Styttist í Texas

Mynd af brautinni á CycleRanchMX rétt fyrir utan San Anotonio í TexasÞá er maður nýkomin frá Baunaveldinu og getur maður þá haldið áfram undirbúningi okkar fyrir ferðina til Texas.  Það er eitt og annað eftir og stefnir í að við verðum með ýmislegt á síðustu stundu.  Þannig að nú er bara að nýta tímann vel sem eftir er fram að ferðinni og krossa fingur og vona að allt gangi upp.  Er að vísu drullukvíðinn að þurfa að sitja í vél, sérstaklega eftir að vera nýkomin að utan, í marga klukkutíma.  Þessar vélar og sætin sem eru notuð í dag hafa aldrei reynst mér "bakvænar" ef svo má að orði komast.  En svona fyrir ykkur sem hafið áhuga að þá er hér mynd af svæðinu og brautinni sem þær mægður munu keppa í ásamt Teddu, Anítu og Karen.  Hér má sjá fréttatilkynningu frá WMA um þátttöku helstu keppenda frá erlendri grundu og að sjálfsögðu eru hér nöfn íslensku keppendana, sjá link: http://www.womensmotocrossassociation.com/news/2007/news_World_Champ_11-09-07.htm 

Hvað sem líður að þá er mikill spenna fyrir ferðina hjá okkur og þá sérstaklega krökkunum.  Ég mun reyna að blogga um ferðina jafnóðum og senda inn einhverjar myndir, en veit ekki hvernig það verður þar sem það verður að gerast með milligöngu GSM farsíma og reynslan segir mér að það séu 80% líkur á tengivandamálum "in the heart of Texas".    

Að lokum þá vill Björk þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem henni bárust um helgina.  TAKK!  Grin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband