  Þannig að ævintýrið er rétt að byrja.

Við erum núna stödd á hóteli í Baltimore og á meðan ég sit og hamra lyklaborðið eru allir aðrir hálfdasaðir upp í rúmi eftir flugið.  Ég mun reyna að komast í samband við umheimin einu sinni á dag og skrifa um ferðalagið.  Veit ekki hvernig það verður á CycleRanch MXpark í Texas með netsamband.  Gæti orðið erfitt, en við vonum að það gangi upp.  Allir hér biðja að heilsa liðinu á skuðinu.  Vonandi næ ég sambandi á morgun svo ég geti bloggað meira.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband